Heilsuvernd - 01.03.1993, Page 6

Heilsuvernd - 01.03.1993, Page 6
JÓGA: Orðið sjálft merkir sameiningu, það að tengja sam- an vitund einstak- lingsins og alvitund- ina. Jóga er alhliða lífspeki sem byggir á hugleiðslu. Jógaiðkunin krefst hvorki sérstakra áhalda né undir- búnings, aðeins rýmis og löngunar til heilbrigðis og lífsfyllingar. Jógastellingar eða „asönur“ eru margar hverjar óvenjulegar stöður en þær ná til alls líkamans og styrkja vöðva, liðbönd, liðamót, hrygg og öll innri líffæri, taugakerfi og kirtla- starfsemi. Auk þess kynnumst við okkar eigin líkama við iðkun æfinganna og finnum hvers er vant og af hverju. Kannski höfum við hlaðið upp hindrunum og tekið á okkur ok sem við erum að burðast með engum til góðs en sjálfum okkur til ama. Ég var alin upp í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd, á nú fimm börn, mörg barnabörn og nokkur barna- barnaböm. Trúin hefur alltaf verið sterkur þáttur í mínu lífi og í trúarbrögðum finn ég ákveðinn kjarna sem samræmist bæði sjálfri mér og jóga. Þegar ég var leidd inn í þetta mikla ævintýri af mjög svo hversdagslegri hugsjón, sem sé þeirri að grenna mig og liðka, hafði ég afar takmarkaða þekkingu á jóga. En þetta ævintýri er ennþá staðreynd tæpum 30 ámm síðar og enn er ég að læra, þróast og nálgast minn innsta kjarna. Hulda Sigurdardóttir er ad veröa 75 ára. Hún kennir og stundar sjdlf jóga daglega og er í frábceru formi. Paö er einstaklega uppörvandi aö sjá hversufrjáls, létt og sterk og umfram allt hversu liöug hún er. Hér frœöir Hulda um jóga og segir lítiö eitt frá sjálfri sér. 11 < Ki HÖFÐ HÖFUÐSTAÐA hefur heilsu- samleg áhrif á líkamann allan, verkar á hryggsúluna, blóðstreymið, hreinsar bláæðar í fótleggjum og innyflum og hefur mikla þýðingu fyrir lifur og lungu.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.