Fréttablaðið - 04.12.2021, Page 12

Fréttablaðið - 04.12.2021, Page 12
Á einum sólarhring fannst Omíkron í fimm fylkjum Banda­ ríkjanna víðs vegar um landið. Smitsjúkdómastofnun Suður- Afríku telur fyrri sýkingar Covid-19 ekki veita jafn góða vörn fyrir Omíkron og fyrri afbrigðum. Afbrigðið upp- götvast nú í hverju landinu á fætur öðru. gar@frettabladid.is kristinnhaukur@frettabladid.is COVID-19 Hættan á því að fá endur- tekið Covid-smit er þrefalt meiri þegar hið nýja Omíkron á í hlut heldur en af fyrri afbrigðum. Þetta kemur fram í frétt á vef sænska ríkis- sjónvarpsins, svt.se. Í frétt svt.se er vitnað til stöðunn- ar í Suður-Afríku þar sem Omíkron leikur nú lausum hala og dagleg Covid-19 smit hafa margfaldast á fáeinum vikum. Um miðjan nóv- ember voru smitin 300 talsins á hverjum degi en eru nú komin upp í 11.500 á dag. Og spár eru sagðar gera ráð fyrir enn meiri fjölgun smita. „Við teljum ekki að fyrri smit gefi vörn gegn Omíkron,“ vitnar sænska sjónvarpið í Önnu von Gottberg, sem er prófessor í Suður-Afríku og lét þessi orð falla á rafrænni ráð- stefnu. Þrátt fyrir að vísindamenn eigi enn sem komið er margt ólært um Omíkron bendir sænska sjón- varpið á að menn hafi þegar komist að þeirri niðurstöðu að af brigðið sé meira smitandi en þau fyrri og myndi nú fjórðu bylgju veirunnar. Smitsjúkadómastofnun Suður- Afríku les það úr sínum athugunum að hættan á að þeir sem áður hafi fengið Covid smitist aftur sé þrefalt meiri með Omíkron og að jafnvel þeir sem séu fullbólusettir smitist af af brigðinu. „En við teljum að bóluefnin verndi gegn alvarlegum veikindum,“ tekur Anne von Gott- berg hins vegar fram. Omíkron heldur áfram að breið- ast hratt út. Frá því í gær hafa Finn- land, Grikkland, Srí Lanka, Malasía og Singapúr bæst við þau rúmlega 30 lönd sem þegar hafa tilkynnt tilfelli Omíkron, þrátt fyrir að af brigðið hafi aðeins verið uppgötvað fyrir rúmri viku. Í Bandaríkjunum greindist fyrsta tilfellið í borginni San Francisco í Kaliforníufylki í gærmorgun. Sólar- hring síðar höfðu níu tilfelli greinst í fjórum öðrum fylkjum, sem ekki liggja að Kaliforníu. Það er New York á austur ströndinni, Minnesota í norðri, Colorado í Klettafjöllum og Hawaii í Kyrrahafi. „Höfum það á hreinu að þetta er ekki ástæða til þess að fara á taug- um. Við vissum að þetta af brigði væri á leiðinni og við höfum tólin til þess að stöðva útbreiðsluna. Látið bólusetja ykkur, fáið ykkur örvunar- skammt. Berið grímu,“ tísti Kathy Hochul, fylkisstjóri New York. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þegar brugðist við Omíkron- af brigðinu með því að herða eftir- lit á landamærunum. Frá og með næstu viku þurfa bæði útlendingar og Bandaríkjamenn, bólusettir sem óbólusettir, að fara í sýnatöku dag- inn fyrir f lug eða sýna vottorð um nýlega sýkingu. Utan Suður-Afríku virðist Omík- ron hafa náð mestri fótfestu í Vestur- Evrópu og hefur nú fundist þar í öllum ríkjum með milljón eða fleiri íbúa. Í Osló smituðust 60 af 125 gest- um í jólaboði af Covid-19 og líklega er um Omíkron-smit að ræða, því eitt hefur verið raðgreint sem slíkt. Unnið er að smitrakningu en sérstakt áhyggjuefni er að starfs- mennirnir búa ekki allir í Osló heldur nágrannasveitarfélögum. „Við búumst við f leiri tilfellum og við gerum það eina sem við getum gert, að rekja og staðfesta,“ sagði Caroline Bremer, upplýsingafull- trúi heilbrigðisstofnunar Osló- borgar, við bandarísku fréttastof- una CNN. n Þrefalt meiri líkur á endursmiti af Omíkron Joe Biden hefur þegar ákveðið að herða landamæraeftirlit vegna útbreiðslu Omíkron. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 12 Fréttir 4. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.