Feykir


Feykir - 02.09.2020, Qupperneq 7

Feykir - 02.09.2020, Qupperneq 7
alvarlegt, meira um að fólk gleymi sér. Þetta er auðvitað þannig ástand að hver og einn þarf að taka ábyrgð á sjálfum sér, við þurfum líka að hugsa um velferð okkar starfsfólks sem stendur vaktina og viljum síður að það þurfi að standa í því að siða kúnnana til.“ Það þarf að lokka sem flesta á Krókinn Hvernig ferðamenn hafa heim- sótt Bakaríið í sumar og hver finnst þér munurinn á íslensk- um og erlendum túristum? „Eins og flest okkar vita þá hefur ferðamannastraumur á Sauðárkróki verið heldur minni en á mörgum svæðum landsins. Nú í sumar hefur straumur ferðamanna verið mun meiri en áður, Íslendingar hafa verið sérstaklega duglegir að ferðast innanlands og ekki hægt að segja annað en að þeir hafi verið mjög duglegir að koma við í bakaríinu. Almennt séð þá finnum við ekki mikinn mun á erlendum ferðamönnum og Íslendingum. Við höfum hins vegar séð að Íslendingarnir versla aðeins öðruvísi, þeir versla meira magn í hvert skipti, erlendu ferðamennirnir eru meira í að smakka og prufa eitt og eitt stykki.“ Telur þú að tilkoma 1238 hafi haft jákvæð áhrif á heimsóknir ferðafólks á Krókinn? „Ef við miðum við sumarið í sumar þá held ég að það sé alveg klárt. Það verður líka spennandi að skoða þetta betur þegar „ástandið“ verður aftur „eðlilegt“. Þá held ég að við förum að sjá raunhæfari mynd og vonandi verður um aukningu að ræða. Það er alveg ljóst að það var og er full þörf á því að leita leiða til þess að lokka sem flesta á Sauðárkrók, við vitum að það eru mjög margir sem heimsækja Skagafjörð en hafa ekki verið að skila sér til okkar á Krókinn.“ Af hverju er bakarameistarinn stoltastur eftir 15 ár sem eigandi? „Sem eigandi að bakaríinu þá er ég stoltastur af því að geta skapað þau störf sem raun ber vitni. Ég er stoltur af því fólki sem starfað hefur með okkur í gegnum árin og unnið að því að gera fyritækið að því sem það er í dag. Einnig er ég stoltur af þeirri tryggð sem viðskiptavinir okkar hafa sýnt okkur alla tíð, sem gerir það að verkum að bakaríð hefur getað starfað samfleitt í öll þessi ár.“ Að lokum; er það besta af- mælisgjöfin sem bakaríið gat fengið að Liverpool yrði Englandsmeistari? „Klárlega langbesta gjöfin!“ Feykir þakkar Róberti fyrir spjallið og bendir á að nánar má kynna sér sögu Sauðár- króksbakarís með því að kíkja á söguskiltið við Bakarastéttina, á suðurvegg bakarísins. þannig að verkefnin dreifast á margar hendur,“ segir Róbert. Hvernig er venjulegur vinnu- dagur hjá bakara? „Þegar menn mæta á nóttunni/morgnana er þeirra fyrst verk að fara yfir þær pantanir sem komnar eru fyrir daginn og samhliða að áætla það magn sem þarf að baka fyrir búðina okkar þannig að nóg sé til. Svo hefst framleiðslan á brauðunum og allur almennur bakstur. Dagurinn er yfirleitt nokkuð fjölbreyttur því við erum að framleiða allar þær vörur sem við bjóðum upp á sjálf, mottóið okkar er í raun, ef við getum ekki framleitt vöruna sjálf þá er hún ekki til.“ Hvað er vinsælasta bakkelsið og eru tískusveiflur í brauði? „Sennilega er ameríski kleinu- hringurinn og gamla góða kleinan vinsælustu eða sölu- hæstu vörurnar okkar. En það er nokkuð um árstíðasveiflur í þessu hjá okkur. Súrdeigsbrauð eru núna í mikilli tísku og ég tel að okkur hafi gengið nokkuð vel, höfum verið að framleiða 3–4 tegundir sem seljast orðið mikið. Þannig að já það eru klárlega tískusveiflur í okkar umhverfi.“ Hvernig voru vor og sumar í Sauðárkróksbakaríi, hefur verið nóg að gera þrátt fyrir sér- stakar aðstæður? „Vorið var mjög rólegt í Covid-19. En eftir að slakað var á tilskipunum fór mikið að lagast í okkar starfsumhverfi og sumarið hefur í raun og veru verið alveg ótrúlega gott, mun betra en við þorðum að vona.“ Þurftir þú að breya einhverju hjá þér vegna COVID? „Við höfum þurft, eins og aðrir, að takast á við Covid-19 með ýmsum leiðum. Þegar seinni bylgjan reið yfir fórum við í þær aðgerðið að fækka borðum í kaffiteríunni og setja upp nýjar merkingar í búðinni til þess að stýra umferðinni betur og tryggja tveggja metra regluna. Við tókum líka kaffikönnur úr umferð og reyndum eftir fremsta megni að fækka sam- eiginlegum snertiflötum. Segja má að aðgerðir hafi almennt séð gengið vel. Eðli- lega hafa komið upp einhver atvik sem við höfum þurft að hafa afskipti en ekkert Þétt setinn bekkurinn á Lummudögum. Hver er stærsta kakan sem Sauðárkróksbakarí hefur bakað? Sennilega eru það terturnar sem gerðar voru þegar Kjarninn var opnaður á Sauðárkróki en þá gerðum við tertur fyrir u.þ.b. 1200 manns. Hversu margar bollur selj- ast að meðaltali í kring- um bolludag? Til að segja allan sannleikann þá er ég ekki viss um hversu margar bollur við seljum, en við notum u.þ.b. 250 l af rjóma. Við bökum eitthvað um 10 þúsund bollur en það er umtalsvert mikið sem við seljum án rjóma. Hver er elsta uppskriftin sem enn er bakað eftir? Úff... þessi er erfið. Körfu- brauðs-uppskriftin er upp- runaleg, frá því að Guðjón byrjaði að nota hana. Kleinu- uppskriftin er mjög gömul. Einnig eru nokkrar köku- uppskriftir mjög gamlar en ég þekki ekki alveg hversu gamlar. Hvað er það helsta sem bakarinn stenst ekki í bakaríinu? Heitur snúður með glassúr sem bráðnar af hitanum er eitthvað það besta sem ég hef borðað. Heitt ostahorn, ný komið úr ofninum, freistar alltaf. En ef ég smyr mér eitthvað þá er það oftast lint horn... æ, ég verð að viðurkenna að flesta daga fæ ég mér alla vegana eina kleinu. Syngur bakarinn í vinn- unni? Sú var tíðin að ég söng mikið í vinnunni. En núna í seinni tíð þá syng ég nánast bara þegar ég er einn í bakaríinu. Keppendur á Unglingalandsmóti á Króknum njóta blíðu og bakkelsis á Bakarastéttinni. Góðir gestir njóta öskudagsins í kaffiteríunni árið 2016. MYND: SAUÐÁRKRÓKSBAKARÍ Eldhressar jólalegar afgreiðslustúlkur taka vel á móti kúnnunum. Heiit kakó og aðventustemning við Sauðárkróksbakarí. 33/2020 7 Fimm fljótsvarað

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.