Feykir


Feykir - 16.12.2020, Síða 3

Feykir - 16.12.2020, Síða 3
48/2020 3 Þú, lesandi góður, hefur nú í höndum síðasta tölublað Feykis á árinu 2020, ári sem brátt hefur runnið sitt skeið og við tekur nýtt ár og nýr áratugur með nýjum viðburðum og nýjum tækifærum. Það er líklega að bera í bakkafullan lækinn að ætla að fara að tíunda sérstöðu ársins sem er að líða og læt ég það að mestu ógert hér. Margir munu horfa á dökku hliðarnar þegar ársins er minnst og vissulega eiga margir um sárt að binda vegna atburða þess, bæði þeir sem hafa þurft að þola fjárhagslegt tjón og ekki síður þeir sem hafa orðið fyrir missi eða heilsutjóni af völdum heims- faraldursins ógurlega. Ég er svo heppin að vera ekki ein þeirra og kýs því að draga upp jákvæðu hliðarnar á þessu ágæta ári sem skartar svo fallegu númeri og vissulega er það margt sem kemur upp í hugann. Í fljótu bragði minnist ég skemmtilegs fjölskyldu- ferðalags um Suðurland og Austfirði, slóðir sem ég hef ekki heimsótt lengi. Þar var margt að sjá, bæði staði sem ég hef ekki heimsótt áður og einnig þekkta ferðamannastaði sem hafa fengið mikla og góða andlitsupplyftingu síðan ég kom þar síðast. Nægir þar að nefna stórbætta aðstöðu við náttúruperlurnar Gullfoss og Geysi og bætta aðkomu við Hjálparfoss í Þjórsárdal og Fjaðrárgljúfur. Annað sem ég minnist með ánægju eru mun fleiri heimsóknir vina og kunningja til okkar hjóna í sveitasæluna á Ströndum því rétt eins og ég brugðu margir undir sig betri fætinum og heimsóttu staði sem kannski höfðu verið á lista lengi en aldrei komist í verk að heimsækja. Staðir eins og Vestfirðir og Austurland sýndust mér þar ofarlega á lista, allavega hjá mínum Facebookvinum. Nú líður að jólum og þá berast virkilega jákvæðar fréttir af bókaverslun landsmanna en það mun stefna í metár í bóksölu. Það eru nú aldeilis góðar fréttir, ekki síst á tímum þar sem óttast er um afdrif bókarinnar og ekki síður íslenskrar tungu. Við skulum bara vona að þær bækur sem lenda í jólapökkum landsmanna verði flestar lesnar. Þá má nefna að mikil sprenging hefur orðið í sölu spila eins og fjallað var um í sjónvarpsfréttum helgarinnar. Það segir okkur að fólk kann enn að njóta samvista yfir skemmtilegri afþreyingu sem sameinar fjölskyldur og vini. Ekki spillir svo fyrir að nú geta vinirnir spilað margs konar spil gegnum netið þó ekki sé gerlegt að hittast í eigin persónu. Ég óska lesendum gleðilegra jóla og gæfu og gengis á nýju ári. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Margs er góðs að minnast Færir skólunum í Skagafirði hátæknibúnað að gjöf Kaupfélag Skagfirðinga Kaupfélag Skagfirðinga færði á dögunum grunnskólunum á Hofsósi, í Varmahlíð og á Sauðárkróki ásamt Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, hátæknibúnað, til örvunar nýsköpunar, að gjöf. Hver skóli fékk afhenta nýjustu útgáfu af háþróuðum þrí- víddarprentara frá Maker-Bot af gerðinni MakerBot Repli- cator+ ásamt þrívíddarfor- ritunum MakerBot Print og MakeBot Mobile. Prentararnir eru framleiddir í Bandaríkjun- um en mikil framþróun hefur átt sér stað í þróun þrívíddar- prentara á síðustu árum. Herdís Á. Sæmundardóttir, varaformaður stjórnar KS, Guðrún Sighvatsdóttir stjórnar- maður hjá KS, Ingileif Odds- dóttir stjórnarmaður hjá FISK Seafood ásamt Bjarna Marons- syni stjórnarformanni KS af- hentu skólunum þessa höfðing- legu gjöf. Markmiðið með gjöfinni er að vekja áhuga nemenda og skapa þeim tækifæri til að vinna með nýjustu tækni á þessu sviði. Að mati forsvarsmanna KS og Frá afhendingu gjafanna í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Frá vinstri: Ingileif Oddsdóttir, skólameistari FNV, Kristján B. Halldórsson, áfangastjóri, Guðrún Sig- hvatsdóttir sem afhenti gjöfina f.h. stjórnar KS, Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðar- skólameistari, Gunnar Gestsson og Hjörtur Geirmundsson, stjórnarmenn KS. MYND: FE Tveir í einangrun á Norðurlandi vestra COVID-19 | Höldum vöku okkar áfram Fjögur ný kórónuveirusmit greindust innanlands sl. sunnudag og voru allir einstaklingarnir í sóttkví við greiningu. Tveir þeirra greindust við sóttkvíarskimun og tveir við einkennaskimun. Allir voru í sóttkví við greiningu. Á upplýsingafundi almannavarna sl. mánudag sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að útlit sé fyrir að við séum að komast út úr þessari bylgju en lítið megi þó út af bregða til að ekki komi afturkippur í faraldurinn. Hann segir enn- fremur ástæðu til að hvetja alla sem finni fyrir minnstu einkennum til að fara í sýnatöku og halda sig heima þar til niðurstaða fæst úr henni. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra kemur fram að nú eru tveir aðilar í einangrun á svæðinu og tveir eru í sóttkví. Tekið er fram að báðir aðilar voru í sóttkví er þeir greindust og hvorugt tilfellið er tilkomið vegna smits í umdæminu. /PF skólayfirvalda er mikilvægt að gefa nemendum færi á að vinna með og læra á tækni sem er hluti af fjórðu iðnbyltingunni. Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla, sagði við þetta tækifæri: „Þessi höfðinglega gjöf gefur okkur gríðarlega marga mögu- leika. Þetta tæki mun efla fjöl- breytni í námi, nýsköpun, skap- andi vinnu, tæknilausnir, smíðar o.fl. Það verður áskorun til okkar sem störfum í Árskóla að læra á tækið þannig að það nýtist nemendum okkar sem best. Þetta gerir okkur vonandi kleift að búa nemendur okkar betur fyrir framtíðina. Fyrir hönd skólasamfélagsins í Árskóla færi ég Kaupfélagi Skagfirðinga og dótturfyrirtækjum bestu þakkir fyrir þessa einstöku gjöf sem og stuðninginn gegnum árin.“ Sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigfús Ingi Sigfús- son, svo og skólastjórnendur færa Kaupfélagi Skagfirðinga sérstakar þakkir fyrir stórhöfð- inglega gjöf sem ber vott um framsýni forsvarsmanna fyrir- tækisins, en Kaupfélag Skagfirð- inga hefur stutt skólasamfélag- ið í Skagafirði myndarlega á undangengnum árum með ýmsum hætti, sem vakið hefur verðskuldaða athygli, bæði í héraði og utan héraðs. /FE Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir siggag@nyprent.is Klara Björk Stefánsdóttir klara@nyprent.is Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Silver Bergen með rúm 888 tonn af rækju SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Viðey RE 50 Botnvarpa 199.254 Alls á Sauðárkróki 1.512.515 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landbeitt lína 14.171 Auður HU 94 Landbeitt lína 7.513 Bergur Sterki HU 17 Landbeitt lína 6.163 Dagrún HU 121 Handfæri 2.766 Hafrún HU 12 Dragnót 27.280 Onni HU 36 Dragnót 23.282 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 10.079 Viktoría HU 10 Handfæri 654 Alls á Skagaströnd 91.908 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 2.201 Alls á Hvammstanga 2.201 SAUÐÁRKRÓKUR Akurey AK 10 Botnvarpa 143.513 Drangey SK 2 Botnvarpa 121.894 Málmey SK 1 Botnvarpa 143.852 Onni HU 36 Dragnót 13.205 Silver Bergen NO 999 Rækjuvarpa 887.737 Skvetta SK 7 Handfæri 1.359 Steini G SK 14 Þorskfisknet 1.701 Í síðustu viku var 1.606.624 kílóum af fiski landað á Norðurlandi vestra. Á Skagaströnd lönduðu átta bátar samtals rúmum 92 tonnum og var Hafrún HU 12 aflahæst með tæp 27 tonn. Tæpum 1.513 tonnum var landað á Sauðárkróki og þar munaði mestu um að Silver Bergen kom með tæp 888 tonn af rækju. Enginn bátur landaði á Hofsósi en á Hvammstanga landaði einn bátur, Harpa HU 4, 2,2 tonnum. /SG AFLATÖLUR | Dagana 6. til 12. desember 2020 á Norðurlandi vestra

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.