Feykir - 29.04.2020, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Barð
Sudoku
FEYKIFÍN AFÞREYING
Krossgáta
Feykir spyr...
Hvaða lykt/ilm
tengir þú helst
við vorið?
Spurt á Facebook
UMSJÓN : frida@feykir.is
„Ja, þegar stórt er spurt.
Ætli það sé ekki ilmurinn
þegar bændur fara að tæma
haughúsin, I LOVE IT!“
Árni Gísli Brynleifsson
Finna skal út eitt orð úr
línunum fjórum.
Ótrúlegt - en kannski satt...
Nú er sá tími kominn að skordýrin, hvert af öðru, vakna af
vetrardvala sínum. Þau eru afar mikilvæg í náttúrunni og
nauðsynleg í ýmsum ferlum, s.s. niðurbroti lífrænna efna og
frævun blóma, eins og segir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Þá eru þau lífsnauðsynleg fæða fyrir aragrúa dýra og jafnvel
plöntur. Ótrúlegt, en kannski satt, þá étur meðalmanneskjan,
óafvitandi, um 350 grömm af skordýrum á hverju ári.
Tilvitnun vikunnar
Ef það væru glerveggir í sláturhúsum
þá væru allir grænmetisætur. – Paul McCartney
„Lyktin af nýslegnu
grasi.“
Inga Maja Reynis
„Einu sinni var það
sinubruna lykt, en nú
má maður ekkert og þá
breyttist það í skítalykt. Þeir
sjá um það bændurnir hér í
kringum mig.“
Þuríður Kristjana
Þorbergsdóttir
„Lyktin af nýju grasi og
mold.“
Lilja Gunnlaugsdóttir
Einfalt og bragðgott
Skagfirðingarnir Hallgrímur Ingi Jónsson og Guðrún Björg Egils-
dóttir eru matgæðingar vikunnar. Þau búa á Sauðárkróki þar sem
Hallgrímur starfar hjá verkfræðistofunni Stoð ehf. sem byggingar-
tæknifræðingur. Guðrún vinnur þessa dagana að því að skrifa MS
ritgerðina sína í búvísindum frá Hvanneyri en er oftast með
annan fótinn í sveitinni á Daufá og hinn á Hótel Varmahlíð.
„Eldamennskan okkar einkennist talsvert af þægindum og
fljótheitum þar sem við sláumst ekki um að fá að elda. Við ætlum
því að bjóða upp á þrjár algengar málamiðlanir sem hver sem er
getur klórað sig fram úr.“
AÐALRÉTTUR
Kjúklingasalat
í öllum regnbogans litum
(fyrir fjóra)
Ótrúlega ferskt og gott kjúklinga-
salat sem í þokkabót tekur engan
tíma að græja. Réttinn fundum
við á vefnum Gulur, rauður,
grænn og salt en hefur hann þó
aðeins mótast frá því við prófuð-
um hann fyrst.
4 kjúklingabringur
kjúklingakrydd
BBQ honey mustard sósa
1 askja kirsuberjatómatar
½ agúrka
1 askja jarðarber
½ rauðlaukur
1 mangó og/eða 1 avocadó
bláber
tortilla flögur (Santa Maria
Tortilla flögur með salti
passa best)
Aðferð: Skerið kjúklingabring-
urnar í litla munnbita og steikið á
pönnu. Kryddið með kjúklinga-
kryddi og þegar kjötið hefur
„lokast” er BBQ sósunni hellt út á
pönnuna og kjúklingurinn látinn
malla í henni þar til hann er
eldaður í gegn. Skerið grænmetið í
hæfilega bita og skellið í skál.
Kjúklingnum er svo blandað
saman við og tortilla flögur muldar
yfir. Mælum með að bera „salatið“
fram með hvítlauksbrauði.
EFTIRRÉTTUR
Einfaldasta
súkkulaðikakan
Uppskriftin kemur úr bókinni
Næring og Nautnir sem Kvenfélag
Akrahrepps gaf út árið 2009 og er
í boði í öllum afmælum, fjöl-
skylduhittingum og öðrum veisl-
um sem haldnar eru á Daufá.
Sérstaklega vinsæl, einstaklega
einföld og eina súkkulaðikakan
sem Grímur fæst til að borða!
4 egg
2 dl sykur
1 dl hveiti
200 g smjör
200 g suðusúkkulaði
Aðferð: Egg og sykur þeytt vel
saman. Hveitinu blandað varlega
saman við sykurinn og eggin.
Smjör og súkkulaði er brætt við
vægan hita (í potti) og síðar
blandað saman við egg, sykur og
hveiti. Bakað í eldföstu móti,
miðlungsstóru við 170°C í 30
mínútur.
Krem:
1 poki af Góu-karamellukúlum
¾ dl rjómi
Aðferð: Þetta er brætt saman í
potti og hellt yfir kökuna þegar
hún hefur kólnað smá. Má skreyta
hana með jarðarberjum ef fólk
vill. Best með ís og/eða rjóma.
BRAUÐRÉTTUR
Heitur réttur
(ostaofnréttur)
Þessi heiti réttur er einnig alltaf í
boði í veislum á Daufá, hann er
alltaf jafn góður. Oftast er hann
borinn fram í kaffinu en hann má
líka borða sem kvöldmat eftir
góða veislu!
250 g beikonostur
1 msk. majones
Aromat
salt (Herbamare)
hvítur pipar
½ dós ananaskurl (öll dósin)
1 bréf skinka
1 paprika rauð
⅓ blaðlaukur
8 sneiðar brauð
ostur
Season all (u.þ.b. 1 msk.)
Aðferð: Blandið beikonostinum
og majonesinu saman, hrærið vel
og kryddið eftir smekk með
Aromati, salti og pipar (þarf ekki
mikið). Skellið ananaskurlinu
með öllum safanum saman við og
blandið saman. Skerið niður
skinku, papriku og blaðlauk í
hæfilega litla bita. Fjarlægið
skorpuna af brauðinu, skerið það
niður í teninga og blandið öllu
saman. Mikilvægt að hræra þessu
öll vel saman til að ekki séu
„þurrir“ brauðblettir í réttinum.
Sett í eldfast mót, osti dreift yfir og
Season All sáldrað yfir. Bakað í 30
mínútur við 170°C.
Verði ykkur að góðu!
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR) frida@feykir.is
Hallgrímur Ingi og Guðrún Björg á Sauðárkróki matreiða
Hallgrímur Ingi og Guðrún Björg. MYND ÚR EINKASAFNI
17/2020 11
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Höfuðfati á ég er.
Illt er að verða fyrir mér.
Skepnum hröktum skjól ég bjó.
Skoðaðu besta fisk úr sjó.