Heilsuvernd - 01.06.1967, Qupperneq 22

Heilsuvernd - 01.06.1967, Qupperneq 22
Á víð og' dreif Hvíldarhlé í sjónvarpsdagskrám Læknar hafa vakið athygli á því, og lagt á það mikla áherzlu, að nauðsyn- legt sé að skjóta nokkrum hléum inn í dagskrá sjónvarps, sem er í gangi klukkustundum saman. Þeim sem sitji lon og don yfir sjónvarpi heilu kvöldin eða síðdegin, sé hætta búin af langvar- andi hreyfingarleysi; auk þess reynir þetta mjög á augun, og því fylgir einn- ig andleg áreynsla. Þeir leggja til, að á eins til tveggja tíma fresti verði höfð svo sem þriggja mínútna hlé. (Úr Kneipp-Blátter, jan. 1967). Getur kofíein valdið vanskapnaði? Rannsóknir með koffein hafa sýnt, að það getur haft í för með sér breytingar á litningum (krómósómum) fruma við vefjaræktun í tilraunaglasi. Erfðafræð- ingar hafa bent á, að neyzla koffeins í kaffi, kóladrykkjum, lyfjum eða á ann- an hátt kunni að geta valdið vanskapn- aði og fósturláti. (Úr International Medical Digest, des. 1966). Drengur eða stúlka? Hversvegna fæðast aðeins drengir í sumum hjónaböndum, en stúlkur í öðr- um? Þýzkur læknir, Melzner að nafni, þykist geta svarað þessari spumingu, sem svo margir hafa frá fornu fari brot- ið heilann um. Konur, sem eignast ð- eins drengi, segir læknirinn að standi mönnum sínum yfirleitt ofar að and- legum hæfileikum. Þegar aðeins eða oftast fæðast stúlkur, er eiginmaðurinn sterkari aðilinn. (Reform-Rundschau, des. 1966). Matarsalt og bensósýra álíka „eitruð" Tilraunir á músum með matarsalt hafa sýnt, að til þess að valda dauða þarf af því álíka stóran skammt og af bensósýru, sem löngum hefir verið not- uð til varnar gegn skemmdum í niður- soðin matvæli. I stað hennar nota nú margir sorbinsýru, sem er ekki eins skaðleg. (Hippokrates). Menn nenna ekki lengur að tyggja Sumir næringarfræðingar óttast, að tygging sé að leggjast niður. Athuganir hafa leitt í Ijós, að fólk tyggur mat sinn minna nú en fyrir 25 árum. Megin- orsökin er talin vera vaxandi velmegun og hóglífi og breytt matargerð, sem geri tyggingu óþarfa. Af öllu þessu leiðir, að menn hætta að vilja leggja það erfiði á sig að tyggja. Þetta er heilsuspillandi fyrir magann, torveldar meltingarstarfið allt, og næringarefnin úr fæðunni koma líkamanum ekki að fuUum notum. (Reform-Rundschau). 86 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.