Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2021, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 04.12.2021, Qupperneq 96
Ljóðagerð Hauks Ingvarssonar er öflugur texti. Spilamennskan er svo gott sem fullkomin. Hún er tær og meitluð, hröð tónahlaup glitr- andi, tónmyndunin blæbrigðarík og fáguð. GEISLADISKUR Víkingur Ólafsson: Mozart & Contemporaries Deutsche Grammophon Jónas Sen Rannsóknir hafa upplýst að þeir sem hlusta á sónötu fyrir tvö píanó í D-dúr K 448 eftir Mozart rétt áður en þeir eiga að leysa ákveðnar heila- þrautir, standa sig betur en aðrir. Vís- indarannsóknir hafa líka sýnt fram á að sama sónata, ef hlustað er á hana í um tíu mínútur á kvöldin daglega, leiðréttir tímabundna truflun á raf- virkni heila flogaveikisjúklinga. Mig grunar að þetta eigi við um fleiri verk eftir snillinginn en aðeins þessa tilteknu sónötu. Tilvalið er því að setja nýjasta geisladisk Víkings Heiðars Ólafssonar á fóninn. Hann jafnast örugglega á við líkamsrækt fyrir heilann. Hér er að vísu meira en bara Mozart. Víkingur spilar líka verk eftir nokkra samtímamenn, það er Baldassare Galuppi, Domenico Cimarosa, Carl Philipp Emanuel Bach og Haydn gamla. Fyrir bragðið fær maður betri tilfinningu fyrir tímabilinu þegar Mozart var uppi, stemningunni sem þá ríkti. Breið túlkun Spilamennskan er svo gott sem full- komin. Hún er tær og meitluð, hröð tónahlaup glitrandi, tónmyndunin blæbrigðarík og fáguð. Mikil breidd er í túlkuninni, og kemur það hvað best út í d-moll fantasíunni, sem Mozart kláraði ekki. Hún er inn- hverf og tregafull, og Víkingur nær að miðla skáldskapnum þannig að það hittir mann í hjartastað. Sú útgáfa sem er þekktust af verkinu er með glaðlegum loka- kafla, en hann er ekki eftir Mozart. Upprunalega gerðin endar á hljómi sem kallar á niðurlag, og Víkingur leysir það með því að spila strax á eftir ofurhratt Rondó í D-dúr K 485. Það smellpassar. Verkin tvö eru eins og ein órofa heild, en andstæðurnar þar á milli eru ákaf lega skarpar. Útkoman er mögnuð. Flottar útsetningar Nokkrar áhugaverðar útsetningar gleðja eyrað. Fyrir það fyrsta hefur Víkingur sjálfur útsett sónötur eftir Cimarosa, klætt þær hljómum sem ekki er að finna í upprunalegu gerð- unum. Þeir eru einstaklega fallegir og gefa tónmálinu munúðarfullan blæ sem skapar draumkennda stemningu. Útsetning Víkings á hæga kafl- anum úr þriðja strengjakvint- ettinum eftir Mozart er líka for- kunnarfögur. Og svo er dásamlegt að heyra útsetningu Liszts á Ave Verum Corpus eftir meistarann, sem er þrungin helgi, akkúrat eins og hún á að hljóma. Mollinn áhrifameiri Ég er á þeirri skoðun að Mozart sé almennt betri í moll en í dúr. Moll- inn er dekkri og þar fær tónlistin einhverja dýpt sem vantar í hinum verkunum. Mollinn er ríkjandi á seinni hluta disksins, og er c-moll sónatan í öndvegi. Hún er gædd rétta dramanu, sorginni, eftir- sjánni, jafnvel örvæntingunni. Bob Hope sagði einu sinni um ónefndan píanista: „Þegar hún byrj- aði að spila kom Steinway sjálfur í eigin persónu og strokaði nafn sitt af f lyglinum.“ Ekki er mikil hætta á að það gerist hér. ■ NIÐURSTAÐA: Glæsilegur geisla- diskur með sannfærandi túlkun. Dásamlegur í höndum Víkings BÆKUR Menn sem elska menn Haukur Ingvarsson Útgefandi: Mál og menning Fjöldi síðna: 76 Kristján Jóhann Jónsson Ljóðmælandinn í „Menn sem elska menn“ fer til Osló, leggst upp í rúm á hóteli og spyr sig hvað hann sé að gera þar. Væntanlega veit hann hvers vegna hann keypti f lugmiða til Osló og útvegaði sér hótelher- bergi. Hann veit líka að hann ætlar á safn vegna rannsóknar sem snýst ekki um norsku konungsfjölskyld- una. Af hverju spyr maðurinn þá þessarar spurningar? Það er meðal annars, eins og hann segir, vegna þess að hann er hvorki persóna í bók eftir Braga Ólafsson né Steinar Braga, getur hvorki dvalið í óskiljan- legri atburðarás né einbeitt sér að hinu óttalega. Ljóðmælandinn kynnir til sög- unnar Sigurd Hoel, sem var norskur rithöfundur, róttæklingur og for- ystumaður í hópi norskra rithöf- unda, og Fjölnismanninn Tómas Sæmundsson, sem var leiðandi í hópi íslenskra menningarvita á sínum tíma. Báðir voru hugsjóna- menn. Sá þriðji sem nefndur er til sögunnar kemur á óvart, en það er Grænlandshákarlinn. Hann er nán- ast forsöguleg vera, býr í djúpinu og tekur það sem hann vill taka og getur tekið. Táknar hann knýjandi þrá? Sigurd las alla merkustu höf- undana og reykti eins og strompur meðan loftvarnaflauturnar gullu. Tómas fékk sendan bókapakka dag- inn sem hann dó, hóstandi blóði. Ekkert stöðvaði leit þeirra tveggja nema dauðinn. Inn í þessa mynd dregst ást Fjölnis- mannsins Tómasar á Jónasi Hallgríms- syni. Listaskáldið góða hefði á okkar t í m u m l í k l e g a verið skilgreint sem áfengissjúklingur og talist ótrúleg meðvirkni að lesa ljóðin hans og hafa áhyggjur af líðan hans, en það gerði Tómas. „Það er sárt að elska mann,“ segir í bók Hauks og látið er að því liggja að ef þú „elskar mann sem elskar mann sem elskar mann“ haf- irðu veðdregið þig ást á heiminum og mannkyninu og viðurkennir að fólk skipti þig meira máli en allt annað, og það er kannski svarið við spurningu ljóðmælandans. Auðvitað er oft tilvistarótti í spurningunni: „hvað er ég að gera hér?“ Hún getur beinst að mörgu. Í síðasta hluta bókarinnar dýpkar leit höfundar að svarinu. Það er vikið að bernsku, forfeðrum, sögu, goðsögnum, náttúru, himni og hafi. Titillinn „Menn sem elska menn“ virðist ef til vill undirfurðulegur, meðal annars vegna þess að orðið maður merkir í mæltu máli ýmist manneskja, eða bara karlmaður. Í titli bókarinnar rúmar heitið „maður“ tvímælalaust alla, hvert sem kynið er. Í titlinum er jafn- framt fólgið svarið við spurningu l j ó ð m æ l a n d a n s sem gerð var að titli á þessu spjalli. Á st i n á ma n n- kyninu knýr ljóð- mælandann áfram í rannsókn sinni og ást hans á mönnum sem elska menn er óstöðvandi, eins og græðgi Grænlands- hákarlsins. Ljóðagerð Hauks Ing va r ssonar er öf lugur texti og þráðurinn sem ég hef fylgt hér er ein- ungis einn. Er þetta ekki samt dálítið falleg kenning? Er ekki furðu margt af því sem við gerum knúið af ást á öðru fólki og velvild í þess garð? Hvernig væri líf okkar ef svo væri ekki? ■ NIÐURSTAÐA: Falleg ljóðabók og textinn margræður. Höfundurinn virðist una sér vel í dýpi tungu- málsins. Á baksíðunni er ljóð um Grænlandshákarl. „hvað er ég að gera hér?“ BARÓNSTÍGUR KEFLAVÍK OG AKUREYRI 8-24 24/7 okkar uppáhalds úr WWW.EXTRA.IS 2499kr.pk. Kirkland pakkaslaufur 50 stk Kirkland Jólapappír 36 M 1999 kr.stk. 2499 kr.stk. Kirkland Jólapappír 3 rúllur !! VINSÆL VARA 60 Menning 4. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.