Heilsuvernd - 01.03.1993, Side 52

Heilsuvernd - 01.03.1993, Side 52
Forening Integrere Veterinær Medicin (F.I.V.). Félagið var stofnað árið 1985 af danska dýralækningaháskólanum í Kaupmannahöfn og geta allir áhugamenn um óhefðbundnar lækningar á dýrum gerst meðlimir í félaginu. Rikke veit ekki til þess að nokkur íslendingur sé í félaginu. NÁLARSTUNGUR FYRIR KÝR, HESTA OG PÁFAGAUKA Danska dýralæknafélagið sem Rikke er meðlimur í hefur staðið fyrir mörgum námskeiðum um nálar- stungur og hnykklækningar sem Rikke hefur getað notfært sér í sínu starfi. Til dæmis hefur hún notað nálarstunguaðferðina til þess að í starfi sínu fæst Rikke aðallega vió stóru dýrin en hún segir ekkert mæla á móti því að nálarstungu- aðferðin sé t.d. notuð á páfagauka og smærri dýr ef hinar hefðbundnu lækningar koma ekki að gagni. hjálpa kúm sem hafa átt erfitt með að bera. „í sumum tilfellum er leghálsinn ekki nógu opinn og þá er hægt að nota nálarstunguaðferð- ina til að það slakni betur á öllum vöðvum,“ sagði Rikke. „Á þennan hátt verður burðurinn ekki eins kvalafullur fyrir kýrnar.“ Einnig hefur nálarstunguaðferðin komið að góðum notum til lækninga á hrossum með slæmt bak eða heltu. „Svona lærir maður ekki að lækna í dýralæknaskólanum, nema það að hrossin eigi að standa og ekki reyna á sig. Nálarstunguaðferðin hefur hins vegar skilað góðum árangri í þessum efnum,“ sagði Rikke. Með hnykk- lækningum er síðan hægt að gera enn meira fyrir hrossið en þá aðferð segist hún ekki hafa kynnt sér nægilega vel. í starfi sínu fæst Rikke aðallega við stóru dýrin en hún segir ekkert mæla á móti því að nálarstunguaðferðin sé t.d. notuð á páfagauka og smærri dýr ef hinar hefðbundnu lækningar komi ekki að gagni. Rikke segir að ákveði dýralæknir að nota þessar óhefðbundnu aðferðir þá verði hann að fá leyfi hjá eigendum dýranna áður. „Margir eigendur eru mjög tortryggnir á þessar aðferðir og þá þarf að sannfæra þá um ágæti þeirra og árangur." GÓÐ REYNSLA AF HÓMÓPATALYFJUM Hómópatía eða smá- skammtalækningar byggist á þeirri kenningu að lækna megi sjúkdóma með lyfjum sem myndu valda svipuðum ein- kennum og sjúkdóm- arnir sjálfir væru þau gefin í stærri skömmtum. Hómópatalyf eru með öllu bönnuð á íslandi samkvæmt reglum frá Lyfjaeftirliti ríkisins. Rikke segist ekki skilja þá afstöðu: „Þetta eru furðulegar reglur miðað við hversu viðurkennd þessi lyf eru víða erlendis, t.d. í Bretlandi." Þess má geta að sala smáskammtalyfja er leyfð á öllum öðrum Norður- löndum og í mörgum löndum Evrópu. Einn af hirðlæknum Elísabetar Bretadrottningar notar t.d. hómó- patalyf. Rikke notaði hómópatalyf mikið er hún starfaði í Danmörku. Það var þá helst við sumarexemi en því veldur ákveðin fluga sem sækir í hestana á sumrin og bítur þá. Exemið, sem oft á tíðum brýst út í stórum, ljótum sárum, hvarf nánast alveg við notkun lyfjanna. Samkvæmt Rikke hefur orðið mikil aukning á notkun hómópatalyfja í Danmörku á sl. áaim. Þau eru t.d. mikið notuð á meðal danskra bænda sem sjá um að framleiða sérstaka mjólk er kallast hrein mjólk. „Þessir bændur bera ekkert á beitartúnin og gefa kúnum yfirleitt engin hefðbundin lyf. Mjólkin er því kölluð hrein mjólk. Ef þessar kýr veikjast eru aðeins notuð náttúru- leg lyf eða hómópatalyf en þau hafa engin áhrif á mjólkina," sagði Rikke. Mjólkin er seld í sérstökum verslunum og er dýrari en venjulega mjólkin. STUNDUM HÆGT AÐ NOTA BÁÐAR AÐFERÐIRNAR í EINU Þó svo að Rikke hafi mikla trú á óhefðbundnum lækningum þá notar hún þær samt ekki einar og sér. Ef hefðbundna aðferðin er góð og gild þá tekur hún hana fram yfir þá óhefðbundnu. Til dæmis myndi hún nota þá hefðbundnu aðferð að gefa hesti bara pensilín ef hann væri með graftarkýli því sú aðferð gefst vel. „Ég kæmist í vanda ef ég notaði óhefðbundna aðferð í einhverju sjúkdómstilfelli og dýrið dræpist kannski," sagði Rikke. „Maður verður að jafnaði að nota þær aðferðir sem kenndar voru í skólanum því þessar óhefðbundnu aðferðir eru ekki mjög viðurkenndar hér á landi.“ í vissum tilfellum notar Rikke báðar aðferð- irnar, t.d. við hrossasótt en henni fylgja kvalir í kviðarholi og þar hjálpar nálarstunguaðferðin við lækningu ásamt hinni hefðbundnu aðferð. „Margir eigendur eru tortryggnir á þessar aðferðir og þá þarf að sannfæra þá um ágæti þeirra og árangur.“ 52

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.