Fréttablaðið - 04.12.2021, Síða 32
Eftir margra mánaða heimil
isleysi vegna úrræðaleysis
sveitarfélaga og ríkis, fékk
Margrét Sigríður Guðmunds
dóttir, 59 ára, loksins
fram tíðar heimili – á hjúkr
unarheimili. Hún segist hafa
þakkað fyrir að komast í
varanlegt húsnæði, en óskar
engum ungum einstaklingi
að búa á hjúkrunarheimili.
Margrét Sigríður Guð
mundsdóttir er eins
og fyrr segir 59 ára
og hefur búið á
hjúkrunarheimili í
ár, gegn sínum vilja. Hún greindist
með taugasjúkdóminn MS árið 2012
og þarf nú að reiða sig á umönnun
annarra í daglegu lífi.
„Ég hefði kosið að vera heima
hjá mér eða í úrræði úti í bæ, ekki
á svona stofnun,“ segir Margrét og
telur mjög ólíklegt að einstaklingar
í svipuðum sporum velji sjálfir að
búa á hjúkrunarheimili.
Þurfi framtíðarlausn
Fréttablaðið greindi frá því í gær að
vaxandi fjöldi ungra fatlaðra ein
staklinga byggi á hjúkrunarheim
ilum, sumir, eins og Margrét, gegn
vilja sínum. Ríki og sveitarfélög
benda hvert á annað þegar kemur
að þjónustu þessa hóps.
Á höf uðborga r svæðinu og
landsbyggðinni búa nú 144 fatl
aðir einstaklingar, undir 67 ára, á
hjúkrunarheimilum. María Fjóla
Harðardóttir, varaformaður Sam
taka fyrirtækja í velferðarþjónustu
(SFV) og forstjóri Hrafnistu, segir
stjórnendur hjúkrunarheimila
margoft hafa rætt þessi mál við
heilbrigðisráðuneytið og alvarlegar
athugasemdir hafi verið gerðar.
Hún bendir á að þjónusta hjúkr
unarheimila sé sniðin að öldruðum
og að hjúkrun ungra einstaklinga
sé oft f lóknari, bæði líkamlega og
andlega, það geti reynt á starfs
mannahóp hjúkrunarheimila sem
sé að stórum hluta ekki með faglega
menntun.
María Fjóla segir meðaldvalar
tíma eldri einstaklinga í hjúkrunar
rými um tvö til þrjú ár. Yngri ein
staklingar séu líklegri til að dvelja
um áratugaskeið.
Þá virki kerfið þannig að við
komuna á hjúkrunarheimili greiði
ríkið daggjöld þangað en hætti að
borga allt annað fyrir einstakling
ana eins og ýmis hjálpartæki, næga
sjúkraþjálfun, liðveislu og fleira. Að
sögn Maríu Fjólu duga daggjöldin
skammt fyrir öllum þeim sérþörf
um sem yngra fólkið kunni að hafa.
Hún telur mikilvægt að unga fólkið
fái að halda í ákveðin réttindi, þó
það fari á hjúkrunarheimili.
María Fjóla segir að ef hjúkrunar
heimili eigi að vera framtíðarlausn
fyrir ungt fólk þurfi að búa til sér
úrræði fyrir þann hóp, deildir eða
búsetukjarna.
Áratugum of snemma
Á meðan Margrét lá á spítala í janúar
í fyrra tóku Kópavogsbær, þáverandi
eiginmaður Margrétar og spítalinn
þá ákvörðun að hún færi á hjúkr
unarheimili. Hún segist sjálf ekki
hafa haft neitt um málið að segja.
Á meðan Margrét beið eftir plássi
dvaldi hún á spítala í sjö mánuði og
í hvíldarinnlögn á Droplaugarstöð
um þess á milli í rúma fjóra mánuði.
Í tæpt ár átti hún ekkert heimili og
engan langtíma dvalarstað. „Ég átti
hvergi heima á tímabili og ég var
orðin úrkula vonar.“
Þegar Margréti bauðst loks pláss
þakkaði hún fyrir að vera komin í
varanlegt húsnæði eftir alla biðina
og óvissuna. „Svo þegar maður
er kominn þá renna á mann tvær
grímur. Þá sér maður að þetta er ekki
staður sem ég er til í að eyða næstu
20 til 30 árum á.
Sjálfstæðið farið
Á hjúkrunarheimilinu fær Mar
grét alla nauðsy nlega grunn
umönnun. Annari þjónustu sem
er mjög mikilvæg fyrir hana, eins
og sjúkraþjálfun og félagsstarfi, er
mjög ábótavant. Á meðan Margrét
fær ekki viðeigandi sjúkraþjálfun,
fer líkamlegri heilsu hennar hratt
hrakandi.
Athafnir sem f lestir telja sjálf
sagðar líkt og bað eða sturta
nokkrum sinnum í viku er ekki
raunveruleiki Margrétar. Hún fær
bað einu sinni í viku og hárþvott
tvisvar sinnum í viku, en ekki um
helgar. „Ég er lærð hágreiðslukona
og mín reisn í lífinu er að vera með
almennilegt hár en það er ekki
hlustað á það.“
Frá árinu 2013 hafði Margrét
farið í sjúkraþjálfun þrisvar í
viku og sund einu sinni í viku. Þá
var hún á dagdeild í MSsetrinu,
umvafin félagsskap einstaklinga
í svipuðum sporum og hún. Við
komuna á hjúkrunarheimili missti
hún hins vegar öll þessi réttindi og
f leiri.
Svörin eru skýr, ríkið borgar ekki
fyrir einstaklinga á tveimur stöðum,
segir Margrét. Þá sé hún ekki lengur
skráð öryrki og fái ekki lengur við
eigandi hjálpartæki frá ríkinu, þar
sem hjúkrunarheimilið á að standa
straum af þeim kostnaði. „En þau
eru ekki með neitt fjármagn til þess.
Þetta eru svo dýr hjálpartæki fyrir
fólk í minni stöðu,“ segir Margrét.
„Þó að maður þurfi umönnun og
alls konar þá þarf ekki að taka af
manni sjálfstæðið, maður er gjör
samlega negldur niður,“ segir Mar
grét.
Skelfist tilhugsunina
Margrét er ein í ágætu herbergi á
hjúkrunarheimilinu. „Ég er náttúr
lega þannig að ég er búin að gera
þetta mjög huggulegt hjá mér, þótt
Áratugum of snemma á hjúkrunarheimili
Margrét Sig-
ríður er 59 ára
og hefur búið á
hjúkrunarheim-
ili í eitt ár.
Fréttablaðið/
Ernir EyjólFsson
Bergþóra berst einnig við MS-sjúkdóminn og óttast að enda á hjúkrunarheimili. Fréttablaðið/sigtryggur ari
Helena Rós
Sturludóttir
helenaros
@frettabladid.is
Það er ekkert skrýtið
að makinn gefist upp.
Ég hef alveg fullan
skilning á því.
Margrét Sigríður
32 Helgin 4. desember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið