Heilsuvernd - 01.03.1993, Side 25

Heilsuvernd - 01.03.1993, Side 25
Vissir þú aðþegar menn brosa nota þeir 17 andlitsvöðva og ígrettu 43? eymanudd eða punktanudd sem Hekla mælir með að sé gert eftir æfingamar. Þegar klemmt er á ákveðnum stöðum á eyranum eykur það blóðrásina í andlitinu og hefur hvetjandi áhrif á vöðva í andliti og á hálsi. Eftir á er svo gott að setja andlitið í kalt vatns- bað. Síðan er andlitið nuddað með léttum strokum og svo slegið á ákveðna punkta til að örva blóðrás og starfsemi vöðva enn frekar. Hekla mælir með því að notað sé rakakrem frekar en fitukrem. Hún segir að margar konur auki notkun á fitukremum eftir þvi sem þær eldist en slíkt sé á misskilningi byggt. Of mikið af feitum kremum þyngir húðina og togar hana því niður. Það er miklu betra að auka notkun á rakakremi því að húðin þornar upp eftir því sem maður eldist og þarf því meira á raka en fitu að halda. Hekla segir að nauðsynlegt sé að stunda andlitsleikfimina af krafti ef maður vill að hún beri árangur. Hér áður fyrr hafi hún oft verið þreytt og þrútin í andliti en með andlitsæfingunum ásamt punktanuddi, vatnsbaði og léttum strokum hafi hún komið í veg fyrir allan þrota og tekist að láta sér líða ótrúlega vel. Með réttum kremum og góðum æfingum er hægt að halda andlitinu í föstu og góðu formi rétt eins og líkamanum og eins og af myndunum sést er Hekla sjálf lifandi dæmi um árangur andlitsæfinganna. Comigator Dilat Narú Ant. Dilatator Naris Post. Depressor Scpti Orbicularis Oris Buccinator Mencalis Quad. Labii Inf. Triangularis VÖÐVARNIR í ANDLITINU Æfingarnar mióa að því að styrkja vöðva sem liggja upp á við frá munni, t.d. vöóva sem ganga frá munni út aó eyrum, frá munni upp að gagnauga og frá munni upp að augum. Hálsæfingar eru, með aöstoö tungunnar, geróar á vöðvum sem ganga frá hálsbotni upp á kjálka. Til þess aó læra andlitsæfingarnar þarf aó ná sambandi við þessa vöðva, spenna þá rétt og halda spennunni. 25

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.