Heilsuvernd - 01.03.1993, Side 10

Heilsuvernd - 01.03.1993, Side 10
hvað ég var að fara út í, en þetta hefur þróast af sjálfu sér, sem er besti skólinn, og nú nýt ég mín í kennslunni. Jóga er afar vinsælt núna en þetta er þó sveiflukennt hérlendis þar sem íslendingar eru svo mikið fyrir að breyta til. í KENNSLUSTUND Hver kennslustund tekur eina og hálfa klukkustund, þar með talin slökun og allt tilheyrandi. Mér finnst þetta hæfileg lengd og fólkið er mjög ánægt. Oftast er byrjað á öndunaræfingum sem upphitun. Böð að æfingum loknum eru ekki nauðsynleg í jóga, það er meira að segja mælt með því að baða sig áður en æfngarnar eru gerðar þar sem það er ekki markmið með jóga að fólk svitni. Það er innri hitinn sem kemur fram og losnar úr læðingi. Einnig eru innkirtlar líkamans örvaðir í stöðunum, þeir fá eins konar punktanudd. Mér var kennt að skrifa aldrei neitt niður í sambandi við jóga og það finnst mér hafa reynst vel. Annars bindur maður sig við ákveðna punkta í kennslunni. Oftast nær voaim við sammála um það þjálfararnir sem störfuðum lengi saman að þegar við FJALLIÐ er upphafsstelling að öllum standandi æfingum og grundvöllur þeirra. Æfingin lætur ekki mikið yfir sér og auðveldlega er hægt að gera hana án átaka en sé hún rétt framkvæmd gefur hún mikla orku: Þú stendur fast eins og bjarg og tengist jarðarorkunni, auk þess sækirðu himnaorkuna ofan frá í gegnum fingurna. ætluðum okkur að gera eitthvað sérstakt og skipuleggja þá reyndist iðkunin verða allt öðruvísi en fyrirhugað var. Best heppnast jóga þegar æfingarnar fá að streyma frá vitundinni um leið og þær fæðast í hugskoti manns og þannig hef ég það ævinlega. Slökunin er ein erfiðasta æfingin segir í jógavísindunum. Gott er að byrja tímana með hugleiðslu og enda með hugleiðslu og slökun. HEIMSLJÓS Þegar ég kynntist því unga og LÓTUSINN er hugleiðslu- stelling. Lótussetan reynist oft erfið okkur Vesturlanda- búum, sennilega er þaó vegna þess að við höfum mörg hver stirða grind. Lótussetan myndar traustan grunn, kyrrir hugann og hjálpar þar af leiðandi öðrum æfingum til framþróunar. skemmtilega fólki sem hefur byggt upp jógastöðina Heimsljós, minnti það mig á þegar við vomm að byrja okkar kennslu. Þarna er sami brenn- andi áhuginn og ánægjan rétt eins og þegar við vomm að hefja störf. Þau hafa tekið mér einstaklega vel og ég hef lært mikið af þeim. Það hefur verið skemmtilegt að kynnast starfinu í Heimsljósi og þar er ég nú öllum stundum mér til ánægju og uppbyggingar. Ég nýt þess að fara í jóga hjá öðmm og fer mikið í tíma til ungu kennaranna. Upphaflega fór ég í jóga eingöngu til þess að grenna mig en vissi ekki alveg út í hvað ég var að fara. Nú veit ég að þetta er eitt af því albesta sem hefur komið fyrir mig í lífinu. Ég hef þá trú að maður sé leiddur að hlutunum og að æðri máttur ráði förinni. Viðtal: Arnþór Ragnarsson. Kolbrún Sveinsdóttir bjó til prentunar. 10

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.