Heilsuvernd - 01.06.1967, Síða 10

Heilsuvernd - 01.06.1967, Síða 10
saman til leikja, og brú'ðkaup eru haldin hátíðleg. En missætti, sem upp kann að koma, er jafnað á friðsamlegan hátt. Máske verður síðar sagt fleira frá siðum þessarar litlu en merkilegu þjóðar hér í ritinu. Læknafnndur í Hoilsuhæli \U'Í Laugardaginn 20. maí 1967 hélt Læknafélagið Eir í Reykjavík fund í Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði. Til fundarins komu tuttugu læknar, og tók Björn L. Jónsson yfirlæknir á móti þeim, sýndi þeim hælið inni og úti og skýrði þeim frá starfseminni. A fundinum, sem stóð frá kl. 17.30 til 19.00, flutti Björn L. Jónsson erindi um náttúrulækningar og svaraði fyrirspurnum, sem fram komu. Að fundinum loknum snæddu læknarnir kvöldverð í boði hælisins. Aukaþing \ l.l'l Haldið var aukaþing í Náttúrulækningafélagi íslands sunnudaginn 30. apríl 1967 í Matstofu Náttúrulækningafélags Reykjavíkur að Hótel Skjaldbreið. Til þingsins var boðið sömu félögum og fulltrúum og til síðasta landsþings haustið 1965. Þingið sóttu 15 fulltrúar frá NLFR og 1 frá félaginu á Akureyri. Áður en þingið hófst kl. 14, snæddu fulltrúarnir hádegisverð í mat- stofunni í boði NLFÍ. Forseti NLFI, frú Arnheiður Jónsdóttir, setti þingið og tilnefndi sem þingforseta Klemens Þórleifsson, en fundarritari var Njáll Þórarinsson. Eina mál þingsins var erindi frá stjórn NLFR, þar sem farið var fram á samvinnu eða aðstoð NLFÍ um rekstur matstofunnar. Fram- sögu um málið höfðu Njáll Þórarinsson, formaður NLFR, og Árni Ásbjarnarson forstjóri, sem skýrði frá því, að reksturinn hefði ekki gengið að óskum fram að þessu, en vonir stæðu til, að úr mundi rætast. Eftir allmiklar umræður, sem allar hnigu í þá átt, að sjálfsagt væri að halda starfseminni áfram, var samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa að heimila stjórn NLFÍ að veita NLFR lán, til þess að reksturinn þyrfti ekki að stöðvast vegna skorts á rekstrarfé. 74 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.