Fréttablaðið - 30.11.2021, Qupperneq 36
Gucci er í dag slangur
yfir það sem þykir
flott.
odduraevar@frettabladid.is
For maðu r Chelsea-k lúbbsins
á Íslandi viðurkennir að það sé
ansi gott að vera stuðningsmaður
klúbbsins þessa dagana, enda Chel-
sea á toppi deildarinnar og einn úr
þeirra röðum, Willum Þór Þórsson,
orðinn heilbrigðisráðherra.
Klúbburinn hefur sent frá sér sér-
staka tilkynningu þar sem Willum,
sem er leikrýnir klúbbsins, eru færð-
ar árnaðaróskir í tilefni af skipan
hans í embætti heilbrigðisráðherra.
Karl Henrik Hillers, formaður
klúbbsins, segir stuðningsfólk
Chelsea hæstánægt með innáskipt-
inguna og segir þau óska Willum vel-
farnaðar í starfi, þegnum landsins til
góðs.
„Við treystum honum til að skila
þessu hlutverki með sóma rétt eins
og hlutverki sínu sem leikrýnir,“
segir Karl. Willum hefur mætt í rúm
tuttugu ár á aðalfund klúbbsins þar
sem horft er á Chelsea-leik í beinni.
„Og fyrir leik, í leikhléi og eftir
leik fer hann í gegnum liðsskipan
og kerfi og rýnir í andstæðinginn
og úrslitin,“ segir Karl.
Hann viðurkennir að það sé ansi
gott að vera Chelsea-maður þessa
dagana með Chelsea á toppnum og
Willum í brúnni.
„Gengið er gott og svo er bara að
vona að liðið haldi dampi og að við
sleppum við meiðsli og þá hef ég trú
á því að við löndum titli eða titlum
áður en tímabilið er allt.“ n
Chelsea skorar í pólitíkinni
Willum Þór, leik-
rýnir Chelsea-
klúbbsins og
nú heilbrigðis-
ráðherra, við
skyldustörf á
klúbbfundi.
MYND/CHELSEA
KLÚBBURINN
Halldór Auðar
Svansson
varaþingmaður
Pírata
Nafn nýjasta
afbrigðis Covid-
19 er samkvæmt
hefðinni sótt í
gríska stafrófið
en hefur einnig þann skemmtilega
vinkil, ef svo má að orði komast
um slíka óværu, að það má tengja
við hina bráðskemmtilegu teikni-
myndaþætti Futurama.
„Þessi afbrigði heita náttúru-
lega eftir gríska stafrófinu sem er
aðferð til að reyna að gera heitin á
þeim hlutlaus, frekar en að nefna
þau til dæmis eftir stöðum þar
sem þau finnast.
Það er samt óhjákvæmilegt að
það komi alls konar tengingar út
frá þessu. Delta þýðir til dæmis
oftast breyting á einhverju í
stærðfræði og það afbrigði var
heldur betur breyting á forsend-
unum sem við héldum að ættu við
um Covid.
Svo er manni eiginlega öllum
lokið þegar næsta afbrigði heitir
eftir heimaplánetu eins skæðasta
óvinar mannkyns í Futurama,
átvaglsins Lrrr frá plánetunni
Omicron Persei 8. Ekki hægt að
taka því öðruvísi en skilaboðum
um að þetta versni bara og versni.
Reyndar er omíkron líka fimm-
tándi stafur gríska stafrófsins
en delta bara sá fjórði þannig að
það er verið að fara frekar hratt í
gegnum þetta stafróf og greini-
lega mikið af afbrigðum að þróast.
Bara svona til að benda á enn
eitt alveg hreint „frábært“ sem
þessi stafur er að segja okkur þá
er pí næsti stafur á eftir og ég ætla
eiginlega að vona að það afbrigði
komi aldrei af því það væru alveg
klárlega skilaboð um að Covid sé
óendanlegt, eins og stærðfræði-
fastinn pí.“ n
Ógnvaldurinn
Lrrr frá Omicron
Hljómi Covid-
afbrigðið
Omíkron
kunnuglega er
það mögu-
lega vegna
Futurama og
Omicron
Persei
8 hvaðan
skrímslið Lrrr
kemur.
n Sérfræðingurinn
Ridley Scott fer heldur frjáls-
lega með átakasögu Gucci-
fjölskyldunnar, að mati
sumra, í The House of Gucci.
Leikstjórinn og framleiðend-
ur myndarinnar standa enda
í deilum við meðlimi fjöl-
skyldunnar sem hið þekkta
tískuhús er kennt við.
ninarichter@frettabladid.is
The House of Gucci verður frum-
sýnd á Íslandi á föstudaginn en
óhætt er að segja að hún hafi víða
vakið umtal og deilur frá frumsýn-
ingu í Bandaríkjunum 24. nóvember.
Flestir kannast líklega við ítalska
tískuhúsið Gucci. Í poppmenn-
ingunni er Gucci orðið eins konar
samheiti yfir glamúr og gæði, tilvís-
anir í popptextum eru endalausar,
rapparinn Gucci Mane kennir sig
við merkið og sjálf fína-kryddpían,
Victoria Beckham, hampaði tísku-
húsinu í hástert á hátindi tónlistar-
ferilsins og kynnti merkið fyrir nýrri
kynslóð.
Orðið sjálft: Gucci, er í dag slangur
yfir það sem þykir flott. Þannig má
segja að Gucci þurfi líklega hvorki á
auglýsingunni að halda, né kæri sig
um hana, líkt og komið hefur í ljós.
Fyrir lesendur sem ekkert vilja
vita um söguþráð myndarinnar
kemur hér höskuldarviðvörun. En í
myndinni er ævisaga Patriziu Reggi-
ani, eiginkonu Maurizio Gucci, erf-
ingja Gucci-veldisins, rakin. Hjónin
lifðu hátt og bárust á, en skildu árið
1991 og Maurizio hóf samband við
aðra konu og seldi hlut sinn í Gucci.
Skömmu síðar var hann ráðinn af
dögum og var Patrizia í kjölfarið
sökuð um að hafa þar átt hlut að
máli.
Gucci-fjölskyldan ósátt
Handritið byggir á bók bandaríska
höfundarins Söru Gay Forden frá
árinu 2000 en hún starfaði þá sem
tískublaðamaður og var búsett í
Mílanó meðan á málaferlum stóð.
Hún hafði tekið viðtöl við hjónin
og þekkti málið vel, en var að auki
stödd í Mílanó daginn sem Maur-
izio var myrtur. Við vinnslu bókar-
innar ræddi Forden við rúmlega
100 manns sem þekktu hjónin, í
því skyni að fá sem nákvæmasta
mynd af atvikum. Forden starfaði
sem handritsráðgjafi við vinnslu
myndarinnar.
Gucci-fjölskyldan hefur verið
harðorð í garð leikstjórans og sakað
hann um að notfæra sér ímynd og
sögu fjölskyldunnar í gróðaskyni.
Hinn 83 ára gamli Ridley Scott
svaraði fyrir sig jafnharðan, sagð-
ist lítið gefa fyrir þær ásakanir og
bað fólk að hafa í huga að Maurizio
hefði verið myrtur á meðan annar
fjölskyldumeðlimur fór í fangelsi
fyrir skattalagabrot, og því þýddi
lítið fyrir þau að kvarta yfir gróða-
braski. Að um leið og fólk fremdi
slíka glæpi yrði saga þess opinber
gögn.
Lady Gaga eins og Gorbatsjev
Leikhópur myndarinnar hefur
vakið mikla athygli, en það er amer-
íska söngdívan Stefani Germanotta,
betur þekkt sem Lady Gaga, sem fer
með aðalhlutverkið. Eins og glöggir
poppunnendur vita þá er söng-
konan af ítölskum ættum. Nokkuð
hefur verið rætt um hreiminn sem
hún notar í myndinni. Fabio Vass-
allo hjá ítalska ríkisjónvarpinu
fullyrðir því til stuðnings að hún
hljómi eins og Sovétleiðtoginn
fyrrverandi Mikhail Gorbatsjev, en
í ítölskum eyrum þykir hreimurinn
svipa til þess rússneska.
Adam Driver og Jared Leto leika
önnur aðalhlutverk, en ljósmyndir
af hinum síðarnefnda í gervi Paolo
Gucci hafa farið eins og eldur í sinu
um netheima, en leikarinn er nán-
ast óþekkjanlegur. Þá fara Salma
Hayek, Al Pacino og Jeremy Irons
einnig með hlutverk í myndinni. n
Ásakanir um
græðgi og Gaga
sem Gorbatsjev
Lady Gaga og
Adam Driver á
tökustað House
of Gucci.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Patrizia Reggiani í varðhaldi vegna
morðsins á Maurizio Gucci.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
CYBER MONDAY
Okkar besta tilboð framlengt í 24-tíma!
10% afsláttur af dýnum og tveir
Sleepy Original koddar í kaupbæti
sleepy.is - Ármúli 17 - sími: 620 7200
24 Lífið 30. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 30. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGUR