Heilsuvernd - 01.03.1993, Page 31

Heilsuvernd - 01.03.1993, Page 31
SÖFNUN JURTA Þegar jurtir eru tíndar er gott að hafa góðar myndir af þeim til að auðvelda greininguna því að stundum er erfitt að greina á milli líkra plantna. Ekki er rétt að tína svo mikið á sama stað að jurtinni verði útrýmt. Við tínsluna er langbest að setja jurtirnar í bastkörfu þar sem loftar um þær. Heima er gott að hengja jurtirnar upp eða dreifa þeim á eitthvert undirlag þar sem loft getur leikið vel um þær. Nauðsynlegt er að þurrka jurtirnar á hlýjum, dimmum stað eins fljótt og hægt er eftir tínsluna en þurrkunartími er misjafn, allt frá fjórum dögum upp í þrjár vikur. Jurtunum á að snúa reglulega meðan á þurrkun stendur. Ef þær eru óhreinar er best að þurrka af þeim með þurrum klút. Jurtirnar eru látnar í dökk, lokuð glerílát eða glerjuð leirílát um leið og þær eru orðnar þurrar. ílátin eru geymd á dimmum og köldum stað. BLÖNDUN FEGRUNARLYFJA Te og seyði er gott í hárskol, andlits- vatn, baðvatn og jafnvel augnskol svo eitthvað sé nefnt, en smyrsl er gott sem áburður. Olíur eru notaðar á svipaðan hátt og smyrsl en einnig er hægt að setja olíur í baðið. Te, seyði og smyrsl er handhægt og einfalt að búa til heima, eins og sést hér á eftir en nokkuð flóknara er að búa til jurtaolíu. Hreinar ilmolíur þarf að vinna með flókinni eimingu en þegar jurtaolíur eru unnar á jafneinfaldan hátt og hér er lýstolían ekki eins auðug af virkum efnum og sú sem er unnin með eimingu. Olíu má búa til úr öllum jurtum sem þykja góðar til útvortis notkunar. TE: Jurtirnar em settar í vel lokað ílát sem þolir mikinn hita. Best er að setja 1 - 2 teskeiðar af þurrkaðri jurt í einn bolla af vatni en ef jurtin er fersk þarf að þrefalda magn hennar. Sjóðandi vatni er hellt yfir. ílátinu er lokað og látið standa í 20 - 30 mínútur. Þá er blandan sigtuð gegnum grisju og jurtirnar undnar vel. Teið má geyma í kæliskáp en það geymist ekki lengur en þrjá daga í einu. Skammtar: Fyrir fullorðna 1 dl þrisvar á dag. SEYÐI: Það er notað á sama hátt og te en gert úr harðgerðum plöntuhlutum, svo sem rótum, berki og fræi. Jurtirnar eru settar í góðan pott og köldu vatni hellt yfir. Pottinum er lokað og suðan látin koma hægt upp. Látið sjóða í 15 - 20 mínútur. Þá er potturinn tekinn af hellunni og látinn standa lokaður í 10 mínútur. Blandan er sigtuð gegnum grisju og jurtirnar undnar. SMYRSL: Best er að blanda jurtum saman við hreina jurtaolíu, vaselín eða hreint rakakrem úr apóteki. Hér fylgir uppskrift að góðu smyrsli: 200 grömm af vaselíni eru brœdd viö lágan hita. 60 grömm afjurtum eru sett út í og suöan látin koma upp. Soöiö varlega í 10 -15 mínútur og hrœrt rólega í á meöan. Síað í gegnum bómullargrisju og allur safi pressaður úr jurtunum. Blöndunni er hellt i kmkku með góðu loki, blandan er kæld og smjörpappír settur ofan á smyrslið áður en kmkkunni er lokað. Þannig geymist smyrslið betur. Geymist í kæli. Til gamans fylgir hér gömul uppskrift að smyrsli úr lyfjagrasi: 90 grömm af smásöxuöum blööum eru soöin góöa stund í 120 grömmum af ósöltu smjöri og 60 grömmum af tólg. Síiö paö punnafrá og smyrjiö pví sem eftir er á útbrot, bólgur, sprungur eöa sár. JURTAOLÍA: Jurtir eru skornar niður og settar í glæra krukku. Möndlu-, ólífu- eða sólblómaolíu er hellt yfir þannig að olían sé helmingi meiri en jurtirnar. Kmkkunni er lokað og hún geymd á hlýjum stað, gjarnan í sól. Gott er að hræra daglega í krukkunni. Eftir 2-3 vikur er olían síuð frá og hratið pressað vel. Jurtaolían er geymd í dökkum flöskum á köldum stað. Gott er að nota ferskan haugarfa, brenninetlu og njóla í jurtaolíu gegn kláðaútbrotum en morgunfrú, sem er algeng garðplanta hér á landi, kamillu og vallhumal gegn útbrotum og bmnasámm. Gegn vörtum og lík- þomum má nota hófsóley og sóldögg. Uppskrift að jurtaolíu úr morgunfrú: Gott er að merja fersk blöð af morgunfrú, hella olíu, t.d. hreinni barnaolíu, yfir og láta standa í tvo sólarhringa í kulda. 31

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.