Feykir - 29.04.2020, Side 10
FRÓÐLEIKUR FRÁ BYGGÐSAFNI SKAGFIRÐINGA
Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar
Hyggileg húsgögn
Hönnuðir verslunarrisans Ikea hafa
löngum þótt snillingar í alls kyns
lausnum þegar innbú eru annars
vegar. Húsgögnin eru sum hver
hugvitssamlega hönnuð og mörg
þykja þægileg í notkun, einkum þar
sem rými er takmarkað. Einstaka
húsgagn kemur safnafólki kunnuglega
fyrir sjónir og við þykjumst vita
að innblástur hönnunarinnar eigi í
sumum tilfellum rætur að rekja aftur
til fortíðar, nánar tiltekið tilveru í
þröngu rými torfbæjanna og smáum
timburhúsum sem á eftir komu.
Torfhús lutu öðrum lögmálum en
hús í dag og íbúar þeirra þurftu þ.a.l. að
taka tillit til annarra þátta en við gerum
í nútímanum. Heimilin voru jafnan
frek-ar lítil m.a. til að halda hita því
engin var kyndingin þar til kola- og
olíumaskínur hófu innreið sína. Á
mörgum heimilum var margt um
manninn og þá skipti máli að nota
plássið vel. Byggðasafn Skagfirðinga á í
fórum sínum ýmis húsgögn sem voru
einmitt hönnuð með rýmisnýtingu að
leiðarljósi. Það eru t.a.m. húsgögn sem
hægt er að draga sundur og saman eftir
notkun og tíma dags. Rúm sem hægt
var að stækka fyrir nóttina og minnka,
þegar fólk fór á stjá, var þægileg leið til
að nýta plássið í litlum stofum.
Ákveðinn kostur var að geta notað
hluti á fleiri en eina vegu. Í því samhengi
má nefna rúmfjalir sem gegndu í grund-
vallaratriðum tveimur hlutverkum. Á
nóttunni var þeim stungið meðfram
rúmbríkinni til að halda rúmfötunum á
sínum stað. Á vökutíma sat fólk oft á
rúminu við vinnu sína og voru
rúmfjalirnar þá stundum notaðar sem
borð. Merki um það má oft sjá á bakhlið
rúmfjala, sem margar hverjar eru
skrámaðar og skornar eins og þær hafi
verið notaðar sem vinnuborð. Framhlið
þeirra er oft fagurlega útskorin með
jurtamynstri, fléttum, höfðaletri og alls
kyns flúri.
Við hvetjum lesendur til að senda
okkur myndir af húsgögnum sem þið
eigið í ykkar fórum, og eru fjölnota (þ.e.
geta sinnt fleiri en einu hlutverki) eða
með sniðugum útfærslum.
Rúm (BSk 1995:87) frá Merkigili. Rúmið er hægt
að draga í sundur og saman eftir hentugleikum,
þegar það er fellt saman er það um 70 cm á breidd,
en um 120 cm á breidd þegar það er sundurdregið.
Svona rúm voru algeng á millistríðsárunum. Rúmið
var í eigu Elínar Finnbogadóttur og Jóhannesar
Bjarnasonar, tengdaforeldra Moniku Helgadóttur á
Merkigili.
MYNDIR: BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA
Felliborð. Þegar vængurinn er felldur niður fer
ekki mikið fyrir þessu húsgagni, en þegar hann er
spenntur upp verður til ágætt borð.
Lengjanlegt rúm frá Völlum. Stækkanleg rúm
voru mismunandi að hönnun. Sum voru stækkuð
á þverveginn, þetta rúm var stækkað á langveginn.
Rúmfjöl (BSk 54) frá Heiði í Gönguskörðum. Á nóttunni voru rúmfjalir notaðar til að halda rúmfötunum á
sínum stað. Á vökutíma voru þær stundum notaðar sem borð.
Rúmskápur (BSk 2005:67). Við fyrstu sýn virðist
húsgagnið vera venjulegur skápur, en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að sé losað um klinku á
skápnum og „skrautlistar“ togaðir fram þá leggst
framhliðin niður og úr verður rúm en skáphlutinn
sem eftir stendur er eins konar höfuðgafl sem
klæddur er að innan með appelsínugulum líndúk.
Mjög hentugt húsgagn þar sem þrengsli eru mikil.
Rúmskápinn smíðaði Guðjón Gunnlaugsson (1862-
1945) í Vatnskoti.
Steypustöð Skagafjarðar leggur Sauðárkrókslínu 2
Útdráttur jarðstrengs
hafinn í Skagafirði
Nú á laugardaginn hóf
Steypustöð Skagafjarðar
útdrátt á 66kV jarðstreng
sem verið er að setja í jörð á
milli Sauðárkróks og Varma-
hlíðar. Strengurinn, sem
Landsnet lætur leggja, mun
auka afhendingaröryggi
rafmagns á svæðinu en um
nokkurt skeið hefur verið
óánægja á Sauðárkróki vegna
tíðra rafmagnsbilana.
Nú síðustu vikur hafa starfs-
menn Steypustöðvarinnar á
Króknum verið á fullu við
skurðgröft og annan tilfallandi
undirbúning fyrir lagningu
strengsins en að jafnaði vinna
15–20 manns við þetta verk.
Jarðstrengurinn verður um 23
kílómetra langur og er ekki
reiknað með neinum meiri-
háttar hindrunum í lagningu
hans. Verklok eru áætluð í lok
júní 2021.
Í samtali Feykis við syst-
kinin Ástu og Ásmund Pálma-
börn hjá Steypustöð Skaga-
fjarðar kom fram að þetta verk
sé af svipaðri stærðargráðu og
Steypustöðin hefur verið að
vinna undanfarin ár fyrir
Landsnet annars staðar á
landinu.
Er nóg að gera hjá Steypu-
stöð Skagafjarðar? „Verkefna-
staðan í ár er góð og höfum við
bætt við okkur starfsmönnum í
tengslum við lagningu Sauðár-
krókslínu 2. Þetta er stærsta
einstaka verkefnið í ár en
einnig er verið að vinna við
önnur verkefni í plægingu
Starfsmenn Steypustöðvar Skagafjarðar við störf. Fleiri myndir er að finna á Feykir.is. MYNDIR: ÓAB
rafstrengja og ljósleiðara. Svo
vonumst við til að steypusala
verði með hefðbundnum hætti
í sumar.,“ segja Ásta og Ási.
Feykir sagði frá því síðla árs
2017 að eina tenging Sauðár-
króks við flutningskerfi Lands-
nets væri 66 kV loftlína frá
Varmahlíð sem orðin er rúm-
lega 40 ára gömul og mun
tilkoma jarðstrengsins auka
orkuöryggi og meira en tvö-
falda flutningsgetu að svæð-
inu. /ÓAB
10 17/2020