Feykir


Feykir - 09.09.2020, Qupperneq 6

Feykir - 09.09.2020, Qupperneq 6
en sumarið eftir er þeir ætluðu að freista þess að handsama Jón en gripu þá í tómt. Hins vegar var Helgu Sigurðardóttur ekki vært heima að Hólum og flýði til fjalla ásamt föruneyti. Í Byggðasögu Skagafjarðar, bls. 159, IV bindi, segir líkur benda til að hún hafi í fyrstu flúið upp á Vindárdal á Tjaldeyrum (Sjá Axlarhaga, bls. 68.) en flutt sig þaðan í Húsgilsdrag þar sem engra mannaferða var von og vel skjólgott. „Espólín segir í árbókum sínum að með Helgu hafi verið sonardóttir hennar, Guðrún Magnúsdóttir, og höfðu tjald moslitað og voru með leynd í fjalli nærri Ökrum er Glóðafeykir heitir. Þangað var þeim fært það er þær þurftu og tekið höfðu þær með sér það sem þær gátu fémætt í silfri.“ Tíminn afstæður Sigurður Hansen, menningar- bóndi á Kringlumýri, hafði samband við greinarhöfund og bauð honum með í fyrir- hugaðan leiðangur og taldi gott ef svæðismiðillinn væri með Fylgikona Jóns Arasonar skákaði dönsku konungsmönnunum Eins og margir vita urðu örlög Jóns Arasonar, síðasta kaþólska biskupsins á Íslandi fyrir siðaskipti, á þann veg að hann var tekinn af lífi haustið 1550, ásamt tveimur sonum sínum í Skálholti og eru siðaskiptin á Íslandi gjarnan miðuð við þann atburð. Á Wikipediu segir að siðbreytingin hafi þó byrjað töluvert fyrir líflát Jóns, en aftakan markað þáttaskil vegna þess að biskupinn hafði verið helsti andstæðingur hennar á Íslandi og þegar hann var úr sögunni varð miklu auðveldara að koma breytingum í kring. „Við siðaskiptin fluttust eignir kirkjunnar í hendur Dana- konungs sem tók við stöðu æðsta manns innan hennar í stað páfa, ítök Dana á Íslandi jukust og löggjöf varð strangari, ekki síst í siðferðismálum,“ segir þar ennfremur. Forsaga þessa atburðar að þeir feðgar voru gerðir höfðinu styttri er margslungin og merkileg en verður ekki rakin nánar hér. Lesendur eru hvattir til að kynna sér þá sögu betur annars staðar, en þó ber að nefna að þar sem aftaka Jóns fór fram svo seint um haust voru öll skip Danakonungs farin af landi brott og menn hans því ekki upplýstir um málið fyrr Plattinn kominn upp ásamt kassanum góða sem hýsir gestabókina. Kempurnar þrjár, Þórólfur Pétursson, Sigurður Hansen og Ingimar Ingimarsson glaðbeittir eftir gott dagsverk. MYNDIR: PF Minningarplatta um Helgu Sigurðardóttur komið fyrir í Húsgilsdragi og skrásetti þann viðburð sem fram átti að fara í Húsgilsdragi. Það var auðsótt mál og mætti ritstjóri með sína frú og tvo reiðskjóta í Flugumýri, en þaðan var ferðinni heitið, á fyrirfram ákveðnum tíma. Satt best að segja hafði undirritaður eitthvað misskilið umfang leiðangursins því hann bjóst við fleira fjölmiðlafólki og dágóðum hópi áhugamanna verkefnisins. Þegar á Flugu- mýri var komið var engan mann að finna og runnu á ritstjóra tvær grímur. Hafði hann haft samband við Sigurð fyrr um morguninn til að fá brottfararstað og -tíma staðfestan. „Já, við förum um hádegið,“ segir Sigurður í símann. „Er það þá tólf eða eitt?“ „Já, eitthvað svoleiðis,“ var svarið. Ég þorði ekki að spyrja nánar. Þar sem ég er nú ekki þekktur fyrir að mæta of snemma á fundi eða aðra viðburði sagði ég við mína fylgdarkonu, að við skyldum reyna að vera tímanlega svo liðið þyrfti ekki að bíða ef ferðin skyldi hefjast fyrir klukkan eitt. En þarna vorum við mætt rétt fyrir áætlaða brottför og enginn á staðnum svo ég ályktaði að leiðangurinn væri farinn af stað. Ég tók upp símann á ný og hringdi í Sigurð og spurði frétta. „Nú ertu kominn?“ spyr hann. „Við Þórólfur erum enn að útbúa okkur og Ingimar fór eftir klyfberatöskunum í Dýr- finnustaði.“ „Jæja, gott að þið eruð ekki farnir, við Guðný dokum eftir ykkur.“ Eftir hálftíma bið áttaði ég mig á því hve tíminn er afstæður. Þá renndi Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili í hlað og teymdi tvö hross úr kerru og inn í hesthús og sagðist svo þurfa að skreppa til að sækja töskurnar. Það var þarna sem ég uppgötvaði svo ekki var um villst að klukka er ekki látin skaða skemmtun í þessari sveit. Skömmu síðar rennur annar bíll í hlað, með stóra hestakerru í eftirdragi, og út stíga þeir Sigurður Hansen og Þórólfur Pétursson á Hjaltastöðum. Báðir komnir af léttasta skeiði og miðað við göngulagið ályktaði ég að ekki yrði mikið né langt gengið í þessum leiðangri. Ekki fríkkaði göngulagið þegar Ingimar bættist svo í hópinn nokkru síðar með töskurnar góðu. Með honum í för var hundurinn Búi sem lét undarlega á köflum, og var skýringin sú að hann var Föstudaginn 28. ágúst var gerður út leiðangur fámenns hóps áhugamanna um sögu og afdrif Helgu Sigurðar- dóttur, fylgikonu Jóns Arasonar á Hólum, í Húsgilsdrag sem staðsett er suðvestur af Flugumýrardal, við suður- enda Glóðafeykis í Blönduhlíð í Skagafirði. Markmið leiðangursmanna var að setja upp minningarplatta og málmkassa fyrir gestabók á stóran stein og gera staðinn að áhugaverðum viðkomustað. FRÁSÖGN & MYNDIR Páll Friðriksson Klyftöskurnar hengdar á klakka áður en haldið var af stað. 6 34/2020

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.