Feykir - 29.04.2020, Síða 8
Óskar Sigurfinnsson í Meðalheimi
Vísnasafn gefið út á hljóðdiskum
Óskar er fæddur á Kornsá í
Vatnsdal 29. ágúst 1931, en flyst
barnungur með foreldrum
sínum að Hurðabaki á Ásum. Á
sjöunda aldursári gerist hann
vikadrengur hjá Júlíusi Frí-
mannssyni bónda í Meðal-
heimi. Eftir að Júlíus hætti
búskap var Óskar vinnumaður
hjá Helga Sveinbjörnssyni og
Helgu Lárusdóttur sem bjuggu
í Meðalheimi og síðan nokkur
ár vinnumaður á Torfalæk.
Árið 1958 kaupir Óskar Meðal-
heim ásamt Birni bróður
sínum, kaupir svo af Birni 1964
og hefur búið þar ásamt eigin-
konu sinni, Guðnýju Þórarins-
dóttur, langt til þessa dags.
Óskar byrjaði snemma að
gera vísur, en lét lítið yfir þeim
hæfileika lengi framan af ævi,
en brátt fengu vísur hans fætur
og flug svo engum vörnum var
þar viðkomið. Ógjörningur er
að hafa tölu á þeim samkomum
sem Óskar hefur setið sem
hagyrðingur, enda var sérstaða
hans strax þekkt fyrir sakir
óvanalegrar kímni og fádæma
hæfileika til að sjá skoplega fleti
á viðfangsefninu.
Fyrir atbeina fjölskyldunnar
í Meðalheimi var ákveðið að
reyna að ná saman sem mestu
af kveðskap hans, en líkt og
margir hagyrðingar, þá hefur
Óskari ekki verið sérlega tamt
að halda utan um efni sitt. En
með vilja og vinnu fjölmargra
þeirra sem best þekkja til
Óskars, þá lánaðist að ná saman
lunganum af kveðskap hans.
Efninu var svo safnað og það
skráð á tölvutækt form af Árna
Geirhirti Jónssyni frá Fremsta-
felli.
Fyrir skömmu var sagt frá því í Bændablaðinu að fjölskyldan í
Meðalheimi á Ásum í Austur Húnavatnssýslu hafi látið taka
saman þó nokkuð af kveðskap Óskars Sigurfinnssonar, bónda
í Meðalheimi og það skráð á tölvutækt form af Árna Geirhirti
Jónssyni frá Fremstafelli. Feykir hafði samband við fjöl-
skylduna í Meðalheimi og forvitnaðist örlítið um Óskar.
Efnið var síðan lesið inn á tvo
hljóðdiska og þeir fjölfaldaðir
og fyrirkomið í vönduðu diska-
umslagi.
Ógjörningur er að gera upp
á milli andlegra afkvæma
Óskars, en þessar alkunnu
vísur hans sem hér fylgja hljóta
að gefa góða innsýn í yfirburða
hæfni hans til vísnagerðar.
Í gestabók skálans á Hvera-
völlum orti Óskar þessa þekktu
hringhendu á árinu 1959.
Hérna fyrst um fjallaveg
fékk ég lyst að una,
þótti vistin þægileg,
-þökk fyrir gistinguna.
Óskar kynnti sig á hagyrðinga-
samkomu í Húnabúð með
þessari vísu:
UMSJÓN
Páll Friðriksson
Hægt er að nálgast hljóðdisk Óskars hjá fjölskyldunni í Meðalheimi.
Lítinn hef ég ljóðaforðann,
líka á þessum stað.
Ég heiti Óskar, og er að norðan,
-ekki meir um það.
Og við annað tækifæri kynnti
hann sig þannig:
Ennþá læt ég á mér níðast
inni á þessum stað.
Ég heiti Óskar eins og síðast;
-ekki meira um það.
Þriðja kynningarvísa Óskars
var þessi:
Enn ég svara ef einhver spyr,
ýmsu þó ég gleymi,
ég er ennþá eins og fyr
Óskar í Meðalheimi.
Nokkurt upplag af útgáfunni er
til afgreiðslu hjá fjölskyldunni í
Meðalheimi.
Áhugasamir geta haft samband
í síma 452 4263, Guðný, eða í
síma 895 6866, Júlíus. Enn-
fremur er hægt að hafa sam-
band á netfangið:
medalheimur@emax.is
Sauðárkrókur
Nýtt hús Byggða-
stofnunar að verða klárt
Það er allt á fullu við nýbygg-
ingu Byggðastofnunar á
Sauðárkróki en það er Friðrik
Jónsson ehf. sem vinnur verkið.
Því á að vera að fullu lokið þann
1. maí nk. og eftir því sem Feykir
kemst næst þá er ekkert því til
fyrirstöðu að svo verði.
Síðustu daga hefur verið unnið
við lóð hússins og lauk mal-
bikun sl. föstudag en verið er að
leggja síðustu hönd á húsið að
innan og vart þverfótað fyrir
Tengilsmönnum með sín raf-
magnstól þegar blaðamaður
Feykis fékk að kíkja inn í húsið
í lok síðustu viku.
Húsið er 998 fermetrar, á
tveimur hæðum og kjallari
undir hluta hússins. Í nóvember
2018 hófust framkvæmdir við
grunn en það voru Vinnuvél-
ar Símonar Skarphéðinssonar
sem sáu um jarðvinnu. Fram-
kvæmdir við byggingu hússins
hófust fyrri hluta árs 2019. /ÓAB
Hús Byggðastofnunar verður sannkölluð bæjarprýði. MYNDIR: ÓAB
8 17/2020