Feykir - 16.12.2020, Síða 24
24 48/2020
Jeg var sammæltur þeim Kornsárbræðr-
um til suðurferðar og átti að koma að
Kornsá 23. sept. í síðasta lagi. Jeg kom
þangað þann 21. og var mjer vel tekið.
Björn var þá aftur veikur og fann jeg að
hann varð feginn komu minni. Jeg dreif
hann fljótlega á fætur, en samt var hann
ekki álitinn ferðafær, þegar leggja átti
af stað. Þann 23. sept. komu saman að
Kornsá skólapiltar, sem ætluðu að verða
samferða suður fjöll. Var ráð fyrir gert að
leggja upp þann 24.
Það varð svo afráðið að Björn yrði
eftir og færi með pósti suður seinna;
en við hann vildi jeg ekki skilja og þótti
sýslumanni vænt um. Hann skrifaði svo
rektor bæði fyrir Björn og mig.
Síðan lögðu hinir upp að áliðnum
hinum tilsetta degi. Átti um kvöldið að
fara upp að Gilhaga og þaðan næsta dag
yfir Grímstungnaheiði til Kalmanstungu.
Sýslumannshjónin fylgdu hópnum fram
að Gilhaga. Við Björn urðum eftir. En
um nóttina skall á blindöskrandi norðan-
hríð með mikilli snjókomu. Næsta dag
kom svo sýslumaður heim með allan
flokkinn. Voru nú fjallvegir alls ófærir,
og ekki um annað að gjöra en halda
suður sveitir. Sátum við nú hríðteptir í 3
daga 9 skólapiltar. En nóg skemtun var
á Kornsá og glaðar umræður og söngur
mikill. Á þeim dögum hrestist Björn svo
vel, að fært var álitið að hann færi með
hinum. Var svo lagt af stað frá Kornsá
miðvikudaginn 28. september. Ferðin
gekk seint, því öll gil og skorningar voru
fullir af snjó; voru víða skaflar stórir og
kafhlaup. Þó komumst vér um kveldið
vestur í Víðidal og skiptum oss á bæina
Lækjarmót og Þorkelshól. Það voru
góðir bæir. Lækjamót hefur lengi verið
annálað gestrisnisheimili. Jeg var með
þeim flokknum er gisti á Lækjamóti, og
höfðum vjer ágætisnótt. Næsta morgun
lögðum vjer af stað, er félagarnir voru
komnir frá Þorkelshóli. Fyrsti farartálmi
var Víðidalsá, því svo stóra skafla hafði lagt
að vaðinu, að erfitt var að koma hestunum
niður í ána. Síðan var haldið þar sem leiðir
liggja yfir Miðfjarðarháls. Voru þar þá illir
vegir og seinfarnir. Í Miðfirðinum áðum
vjer að Staðarbakka. Þar var prestssetur
og var prestur þar sjera Lárus Eysteinsson
frá Orrastöðum. Þar var oss vel tekið og
drukkum vjer þar kaffi, vel og rausnarlega
úti látið. Það var tekið að rökkva er vjer
lögðum þaðan. Er brattur háls og mikill á
milli Miðfjarðar og Hrútafjarðar. Nýlega
hafði vegur verið lagður yfir hálsinn og lá
hann þráðbeint upp brattann. Himininn
var þrunginn af skýjum, enda fengum vjer
á hálsinum dynjandi rigningu og óveður
mikið. Vjer komum að Þóroddsstöðum í
Hrútafirði og vorum þar um nóttina; þar
var gestgjafastaður. Um kvöldið var glatt
á hjalla og urðu einstaka dálítið hýrir, en
alt var það samt í hófi. Húðarigning var
alla nóttina og hvarf snjór allur í bygðum
og gerðust flóð mikil. Á Þóroddstöðum
bættust oss fjelagar í hópinn. Það voru
þeir Sæmundur Bjarnhjeðinsson og
Halldór Júlíusson, læknis á Klömbrum.
Hann var þá aðeins 10 ára gamall eða svo
og var að fara suður til læringar hjá afa
sínum, Halldóri yfirkennara Friðrikssyni.
Þótti víst sumum hann vera fullsmár í
slíkt ferðalag með fyrirsjáanlega illa færð
og vatnavexti, en hann reyndist hinn
röskasti, og brá sjer hvorki við bleytu eða
vosbúð.
Holdvotir í óveðri
upp í Norðurárdal
Nú var lagt af stað frá Þóroddsstöðum
þann 30. sept. Óveðrið hjeltst látlaust,
og svo hafði Hrútafjarðará vaxið, að vjer
urðum að sundhleypa hana. Halldór
litli hafði orð á því, er upp úr ánni kom,
hve hestur hans hefði verið þýður í ánni.
Vjer komum við á Melum og fengum
þar bestu viðtökur. Var oss sagt frá því,
að áin í Miklagili á Holtavörðuheiði
mundi líklega vera bráðófær á vaðinu,
enda vaðið mjög tæpt, en kunnugir vissu
af broti nokkru ofar, sem kynni að vera
fært. Vjer hjeldum svo þaðan og komum
að Grænumýrartungu, því í ráði var að
fá þar fylgd yfir heiðina. Fengum vjer
þar mann til fylgdar og hjetum að borga
honum krónu á mann fyrir fylgd alla leið
yfir heiðina; voru Það 12 krónur og þótti
allmikið fje i þá daga. Fylgdarmaður reið
efldum og óþvældum hesti. Þegar kom að
Miklagili, fór hann yfir á vaðinu og komst
nauðulega yfir. Vjer sáum að það yrði
ofraun flestum vorra hesta, eins slæptir og
þeir voru, að fara þar yfir. Hrópuðum vjer á
fylgdarmann og hjetum á hann að vísa oss
á brotið, en hann hrópaði á móti, að vjer
skyldum koma yfir á vaðinu. Lauk því svo
að vjer brutumst mesta tröllaveg upp með
ánni, þar til er vjer fundum brot og fórum
þar yfir, þótt ekki væri það árennilegt.
Alt komst þó klakklaust af, enda höfðum
vjer duglega og gætna fyrirreiðarmenn.
Vil jeg þar sjerstaklega nefna Guðmund
Guðmundsson, síðar prest í Gufudal. Var
hann vor elstur og sjálfkjörinn foringi
fyrir dugnaðar sakir. Fleiri voru þar og
vaskir menn og bárum vjer yngri og linari
mikið traust til þeirra. Er vjer komum
Hrepptu hið versta ferðaveður
Hrakfarir nokkurra skólapilta að norðan | palli@feykir.is
Í bók séra Friðriks Friðrikssonar, æskulýðsfrömuðar og stofnanda KFUM,
Undirbúningsárin sem kom út árið 1928, er ítarleg ferðasaga Friðriks úr
Skagafirði, þar sem hann bjó og starfaði á sumrum, og til Reykjavíkur þar
sem hann stundaði nám. Kom hann við hjá vinafólki á Kornsá í Austur-
Húnavatnssýslu en þeir Björn og Ágúst bróðir hans, Lárussynir Blöndal,
voru miklir mátar og urðu þeim samferða ásamt öðrum. Hrepptu þeir
veður vond og var ferðin söguleg sökum hrakfara og vosbúðar. Við
grípum niður á bls. 54 þar sem Friðrik er mættur á sýslumannssetrið á
tilsettum tíma, stuttu fyrir aldamótin 1900. Millifyrirsagnir eru Feykis.
yfir, hittum vjer fylgdarmann vorn og
fjekk hann hnútur nokkrar. Síðan var nú
haldið ferðinni áfram í stöðugu óveðri og
verstu færð. Gerðist þá og margt sögulegt
í viðureign við gil og skorninga og aðrar
torfærur. Hleyptum vjer ofan í hestunum
er á undan voru reknir. Á miðri heiði
þótti mönnum slík löðurmenska komin
í ljós hjá fylgdarmanni, að Guðmundur
skipaði honum að ríða aftast, að öðrum
kosti mundum vjer ekki greiða honum
fylgdarkaupið. Síðan gekk alt greiðar.
Vjer náðum í myrkri að Fornahvammi
allir rennblautir inn að skinni, því engar
hlífar hjeldu. Á Fornahvammi fengum
vjer hinar bestu viðtökur og mikið og
gott að borða. Voru borin inn stór trog af
ágætis kjötkássu og voru þau hroðin hvert
af öðru, Fylgdarmaður mataðist með oss.
Hann var drjúgmontinn og ekki vitur
að sama skapi. Gerðum vjer oss dælt við
hann og höfðum hann að skopi miklu.
Var það ærin skemtun, og þóttumst
vjer vinna með því upp, það er oss fanst
áfátt í fylgdinni. Hann tók því öllu með
jafnaðargeði; var víst gæðakarl í raun og
veru. Hann spurði, hvað kjötrjettur sá
hjeti, er vjer borðuðum, og sögðum vjer
hann heita „bomsaraboms“, og hann
var hreykinn af þessu merkilega orði og
notaði það óspart við borðið til mikillar
skemtunar fyrir oss, gárungana.
Skárri er það nú vondskan
Að morgni þess 1. október lögðum vjer
af stað frá Fornahvammi. Var enn hið
versta hrakveður. Hugsuðum vjer þá
til skólasetningarinnar, sem þann dag
færi fram í Reykjavík, en vjer holdvotir í
óveðri upp í Norðurárdal. Vjer komum
að Hvammi. Þar bjó sjera Jón Magnússon
og tók hann og frú hans móti oss opnum
örmum. Vjer drukkum þar ilmandi kaffi
með ágætum kökum. Síðan lánaði prestur
oss tvo röska pilta til þess að fylgja oss
yfir Norðurá, sem var í afarmiklum vexti.
Þeir voru vel kunnugir og völdu oss gott
vað. Þó vantaði ekki mikið á að sund
væri. Jeg bað einn af samferðamönnum
mínum, sem var ramur að afli og jeg
treysti betur en sjálfum mjer, að ríða við
hliðina á Birni Blöndal, því að hann var
talsvert utan við sig enn þá, og reið jeg
rjett í kjölfar þeirra. En er út í miðja á var
komið og straumurinn kolmórauður svall
upp á lend á hestinum, sá jeg þann, er
átti að ríða með Birni, taka annari hendi
í reiða og hinni í fax hesti sínum og tók
þá klár hans að vaða örara, er taumhaldið
slakaðist, og var þá Björn eftir. Það kom
þá geigur að honum og ætlaði hann
að snúa við rangstreymis. Jeg varð svo
hræddur um Björn, að jeg gleymdi hvar
jeg var og sló í Skjóna minn og stýrði
honum niður fyrir hest Björns. Jeg sagði
hægt og einbeitt við hann: „Ef þú snýr
ekki hestinum upp í strauminn og heldur
áfram, læt jeg svipuna ríða um hausinn á
þjer“. Jeg held að þetta hafi verið einustu
vondu orðin, sem milli okkar fóru nokkru
sinni. Hann svaraði stilt: „Skárri er það nú
vondskan“, en gerði eins og jeg sagði fyrir.
Jeg reið svo við hliðina á honum til lands.
En jeg var svo reiður, er upp á bakkann
kom, að jeg reið beint að þeim, er hafði
brugðist mjer, og sló hann vænt högg með
svipunni. Við stukkum af baki og hefðum
ráðið hvor á annan, ef aðrir hefðu ekki
hlaupið á milli. Það var nú víst gott fyrir
mig, því hann var mjer miklu sterkari og
hefði haft í öllum höndum við mig. Við
vorum látnir lofa því hátíðlega að eigast
ekki ilt við á ferðinni. Það entum við, en
lengi var fátt í vinfengi okkar þaðan af; þó
býst jeg við að fáleikinn hafi aðallega verið
á mína hlið.
Svo skall myrkrið á
Nú hjeldum vjer ferðinni áfram yfir
Grjótháls, og komum klukkan 6 að Norð-
tungu. Sama var óveðrið og var áin þar
ekki fær, svo að vjer settumst þar að. Þar
var þá bóndi gamall og blindur, Jón að
nafni, og var þar mikið og rausnarlegt
Í bók sinni Undirbúningsárin segir séra Friðrik Friðriksson m.a. frá baráttu sinni til að komasat til mennta,
bláfátækur en alltaf fullur af von og tiltrú á manngæskuna. Mynd úr bókinni Friðrik segir frá.