Feykir


Feykir - 16.12.2020, Qupperneq 16

Feykir - 16.12.2020, Qupperneq 16
16 48/2020 Ólöf er fyrrverandi ferða- málastjóri. Hún gegndi því embætti um tíu ára skeið frá 2008-2017, en var viðloðandi ferðaþjónustu með ýmsum hætti á árum áður, starfaði sem gönguleiðsögumaður á hálendinu og að landvörslu í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum víða um land, var leiðsögumaður hjá Hestasporti í Skagafirði og rak fræðslu- og ferðasetrið Kviku í Mývatns- sveit. Ólöf starfar nú um stundir að ferðaþjónustuverk- efni við Rauða hafið í Sádí Arabíu. Arnar Þór á og rekur Aðalbókarann, bókhaldsstofu sem sérhæfir sig í þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann er forsvarsmaður Sóta Summits og heldur utan um alla starfsemi fyrirtækisins. „Margrét Kristinsdóttir er gestgjafinn á Sóta Lodge, gisti- heimilinu að Sólgörðum. Hún sér um að öllum líði vel og njóti þeirrar fyrirtaksþjón- ustu sem við leggjum metnað okkar í en hún er jafnframt umsjónarmaður sundlaugar- innar á Sólgörðum fyrir okkar hönd. Gestur Þór Guðmunds- son er rekstrarstjóri ferða- þjónustuarms fyrirtækisins og sér um að hanna, skipuleggja og selja samsettar ferðir á okkar vegum í samstarfi við þá sérhæfðu fagaðila sem við störfum með.“ Hvaðan kemur nafnið? „Sóta- nafnið kemur af einkennis- fjallinu okkar, Sótahnjúki, sem blasir við morgunverðargest- um á Sóta Lodge. Það er afar formfagurt og skemmtilegt til uppgöngu, en af því sést vítt um landnám Hrafna-Flóka og langt norður til heimskauts- baugs,“ segir Arnar Þór. Hann segir að þau hafi í ár VIÐTAL Óli Arnar Brynjarsson b Ólöf Ýrr Atladóttir og Arnar Þór Árnason reka Sóta Lodge í Fljótum „Við vorum bara heilluð af svæðinu eins og allir sem það heimsækja“ boðið upp á ýmsa pakka fyrir íslenska gesti sína. „En auð- vitað er kyrrðin, víðáttan og friðurinn í Fljótum ekki minnsta aðdráttaraflið. Hing- að er hægt að koma með fjöl- skylduna eða í litlum hópi og njóta minnistæðra samveru- stunda, hvenær sem er. Í sumar bættum við svo sund- lauginni að Sólgörðum í rekstrareininguna en við gerðum samning við Sveitar- félagið Skagafjörð um rekstur- inn næstu þrjú árin og ætlum okkur að gera ýmsar endur- bætur á lauginni og umhverfi hennar.“ Hvað var áður í húsinu og hvað þurfti að gera til að koma því í stand? „Þegar við tókum við húsinu í október 2015 var í raun ekkert þar innanhúss, hvorki gólfefni né hurðir og húsið allt illa farið. Það má segja að við höfum endurbyggt það frá grunni og við lögðum okkur fram um að vanda til verka. Hótelið býður gistingu fyrir allt að 15 manns í sjö herbergjum sem öll eru með salerni og sturtu. Borðsalurinn er með einstakt útsýni yfir fjallahringinn í Fljótum en við létum skera nýjan glugga til austurs til að geta boðið gest- um okkar upp á þetta síbreyti- lega náttúrulistaverk. Stofan er líka notaleg og ætluð til þess að fólk geti komið saman og liðið eins og heima hjá sér við leik og spjall,“ segir Ólöf. Það skemmir ekki fyrir að fjölskylda Ólafar er úr Fljót- um, móðurafi hennar er alinn upp á Fyrirbarði, næsta bæ við Sólgarða og móðuramma hennar á ættir að rekja í Stóra- Sóti Summits er í eigu hjónanna Ólafar Ýrar Atladóttur og Arnars Þórs Árnasonar og er hatturinn á tvíþættri starfsemi, sveitahótelsins Sóta Lodge og ferðaskrifstofunnar Sóta Travel. „Starfsemina má rekja til þess að við keyptum á haustdögum 2015 gamla skólahúsið að Sólgörðum í Fljótum með draum um að endurbyggja og starfrækja þar gæðagistingu fyrir útivistarfólk og aðra sem vilja njóta þessa yndislega staðar,“ segir Ólöf. Eftir umfangsmikla endurbyggingu lauk Sóti Lodge svo upp dyrum fyrir gestum sínum á vordögum 2020. „Samhliða því öfluðum við ferðaskrifstofuleyfis enda gerðum við okkur ljóst, ekki síst með tilliti til þeirra atburða sem urðu í vor, að það yrði okkur styrkur að geta skipulagt og markaðssett okkar eigin ferðir.“ Ólöf Ýrr og Arnar Þór. AÐSENDAR MYNDIR

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.