Heilsuvernd - 01.06.1967, Page 21

Heilsuvernd - 01.06.1967, Page 21
Jurtafæði og aflraunir Frá 16 ára aldri hefi eg iðkað aflraunir, m. a. þungalyftingar. Eg lifði á blönduðu fæði til 27 ára aldurs. Þá hætti eg að borða kjöt og fisk, og síðustu 5 árin hefi eg nærzt á hreinni jurtafæðu, án mjólkurafurða, nema þegar eitthvað kann að vera af eggjum og mjólk í bökuðum rétt- um. Eg er nú 36 ára gamall. Eg get ekki fundið, að heilsu minni hafi hrakað hið minnsta, né held- ur afli og þoli. Aður en eg hreytti um mataræði, gat eg rétt mig upp með 1000 punda þunga 100 sinnum á einum klukkutíma, en nú get eg lyft á þennan hátt sama þunga 106 sinnurn á 45 mínútum. Afl í vöðvum á handleggjum, hálsi og baki hefir einnig aukizt. Áður notaði eg t .d. 350 pund við aflraunir á beygivöðva upphandleggja, en nú 500 pund. Og þol hefir einnig vaxið til muna. Þá má geta þess, að áður kvefaðist eg venjulega nokkrum sinnum á ári, en nú fæ eg mjög sjaldan kvef. (Ur grein eftir Fred J. Chamberlain í „The British Vegetarian", jan. 1967). Gróðursetningar- og grasaferð Stjórn NLFR ákvað á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund að fela for- manni, í samráði við Árna Ásbjarnarson forstjóra, að athuga mögu- leika á gróðursetningarför í Heilsuhæli NLFl í Hveragerði. Þegar þetta var ritað, hafði förin verið ákveðin laugardaginn 10. júní. Einnig hefir verið ákveðið að efna til grasaferðar til Hveravalla eða Tjarnardala snemma í júlí. ÍIEILSUVERND 85

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.