Feykir - 19.08.2020, Blaðsíða 6
Saknar íslenska
viðhorfsins „þetta reddast“
Nú seilist Feykir yfir til
Svíþjóðar og bankar upp á hjá
Heru Birgisdóttir lækni sem
býr um þessar mundir í
Sävedalen sem er hverfi í
bænum Partille sem telur um
38 þúsund íbúa. Partille er í
næsta nágrenni við
Gautaborg sem er stærsta
borgin á vesturströnd
Svíaríkis, í Vestur-Gautlandi,
og er næststærsta borg
Svíþjóðar með um 600
þúsund íbúa. „Við erum ca. 10
mínútur að keyra í miðbæ
Gautaborgar,“ segir Hera.
Hún hefur starfað sem læknir
bæði á Sauðárkróki og á
Akureyri en er nú á fjórða ári í
sérnámi í heimilislækningum.
Hún er gift knattspyrnuþjálf-
aranum Halldóri Jóni Sigurðs-
syni (Donna) og þau eiga þrjú
börn; Hrafnhildi Köru 10 ára,
Hilmar Rafn 5 ára og Heiðu
Lovísu 3 ára. Foreldrar Heru er
Króksararnir Birgir Rafn
Rafnsson og Hrafnhildur
Pétursdóttir.
Hvenær og hvernig kom það til
að þið fóruð til Svíþjóðar? Ég
hafði alltaf hugsað mér að
flytja erlendis tímabundið til
að taka hluta af sérnáminu þar
og snemma var Svíþjóð
ofarlega á lista. Donni var líka
spenntur að prófa að þjálfa
erlendis. Svo fannst okkur
þetta kjörið tækifæri fyrir
börnin og okkur fjölskylduna
að upplifa eitthvað nýtt og læra
nýtt tungumál. Við fórum í
heimsókn í ágúst í fyrra og góð
vinkona mín bauð mér að vera
Donni, Hilmar Rafn, Hrafnhildur Kara, Heiða Lovísa og Hera í sænsku sumri. AÐSENDAR MYNDIR
( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is
Hera Birgisdóttir | Króksari í sérnámi í heimilislækningum í Svíþjóð
Hversu lengi ertu í kjör-
búðina frá heimili þínu?
12 mínútur gangandi og 3
mínútur keyrandi.
Hvað færðu þér í staðinn
fyrir eina með öllu?
McDonalds.
Hvað kostar mjólkurlítr-
inn? 11 sænskar krónur.
Hver er skrítnasti mat-
urinn? Verð að segja
hátíðarmatur Svía, síld og
með því.
Hvert ferðu til að gera
vel við þig? Spa (Gothia
Towers).
5 á 15
sekúndum
með sér í vinnunni hálfan dag
og ég hitti yfirmanninn og fékk
síðan í framhaldinu vinnu þar.
Ég vinn á heilsugæslustöð sem
heitir Capio Sävedalen og
Donni þjálfar U17 ára stráka
hjá Örgryte og er að byrja að
þjálfa fótbolta í framhaldsskóla
sem heitir Katrinelund.
Hvernig myndir þú lýsa
venjulegum degi hjá þér? Þar
sem ég er svo heppin að búa
nálægt vinnunni minni þá get
ég áfram notast við skagfirska
tímaskynið og vakna 7:20. Ég
mæti svo í vinnuna kl. 8.
Hádegishléð er 30 mínútur og
hér koma allir með nesti í
vinnuna, hádegismaturinn er
ekki greiddur svo vinnudag-
urinn er lengri, oftast frá
klukkan 8–17. Hér er ég í 80%
vinnu og er því stundum búin
kl. 14 eða 15. Donni þjálfar
seinnipartinn og ég elda
kvöldmat. Síðan er börnunum
komið í háttinn og næsti dagur
undirbúinn.
Hver er hápunktur dagsins?
Þessa dagana að klára vinnu-
daginn, enda dagarnir enn
frekar þungir á nýju tungumáli
og í nýju heilbrigðiskerfi.
Hvað er best við að búa í þínu
nýja landi? Klárlega veðrið. Svo
er ódýrara að búa hér, barna-
bætur fyrir alla (við fáum 4500
sænskar krónur á mánuði með
þremur börnum), leikskólar og
skólar eru ódýrari. Húsnæðis-
lán hagstæð. Fyrir okkur fjöl-
skylduna hefur það að flytja
hingað gefið okkur meiri tíma
saman þar sem við vinnum
minna en við gerðum heima.
Hvað gerir þú helst í frí-
stundum? Við erum dugleg að Donni (efst til vinstri) ásamt strákunum sem hann þjálfar í Gautaborg.
6 31/2020