Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2021, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 04.12.2021, Qupperneq 94
Að lesa ljóð getur fært þér svo mikið, það getur fært þér kyrrð, það getur fært þér óvissu, spurn, fegurð, háska. Jón Kalman Stefánsson snýr aftur á heimaslóðir ljóðsins eftir 28 ára fjarveru með bókinni Djöflarnir taka á sig náðir og vakna sem guðir. Jón Kalman segist hafa saknað þess að yrkja ljóð en hann lýsir forminu sem því dýpsta og elsta í mannsandanum. Jón Kalman Stefánsson er þekkt- astur fyrir skáldsögur sínar sem hafa verið þýddar á fjölda tungu- mála og unnið til verðlauna víða um heim. Hann tók þó sín fyrstu skref í bókmenntaheiminum með þremur ljóðabókum sem komu út á árunum 1988-1993 og nú eftir nærri þriggja áratuga bið sendir hann frá sér fjórðu bókina, sem ber titilinn Djöflarnir taka á sig náðir og vakna sem guðir. Aðspurður um hvernig það hafi verið að snúa aftur til ljóðsins eftir svo langa veru í prósanum segir Jón Kalman að því hafi í raun verið öfugt farið. „Það var eiginlega frekar þannig að ljóðið sneri aftur til mín. Ég man eftir því að þegar ég gaf út þarsíð- ustu ljóðabókina, Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju, 1993, fann ég að ég var ekki alveg sáttur við sjálfan mig. Eða fannst eins og ég næði ekki alveg að fanga það sem ég fann fyrir innra með sjálfum mér, og ég held að það hafi verið þess vegna sem ég leitaði yfir í prósann.“ Æð sem opnaðist Jón Kalman segist hafa saknað ljóðsins en þó hann hafi ekki ort ljóð lengi þá hafa þau alltaf verið með honum á einn eða annan hátt. Að sögn hans byrjuðu ljóðin að koma aftur í kjölfar breytinga í hans persónulega lífi. „Þetta kom eiginlega án þess að ég reyndi að knýja það fram. Ég fann, eða skynjaði, að ég gat ekki tjáð ákveðna hluti nema með ljóðinu og þá opnaðist einhver æð. Ég orti lungann úr bókinni á tæpu ári, það gekk mikið á um tíma. En sjálf ljóðin komu þó öll án átaka. Svolítið eins og þau hafi f lætt upp á yfirborðið. Auðvitað var einhver vinna í þeim eftir á en þau komu nokkuð hrein, Ljóðið það eina sem kemst á milli lífs og dauða Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabla- did.is Ljóð eftir gott skáld er alltaf miklu, miklu stærra en sjálft skáldið, segir Jón Kalman. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ólíkt því sem var áður þegar ég var yngri. Þá var ég yfirleitt mjög lengi að vinna í hverju ljóði.“ Myndirðu segja að þetta væri per- sónuleg bók? „Ljóðið hefur oft verið kallað per- sónulegasta formið, en reyndar er allur gangur á því. Ég hef alltaf verið persónulegur höfundur, ef svo má segja, líka í mínum skáldsögum og gef mig allan í það sem ég er að skrifa. En eðli málsins samkvæmt er skáldsagan allt öðruvísi, maður nálgast heiminn með allt öðrum hætti og það koma miklu fleiri ytri þættir inn í heldur en í ljóðinu. Því má alveg segja að þessi ljóðabók sé að einhverju leyti persónulegri en skáldsögurnar en það liggur kannski ekkert síður í eðli formsins.“ Dýpsta og elsta í mannsandanum Í síðasta ljóði bókarinnar, Kannski inniheldur það fuglasöng, fjallar Jón „Já, og þess vegna finnst mér svo dapurlegt að f leiri skuli ekki lesa ljóð. Af því að fólk áttar sig ekki á því hversu mikið það fer á mis við. Að lesa ljóð getur fært þér svo mikið, það getur fært þér kyrrð, það getur fært þér óvissu, spurn, fegurð, háska. Ljóð sem er á einni síðu og tekur þig mínútu að lesa getur bærst í þér allt þitt líf. Ég er alveg viss um að ef fólk myndi yfirstíga þá hugsun, þann misskilning, að það sé erfitt eða leiðinlegt að lesa ljóð og myndi bara nálgast ljóðið án fordóma og algjörlega afslappað, þá myndi það flæða inn í það.“ Leit að tilgangi lífsins Djöf larnir taka á sig náðir fjallar töluvert um endalok, hvort sem það eru endalok lífs, endalok ástar eða jafnvel endalok heims. Spurður hvort bókin sé einhvers konar upp- gjör svarar Jón Kalman því að hann telji allar bækur sínar vera á vissan hátt uppgjör. „Þegar ég byrja á nýrri skáldsögu þá er ég alltaf sannfærður um að með því að skrifa þá bók muni ég komast að því hvort það sé líf eftir dauðann, hvort guð sé til og hver sé tilgangur lífsins. Þetta er ákveðið naívítet en ég er alltaf jafn innilega sannfærður um að það takist og að skáldskapurinn sé sú aðferð og það vopn sem dugi til þess. En ég held að það sé líka eðlilegt og ósjálf- rátt að þegar maður snýr aftur til ljóðsins, eða ljóðið kemur aftur til manns eftir allan þennan tíma, að þá hugsi maður líf sitt og heiminn upp á nýtt. Allt það sem hefur komið fyrir mann, öll sú reynsla og þroski, öll þau mistök og áföll sem fylgja lífinu, það auðvitað flæðir inn í ljóðið,“ segir Jón Kalman. n Brot úr Kannski inni- heldur það fuglasöng Ljóðið er eina lesefnið sem hinir dánu geta lesið, það eina sem kemst á milli, og þessvegna eru skáldin celeb eilífðarinnar, gleymdu kvikmyndastjörnum, gleymdu áhrifavöldum, leiðtogum, íþróttastjörnum, þeirra áhrif nema staðar í dauðanum þar sem skáldin eru rétt að byrja að hitna Viltu leigja? Kynnið ykkur vef Eirar öryggisíbúða: www.ibudir.eir.is Þar er að finna óráðstafaðar íbúðir, leiguverð, staðsetningu, teikningar ásamt því að bóka skoðun og senda umsókn. Einnig er hægt að hringja í  522 5700 á virkum dögum eða senda tölvupóst á ibudir@eir.is Eirborgir Fróðengi 1—11 112 Reykjavík Eirhamrar Hlaðhamrar 2 270 Mosfellsbæ Eirarhús Hlíðarhúsum 3—5 112 Reykjavík Kalman um tengsl skáldskapar og handanheimsins og setur þar fram þá afdráttarlausu yfirlýsingu að ljóðin séu einu tíðindin sem berist á milli hinna lifandi og hinna dauðu. Er blaðamaður biður hann að útskýra þá hugmynd segir Jón Kal- man að ljóðið sé elsta formið. Ekkert liggi jafn djúpt í mannkynssögunni og mannsandanum og ljóðið, nema kannski tónlistin. „Ljóð eftir gott skáld er alltaf miklu, miklu stærra en sjálft skáld- ið. Það er miklu dýpra, miklu vitr- ara, miklu eldra. Þegar skáld yrkir gott ljóð þá verður það þúsund ára gamalt. Þannig að ef eitthvað kemst á milli lífs og dauða þá er það náttúr- lega það elsta og það dýpsta og það skrýtnasta, það sem rökhugsunin nær aldrei yfir,“ segir hann. Það er þá eitthvað órætt sem kemst þarna á milli og virkjar skáld- in og skáldskapinn? 58 Menning 4. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 4. desember 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.