Heilsuvernd - 01.06.1967, Page 16

Heilsuvernd - 01.06.1967, Page 16
Morgun einn, er ég kom á fætur, brá svo við, að Glaður, hundurinn minn, bærði ekki á sér í bóli sínu, var ákaflega dapurlegur á svip og rétt aðeins dillaði skottinu, þegar ég klappaði honum. Þegar ég kallaði til hans með nafni, leit hann á mig sorgmæddum augum, sem virtust segja biðjandi: „Láttu mig í friði“. Og við létum hann eiga sig, nema hvað honum var fært vatn og einhver matur, sem hann snerti ekki við og bragðaði jafnvel varla á vatninu. Og þannig liðu níu dagar. Það var eftirtektarvert, að þennan tíma var hundurinn mjög andfúll. Honum var nærvera mín ekki á móti skapi, en hann kærði sig bersýnilega ekki um, að eg léti vel að honum. I lok hins níunda dags reis hann loks á fætur, gekk að vatnsskálinni og lapti svolítið úr henni og rölti síðan út. Hann gekk út á grasblett og át þar dálítið af ungum grænum blöðum, sem hann valdi með um- hyggju. Eg tók eftir því, að andfýlan var nú horfin, og hann var farinn að dilla skottinu eðlilega. Hann hvíldist um stund, en fór svo út aftur og fékk sér nokkur græn blöð í viðbót og bragðaði lítið eitt á mat, er ég setti fyrir hann. Daginn eftir reis hann á fætur í dögun, át með góðri lyst mjólk og annan mat, sem eg færði honum, og trítlaði við hlið mér, þegar eg fór út á göngu, en var þó sýnilega ekki búinn að ná fullum kröftum. Síðar um daginn baðaði eg hann, og var hann því bersýnilega feginn, sofnaði vært í bóli sínu á eftir og var orðinn fullfrískur næsta dag. Ein athyglisverð breyting var orðin á Glað. Aður en hann veiktist hafði harm um skeið verið skapillur við ókunnuga, glepsaði í þá, ef þeir ætluðu að klappa honum, og þótti grimmur. Nú var hann vingjam- legur við alla, leyfði ókunnugum að láta vel að sér, eins og hans var vandi áður. Þetta minnir mig á mann, sem læknaðist af magasári með þriggja vikna föstu. Hann hafði áður verið mjög önuglyndur, alltaf í illu skapi, mjög óþolinmóður og gat ekki þolað börn í kringum sig. Eftir föstuna var hann gjörbreyttur maður, barngóður og vingjarnlegur við alla, líkt og Glaður. Slík dæmi þekki eg mörg. Og hér lýkur sögunni um Glað. 80 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.