Heilsuvernd - 01.03.1993, Síða 49

Heilsuvernd - 01.03.1993, Síða 49
orkulínur eiga sér samsvarandi tíðnisvið í sálarfylgsnum okkar. Sú rás sem streymir eftir höfuð- áttunum tengir saman útverði landsins, þá náttúruvætti sem við þekkjum í skjaldarmerki íslands. í vestri Snæfellsjökul, í austri Hoffell við Fáskrúðsfjörð, í norðri Kaldbak og í suðri Mýrdalsjökul. Stærstu og ljósmestu orkubraut- irnar eru á milli orkustöðva jarðarinnar. Einnig eru mjög sterkar orkubrautir milli orku- stöðva í hverju landi. Það eru ekki bara sjö orkustöðvar á jörðinni því hvert land hefur einnig sjö orkustöðvar. Ljós hverrar orkustöðvar gegna á sinn hátt því hlutverki að tengja saman alla heima plánetunnar. Þetta hlutverk er tvíþætt. Annars vegar mynda ljósin sjö ólíka farvegi að þróunarbrautum fyrir allar vitundareindir sem byggja þessa jörð og hins vegar eru þau tengibrautir guðdómsins við sköpunina. Ein þessara orkustöðva er í Himalaya-fjallgarðinum, önnur i Wales, sú þriðja er í Arizona, fjórða er í Atlantshafinu í Bermúda-þríhymingnum, sú fimmta er í fjöllunum í Perú í Suður-Ameríku, sjötta í Kyrrahafinu vestur af Páskaeyjum og sú sjöunda er í Snæfellsjökli. DULARMÖGN SNÆFELLSJÖKULS Ljósorka jökulsins er ein sú sterkasta af þessum orkustöðvum. Snæfellsjökull er baðaður birtu, sem sést frá Reykjavík í um 120 - 140 km fjarlægð í beinni loftlínu. Þetta mikla ljós er sunnanvert í jöklinum, ljóskjarninn er rétt við jökulröndina og öll fjallshlíðin er böðuð þessu skínandi ljósi. Bjarminn eða ára ljóssins, sem lítur út eins og tindrandi bjart litaflóð, nær um það bil tvo kílómetra í allar áttir út frá ljóskjarnanum. Ljósið sést mjög vel frá Reykjavík eins og reyndar öllum stöðum þar sem jökullinn er í sjónmáli. Til að ná sambandi við ljósið er gott að tóna á jökulinn í huganum, grænan eða gulan tón (allir hljómar mynda ákveðin litbrigði sem sjást í fíngerðari lögum tilverunnar), og þá svarar hann ýmist í grængulum tóni eða marglitum samhljómi. Áhrifin eru bjartur upphafinn fögnuður, djúp lotning og sterkt samband við landið. Sú vitund sem býr á bak við ljós jökulsins er sá vættur sem lengst er kominn á þróunarleið álfa og manna Þannig er honum lýst hjá Árna Óla í bókinni Undir jökli: „Bárður var sonur Dumbs konungs, þess er Dumbs- haf er kennt við. Var Dumbur af risakyni í föðurætt og er það vænna fólk og stærra en aðrir menn en móðir hans var af tröllaættum og brá honum í það kyn líka. En kona hans var Mjöll dóttir Snæs konungs hins gamla af Kvenlandi. Var hún kvenna fríðust og svo hvít á hörundslit að sá snjór tók nafn af henni er hvítastur er og í logni fellur og mjöll er kallaður. Var Bárður furðu líkur móður sinni og þóttust menn engan karlmann fegri séð hafa ..." Sagan bregður upp ljósi yfir hugar- heim þeirra er bjuggu undir jökli í heiðni. Þótt viðbúið sé að þriggja alda kristni hafi á dögum sögu- ritarans dregið mjög úr dýrð Snæfellsássins og afbakað margt í sögnum um hann, þá var hann, lengi síðan, verndarvættur Snæfellsness og brást ekki þeim er hétu á hann til liðsinnis eða eins og Árni Óla segir í bók sinni: „Allir þursar voru við Bárð hræddir, en allir vinir hans kölluðu á hann, ef í nokkrum nauðum voru staddir." Hvort sem við köllum þessa vitund Bárð, eða eitthvað annað, ræð ég í táknmál sögunnar að hann sé meistari manna og álfa, álfakonungurinn. Gott er að kalla á hann okkur til hjálpar, eða stilla sig inn á náttúru landsins og finna einingu með þjóð og fósturjörð. Erla Stefánsdóttir. Hartmann Bragason bjó til prentunar. 49

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.