Feykir - 29.04.2020, Síða 5
Ungmennasamband Skagafjarðar 110 ára
Landsmótið 1971 ein mesta skrautfjöðrin í hatti UMSS
Á vef UMSS er fróðleg saman-
tekt um sambandið og fékk
Feykir góðfúslegt leyfi til að
birta lítillega breytt.
Ungmennasamband Skaga-
fjarðar var stofnað 17. apríl
1910 en bráðabirgðastjórn
hafði setið frá 20. febrúar sama
ár, en boðað var til stofnfundar
17. apríl. Stofnfélög voru Ung-
mennafélagið Æskan Staðar-
hreppi, Ungmennafélagið
Framför Lýtingsstaðahreppi og
Ungmennafélagið Fram Seylu-
hreppi. Fyrsta stjórn sam-
bandsins var skipuð Brynleifi
Tobíassyni, formanni, Árna J.
Hafstað, ritara og Jóni
Sigurðssyni, gjaldkera.
Þegar líða tók á öldina
fjölgaði aðildarfélögunum og
starfsemin efldist á allan hátt.
Þessi félög gengu í sambandið
fyrstu 50 árin:
Ungmennafélagið Hegri
Rípurhreppi 1917
Ungmennafélagið Höfðstrend-
ingur Hofsósi 1917
Ungmennafélagið Tindastóll
1924
Ungmennafélagið Glóðafeykir
Akrahreppi 1952
Ungmennafélagið Geisli
Óslandshlíð1947
Ungmennafélagið Framsókn
Viðvíkursveit 1914-20
Ungmennafélagið Von í Stíflu
1933
Ungmennafélag Holtshrepps
1947
Ungmennafélagið Hjalti Hjaltadal
1932
Ungmennafélag Hagnesshrepps
1947
Ungmennafélagið Bjarmi
Goðdalasókn 1924-36
Ungmennafélagið Grettir 1956
Starfsemi sambandsins var að
vonum ekki sérlega fjölbreytt
fyrstu árin. Þó má nefna að það
stóð fyrir Sumarmótum svo-
kölluðum. Þar voru flutt erindi
og tekið þátt í kappreiðum.
Eins stóð sambandið fyrir
fræðslu og fór á milli aðildar-
félaga með ýmis erindi. Auk
þess stóð sambandið að því að
auka áhuga almennings á
íþróttum. Sund var snemma á
dagskrá og lagði UMSS fjár-
magn til að endurgera Steins-
staðasundlaug og fór þar aðal-
sundkennsla fram um nokkurt
árabil. Þetta var fyrsta stein-
steypta sundlaugin í Skagafirði.
Seinna var svo gerð laug í
Varmahlíð.
Mótahald varð seinna mikið
og öflugt, héraðsmótin á 17.
júní þóttu stórhátíðir, haldið
var úti sér knattspyrnuliði um
tíma og settar upp leiksýningar
svo eitthvað sé upp talið.
Héraðsþjálfarar í frjálsum og
knattspyrnu voru fastir liðir svo
árum skipti og þjálfuðu þeir vítt
og breytt um héraðið. Héraðs-
þjálfarafyrirkomulagið var sér
kapítuli útaf fyrir sig og fengu
þá krakkar í sveitum sem
þéttbýli að spreyta sig í frjálsum
og knattspyrnu. Voru æfingar
víða, við Ketilás í Fljótum,
Hofsósi, Efra-Ási í Hjaltadal, á
Vallarbökkum, á Steinsstöðum,
Varmahlíð og Sauðárkróki svo
einhverjir staðir séu nefndir.
Eins var spilaður handbolti um
tíma bæði á Sauðárkróki og
Hofsósi. Margir mjög færir og
góðir þjálfarar voru við störf
þessi sumur þegar þetta fyrir-
komulag var við lýði. Lagðist
það af á níunda áratugnum.
Ekki er ofsögum sagt þó eitt
nafn sé tengt UMSS öðru
fremur hér í héraði en það er
Guðjón Ingimundarson sem
var einn af ötulustu braut-
ryðjendum í skagfirsku
íþróttalífi svo áratugum skipti.
Guðjón sat í stjórn Ungmenna-
sambands Skagafjarðar í 31 ár,
þar af 29 ár (1944-1973) sem
formaður. Eins sat Guðjón í
stjórn Ungmennafélags Íslands
Ungmennasamband Skagafjarðar fagnaði 110 ára afmæli á
dögunum en félagið var stofnað þann 17. apríl árið 1910. Stefnt
var á að halda ársþing sambandsins þann 7. apríl síðastliðinn en
af því gat ekki orðið vegna samkomubanns af völdum COVID-19
faraldursins. „Þetta eru skrýtnir tímar,“ segir Klara Helgadóttir,
formaður UMSS í viðtali á vef UMFÍ. „Við ætluðum að hafa
veglegt ársþing í apríl, bjóða upp á þriggja rétta veislu með
ljúffengu kjöti úr Skagafirði fyrir hátt í 90 manns, þingfulltrúa,
gesti og fleiri. Þetta átti að vera stórt þing, það hundraðasta að
viðbættu afmælinu. En ætli við gerum nokkuð fyrr en í haust.
um tíma og var þar vara-
formaður.
Með þeim albestu
á landinu
Landsmótið 1971 er ein mesta
skrautfjöðrin í hatti UMSS.
Það tókst með miklum ágætum
og mættu 8–10 þúsund manns
á mótið. Keppendur voru
tæplega 500 og kepptu í sjö
mismunandi greinum. Skag-
firðingar stóðu sig vel og sendu
keppendur í flestallar greinar
og náðu 5. sæti í stigakeppni
mótsins. Fyrir mótið 1971 var
gert stórátak í uppbyggingu
keppnisaðstöðu á Sauðárkróki
og grasvöllurinn var tekinn í
notkun fyrir mótið. Sá völlur
var notaður sem aðalvöllur til
ársins 2004 þegar núverandi
aðstaða var tekin í notkun.
Körfubolti og handbolti voru
spilaðir utandyra á mótinu og
byggður bráðabirgða körfu-
boltavöllur. Keppendur og
áhorfendur héldu til á tjald-
svæðinu á Nöfum sem notað
hefur verið á stórmótum síðar
með góðum árangri.
Frjálsíþróttalíf á vegum og
undir merkjum UMSS hefur
lengi verið öflugt. Á tíunda
áratug síðustu aldar efldist það
sem aldrei fyrr með veru Gísla
Sigurðssonar sem yfirþjálfara og
prímusmótors í starfinu til
margra ára. Hingað löðuðust
líka gríðarlega góðir íþrótta-
menn og konur sem skipuðu sér
sess á alþjóðavísu. Má þar nefna
Jón Arnar Magnússon og seinna
Sunnu Gestsdóttur. Starfið
heima fyrir varð líka gríðarlega
öflugt og smitaði árangur hinna
bestu út frá sér. Lið UMSS varð
líka á þessum árum með þeim
albestu á landinu og í Bikar-
keppni Frjálsíþróttasambands-
ins náði liðið best í 2. sæti.
Árið 2004 líður skagfirskri
íþróttahreyfingu sennilega
seint úr minni. Það ár voru
haldin tvö landsmót á Sauðár-
króki með þriggja vikna milli-
bili. Fyrst var stóra landsmótið í
annarri viku júlímánaðar og
svo unglingalandsmótið um
verslunarmannahelgina. Bæði
mótin tókust með eindæmum
vel og voru Skagfirðingum til
mikils sóma. Byggður hafði
verið nýr íþróttavöllur sumarið
áður og var hann tilbúinn til
notkunar á mótinu.
Fjórða landsmótið sem
haldið hefur verið í Skagafirði
var svo um verslunarmanna-
helgina 2009. Þá kom sér vel að
frjálsíþróttavöllurinn var ekki
nema fimm ára gamall og
þurfti því að ráðast í sáralitlar
framkvæmdir til að gera mótið
að veruleika og virkilega góðu
móti. Eins og hin mótin tókst
þetta mót með glæsibrag,
keppendur um 1500 og gestir
um 10 þúsund. Enn á ný
sannaði íþróttasvæðið og að-
staðan sig og að Skagfirðingar
kunna að standa að stór-
mótahaldi. Fimmta landsmótið
var svo haldið um verslunar-
mannahelgina 2014.
Árið 2018 var Landsmótið
haldið á Sauðárkróki dagana
12.–15. júlí. En þá var haldið í
fyrsta sinn sameiginlegt Lands-
mót UMFÍ og 50+ mót UMFÍ.
Inni í því móti var einnig hald-
ið Meistaramót Íslands í
frjálsum íþróttum dagana 14.-
15. júní á Sauðárkróksvelli.
Starfsemi UMSS í dag er
öflug og er það samstíga öflugu
íþróttastarfi innan héraðsins
sem sýnir sig í þeirri áræðni að
takast á við að halda tvö
landsmót á sama árinu.
Hefðbundin starfsemi er nokk-
urt mótahald ár hvert í frjáls-
um, sundi og hestaíþróttum.
Eins er hluti af starfsemi
sambandsins að halda uppi
samskiptum við UMFÍ og ÍSÍ.
Í dag eru tíu aðildarfélög
innan UMSS, þrjú ungmenna-
félög Hjalti, Neisti og Tinda-
stóll, Ungmenna- og íþrótta-
félagið Smári, Hestamannafél-
agið Skagfirðingur, Íþrótta-
félagið Gróska, Golfklúbbur
Sauðárkróks, Bílaklúbbur
Skagafjarðar, Vélhjólaklúbbur
Skagafjarðar og Siglinga-
klúbburinn Drangey. En hinum
almennu ungmennafélögum
hefur fækkað mikið síðustu 20
árin og önnur félög komið í
staðinn.
Í stjórn UMSS sitja Klara
Helgadóttir formaður, Gunnar
Þór Gestsson varaformaður,
Sigríður Fjóla Viktorsdóttir
gjaldkeri, Þorvaldur Gröndal
ritari og Sigmundur Jóhannes-
son meðstjórnandi.
UMSJÓN
Páll Friðriksson
Þátttakendur frá UMSS á Unglingalandsmóti UMFÍ.
MYND: UMFÍ
17/2020 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F