Fréttablaðið - 04.12.2021, Page 18

Fréttablaðið - 04.12.2021, Page 18
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þótti það vera raun- verlegur pólitískur ómögu- leiki að þessar öfgar íslenskrar stjórnmála myndu nokkru sinni sænga saman, og hvað þá í friði og makind- um. Sagan um Salómon konung hafði engin áhrif á við- horf sonar míns til gúmmí- bangs- anna. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Um síðustu helgi stóð ég frammi fyrir sið- ferðilegu álitamáli. Sonur minn fékk poka af gúmmíböngsum í barnaafmæli. Í stað þess að klára bangsana strax eins og hin börnin stakk hann einum í vasann sem hann hugðist njóta síðar. Þegar heim var komið reyndist bangsinn týndur. Tjónið olli óstöðvandi harmagráti. Ég sagðist skyldi gefa honum nýjan gúmmíbangsa úr poka sem vildi svo vel til að ég átti inni í skáp. Við- brögðin urðu önnur en ég átti von á. Í stað þess að taka gleði sína á ný spurði sonurinn hvort systir hans, sem einnig var í afmælinu, fengi líka gúmmíbangsa. Ég svaraða því játandi. Sá stutti þvertók fyrir slík málalok. Systir hans hafði borðað alla bangsana sína. Af hverju átti hún að fá einum fleiri bangsa en hann sem hafði sýnt stillingu og treint sér sælgætið? Ég hótaði því að enginn fengi gúmmí- bangsa ef hann léti ekki af uppsteytnum. En drengurinn gaf sig ekki. Það var aðeins eitt í stöðunni. Að þylja yfir barninu, sem alið er upp sem heiðingi, eina þekktustu dæmisögu Biblíunnar. Salómon konungur Ísraelsríkis var annál- aður fyrir visku. Toppi ráðsnilldar hans var náð þegar heimsóttu hann tvær portkonur. Með sér höfðu konurnar nýfætt barn en báðar sögðust þær móðir þess. Vildu þær að konungurinn leysti úr ágreiningi þeirra. „Færið mér sverð,“ skipaði Salómon. Hann kvaðst ætla að höggva barnið í tvennt og skipta því þannig jafnt á milli kvennanna. Annarri konunni leist vel á lausnina. Hin bað Salómon að leggja frá sér sverðið, sú fyrri mætti halda barninu. Við það varð ljóst hvor kvennanna var móðirin. Sama dag og sonur minn fékk gefins gúmmíbangsapoka var ný ríkisstjórn kynnt á Kjarvalsstöðum. Stjórnmálaskýr- endur klóruðu sér í höfðinu yfir róttækum breytingum á ráðuneytum sem bútuð voru niður og málaflokkum dreift eins og smælki milli nýrra ráðherra. „Þetta eru óvenjulega miklar breytingar við stjórnarmyndun,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórn- málafræði. Ólafur var örlátur í greiningu sinni og sagðist ekki efast um að hugsun lægi þarna að baki þótt betri útlistanir vantaði á hvers vegna þetta var gert. Fleira vakti upp spurningar um hvatana á bak við stjórnarmyndunarviðræð- urnar. Ráðherrastólum var fjölgað um einn. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi for- sætisráðherra, sagði uppátækið ganga þvert á tillögur í rannsóknarskýrslu Alþingis um hrunið þar sem mælst var til að ráðuneytum yrði fækkað. Benti hún á að ríkisstjórn hennar hefði fækkað ráðuneytum niður í átta en nú væru þau orðin tólf. Molar í konfektkassa Nýr dómsmálaráðherra er Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Nú fer að síga á seinni hlutann á ferli Jóns og líklegt er að verið sé að verðlauna hann fyrir góðan stuðning,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson. Kaupin á eyrinni eru þó flóknari en svo. Þrátt fyrir tólf ráðherrasæti, þrátt fyrir að ráðherraefnin veldu sér málaflokka úr sundurtættum ráðuneytum eins og mola úr jólakonfektkassa, virtust valdsins gæði ekki nægja til að svala hungri frammáfólks stjórnmálaflokkanna. Bjarni Benediktsson brá sér því í gervi Salómons konungs og lagði til að dómsmálaráðuneytinu yrði skipt á milli Jóns og flokkssystur hans, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem tæki við eftir átján mánuði. Ólíkt í tilfelli portkvennanna steig enginn fram og lét sig hagsmuni ráðuneytis- ins varða. Sverðið fékk að falla. Sagan um Salómon konung hafði engin áhrif á viðhorf sonar míns til gúmmíbangs- anna. Hann kaus eyðileggingu frekar en eftir- gjöf. Hann hafði þó eitt sér til málsbóta: Hann er fimm ára. Það sama verður ekki sagt um forystufólk stjórnmálaflokka landsins. n Valdsins gæði Endurnýjuð ríkisstjórn vinstri- og hægriaflanna á Íslandi, með fulltingi Framsóknar, máir að vissu leyti burtu gleggstu og elstu áherslulínurnar í íslenskri pólitík, á milli kommanna og íhaldsins, alþýðunnar og efnafólksins, forsjár- hyggjunnar og einkaframtaksins, ríkisvæð- ingarinnar og frelsiskröfunnar. Og það er raunar með hreinum ólíkindum að þessir tveir flokkar, með fulltingi Framsóknar, skuli aftur setja netin í sama bát og ætla sér að sækja sömu miðin á ný, þótt ekki væri nema sakir blótsyrðanna sem þeir hafa sent hvor öðrum í ræðustól Alþingis um áratugaskeið – og nægir þar að minnast rauðþrútins Stein- gríms J. Sigfússonar á yfirsnúningi ummæla sinna með samankrepptan Davíð Oddsson að baki sér, en þá – og það er stutt síðan – þótti það vera raunverulegur pólitískur ómöguleiki að þessar öfgar íslenskrar stjórnmála myndu nokkru sinni sænga saman, og hvað þá í friði og makindum. En hvað merkir þetta fyrir íslensk stjórnmál? Átta ára hjónaband kommanna og íhaldsins, með fulltingi Framsóknar? Jú, stjórnarand- staðan mun abbast eitthvað upp á sviðið, af og til, gáttuð á ráðahagnum, eilítið samstilltari en áður eftir messufallið hjá Miðflokknum, en allsendis óvíst er að hún geti boðið betur en borgaralegu vinstriöflin sem tekið hafa af þeim völdin, að því er virðist til frambúðar, af því einfaldlega að málefnalegur styrkur þeirra er samanlagt ekki sannfærandi. Og því er líklegra en ekki að landsmenn sitji uppi með langvarandi moðsuðu þessara ystu afla íslenskra stjórnmála, með fulltingi Fram- sóknar, sem kunna að halda völdum á fram- taksleysinu einu saman. Og hvað þýðir það? Jú, pólitíkin verður látin í friði. Hennar sér vissu- lega stað í skiptingu ráðuneyta og á flutningi verkefna innan Stjórnarráðsins, en þannig er gert út um pirringinn um stund, en svo verður einfaldlega sett á sjálfstýringu málamiðlan- anna. Og fyrir vikið fá landsmenn sitt lítið af litlu sem engu, hvorki sterka og framsækna velferðar- stjórn sem mun hlúa að heilbrigðis- og velferðar- kerfinu af öllu afli og halda ríka tryggð við ríkis- hyggjuna og eftirlitið með öllu kviku, né róttæka hægristjórn sem mun fækka ríkisstarfsmönnum og leggja niður ríkisfyrirtæki, ellegar gefa hluti frjálsa sem aðrar þjóðir í kringum okkur líta á sem sjálfsagt mál. Við munum fá minni pólitík. Minni Steingrím. Minni Davíð. Og við munum fá óbreytt ástand á svo mörgum sviðum, á sjó og landi og lofti. n Óbreytt stjórn jackandjones.is Skyrtur verð frá 7.990 krPeysur verð frá 5.990 kr SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 4. desember 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.