Fréttablaðið - 30.11.2021, Qupperneq 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Sandra Lárusdóttir hefur rekið
Heilsu og útlit í sjö ár. Hún er sér-
menntuð í meðferðum með heilsu-
tæki frá Weyergans, sérstaklega
sem snýr að sogæðameðferðum
sem eru hreinsandi fyrir líkamann
og draga úr bólgum.
Meðal þeirra tækja sem Heilsa
og útlit bjóða upp á er VacuSport
en Sandra segir að hægt sé að
minnka bjúgmyndum mjög hratt
í tækinu. „Tæknin með VacuSport
var upphaflega þróuð til að koma
í veg fyrir blóðrásarvandamál hjá
geimförum sem vinna í þyngdar-
lausu umhverfi. Þetta er taktfast
þrýstings- og lofttæmisnudd á
æðakerfinu sem stóreykur blóð-
flæði í æðum og vöðvum þannig
að svæði, sem hafa orðið fyrir
meiðslum, jafna sig mun fyrr. Með
þessari meðferð fær líkaminn
aukið súrefni,“ útskýrir Sandra.
„Við vorum að selja okkar fyrstu
Vacusport vél til sjúkraþjálfunar-
miðstöðvarinnar Endurheimt sem
ég veit að á eftir að slá í gegn hjá
þeim,“ segir hún.
„Meðferðin kemur líkamanum
í betra form og bætir heilsuna
með því að hraða endurhæfingu
og endurnýjun þeirra svæða sem
þurfa á því að halda. Meðferðin
hefur sannað sig gegn langvarandi
verkjum eins og gigt, liðavanda-
málum og skertu blóðflæði,“
segir hún. „Fólk kemur til okkar í
nokkur skipti og það er ótrúlegt að
sjá áhrifin. Þetta er stundum eins
og kraftaverk.“
Margvíslegar meðferðir
„Við erum örugglega ein stærsta
tæknistofa á landinu þegar kemur
að heilsu og útliti. Við bjóðum ekki
einungis sogæðameðferð heldur
einnig vandaðar andlitsmeðferðir
auk meðferðar fyrir appelsínuhúð.
Við erum umboðsmenn snyrti-
vörumerkisins Casmara sem er
viðurkennt fyrir vandaðar vörur
og meðferðir. Við erum í samstarfi
við snyrtistofuna á Garðatorgi sem
býður upp á örnálameðferð sem
hentar vel yfir vetrartímann ásamt
ávaxtasýrumeðferð.
Þá get ég nefnt medical tattoo
og ég vinn við að gera vörtubaug
eftir uppbyggingu brjósta eða
brjóstaminnkun og litar í ör svo
þau verða minna áberandi,“ segir
Sandra sem er lærður Medical
tatto sérfræðingur.
„Loks erum við með tann-
hvíttun,“ segir hún og bætir við:
„Síðan eru það vítamínin okkar,
Fitline, en við veitum fólki ráð-
gjöf næringarfræðings um töku á
þeim,“ segir hún. „Við erum alltaf
að bæta við þjónustuna og erum
að fá ljósabekk til okkar en það
hefur mikið verið beðið um hann
svo ég ákvað að láta slag standa og
tók einn bekk inn sem er væntan-
legur í byrjun desember,“ segir
Sandra og bætir við að það sé fólk
á öllum aldri sem leiti til Heilsu
og útlits.
Mikil eftirspurn
„Verndarhjúparnir, sogæðameð-
ferðir og andlitsmeðferðirnar
frá Casmara eru að slá í gegn hjá
okkur og sömuleiðis tannhvítt-
unin. Til okkar kemur fólk með
alls kyns vandamál, íþróttamenn,
sykursjúkir, fólk með vefjagigt,
bjúgsöfnun og þeir sem eru með
lélegt blóðflæði. Sömuleiðis kemur
fólk sem nýlega hefur gengist
undir aðgerðir, meðal annars þeir
sem hafa verið í gifsi eftir brot eða
aðgerðir á hné eða mjöðmum.
Það er algengt erlendis að sjúkra-
þálfarar, læknar eða aðrir þeir sem
meðhöndla fólk með skert blóð-
flæði nýti VacuSport tækin enda
eru áhrifin ótrúleg.
Verndarhjúparnir sem við erum
með og hjálpa líkamanum að slaka
á öllum vöðvum eru líka mjög
vinsælir og við erum að bæta við
okkur fleiri tækjum og eigum von
á þeim fljótlega. Slíkir hjúpar ættu
að vera til á öllum heilsustofn-
unum, þeir veita hita, slökun og
nudd, styrkja ónæmiskerfið, bæta
svefn og hreinsa hugann.
Infrarauður klefi
Fyrir stuttu tókum við í notkun
Redfit room en það er notað sem
æfingaherbergi fyrir jóga, spinn-
ing, lyftur og hugleiðslu. Í klefan-
um er hægt að fá nudd eða hrein-
lega slappa af og hreinsa hugann.
Það er bæði sjónvarp og Bluetooth
svo það er hægt að hlusta á tónlist,
sögu eða hafa einkaþjálfarann
á skjánum. Það þarf einungis að
vera í 20 mínútur í klefanum til að
finna áhrifin svo hann er frábær
lausn fyrir þá sem eru að flýta sér.
Klefinn tekur 5-8 manns sitjandi
eða tvö sem liggja.
Í hitaklefanum er Far Infrared,
16 litameðferðarljós, Himalayan
saltsteinar og jade náttúrusteinar
en þeir eru sambland af tveimur
mismunandi náttúrulegum
steinefnum, annars vegar jadeite
(natríum, ál og kísil) og nefrít
(kalsíum, magnesíum og kísil).
Kristallarnir aðstoða náttúrulega
getu líkamans við að draga djúpt
andann og slaka á. Þegar rakastig
andrúmslofts er eðlilegt dregur
loftið að sér saltagnirnar sem
mýkja húðina og opna öndunar-
veginn. Saltið hjálpar einnig við
að opna ennis- og kinnholur og
stuðlar að hugarró.
Notkun innrauðra geisla við að
auka kjarnhitastig líkamans hefur
jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan
auk þess sem slík meðferð hefur
reynst íþróttamönnum vel til að
ná auknum árangri, svokölluð
hitameðferð,“ útskýrir Sandra en
klefinn veitir:
■ Róandi, vöðvaslakandi hugar-
ástand
■ Brennir hitaeiningum
■ Stuðlar að þyngdarmissi og
minnkun á ummáli
■ Eykur blóðrás
■ Eykur súrefnisupptöku
■ Eykur brennslu
■ Eykur hreyfigetu
■ Eykur liðleika
■ Er verkjalosandi
■ Endurmótar líkamann
■ Afeitrar
■ Endurnærir húðina
■ Framkallar afslöppun / veitir
hugarró
■ Kemur jafnvægi á kortisólmagn
(kortisól er hormón sem hjálpar
fólki að slaka á streitu og veitir
jafnvægi)
■ Stuðlar að andlegu jafnvægi og
ró
■ Hjálpar við svefnleysi
■ Veitir húðinni raka
■ Hreinsar öndunarveginn
■ Hjálpar árstíðabundnu ofnæmi/
frjókornaofnæmi
■ Hefur góð áhrif sem meðferð
við berkjubólgu (sjá heimasíðu
Halotherapy fyrir frekari upp-
lýsingar)
Selur til annarra landa
Í Covid höfum við selt 30 Weyer-
gangs tæki og Wellness-USA til
Noregs og Svíþjóðar en ég er með
umboðið fyrir Norðurlöndin.
Ekkert lát virðist á því þar sem ég
er nú þegar bókuð á fundi á nýju
ári með aðilum frá Noregi. Við
verðum með sölusýningu í Bergen
í febrúar 2022. Rudolf Weyergans
er með yfir 35 ára reynslu en hann
fann til dæmis upp okkar fræga
krem, styler cream, sem við köllum
sogæðakrem en það er ekkert
krem sem vinnur eins og það, frá-
bært eftir aðgerðir, bjúgsöfnun,
bruna, ör, appelsínuhúð eða bara
til að nota sem græðandi líkams-
krem. Þetta er undrakrem sem allir
ættu að eiga,“ segir Sandra.
Tækin okkar eru á eftirtöldum
stöðum:
■ Villan Spa, Sauðárkróki
■ Maríkó, Akranesi
■ Ró útlits- og heilsumeðferða-
stofu, Njarðvík
■ Weyergans Studio, Siglufirði
■ Heilsuhofinu, Akureyri
■ Táin og Strata, Sauðárkróki
■ Mátturinn í Núinu, Eygló, Selfossi
■ Nuddstofu Margrétar, Borgar-
nesi
■ Endurheimt, sjúkraþjálfun
Heilsa og útlit býður infrarauð
hitateppi sem eru heilbrigðis-
vottuð frá Frakklandi. Sandra
segir að teppin séu vinsæl gjöf
enda henta þau vel fólki sem þjáist
af verkjum. Gjafabréf í Heilsu og
útlit er sömuleiðis góð gjöf en um
þessar mundir er 15% afsláttur af
þeim til 5. desember.
Heilsa og útlit er í Hlíðasmára 17
í Kópavogi. Þeir sem vilja kynna
sér frekar meðferðir hjá Heilsu og
útliti geta haft samband í síma 562
6969 eða skoðað heimasíðuna,
heilsaogutlit.is.
Það er góður hiti í klefanum og fólki líður mjög vel í honum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Tækin sem Heilsa og útlit bjóða upp á eru öll viðurkennd heilsutæki sem
hafa reynst afar vel og fólk finnur mikinn mun á sér eftir meðferðina.
Vacusport var
fyrst þróað fyrir
geimfara. Tækið
reynist vel til að
auka blóðflæði
og minnka bjúg.
Súrefnishjálmur er notaður til afeitrunar og endurnýjunar húðarinnar.
Verndar-
hjúpurinn hefur
slegið í gegn
hjá viðskipta-
vinum enda
býður hann upp
á áhrifaríka hita-
meðferð.
2 kynningarblað A L LT 30. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGUR