Feykir


Feykir - 16.12.2020, Side 25

Feykir - 16.12.2020, Side 25
48/2020 25 heimili. Rjett á eftir oss komu þangað 4 piltar að norðan og slógust í förina. Vorum vjer þá orðnir 16. Vjer fengum um kvöldið kjötsúpu ljúffenga mjög með nýju kjöti. Matarlystin var feikileg og ríkulega fram borið. Að máltíð lokinni umdi allur bærinn af söng og skemtun. Jón bóndi var skemtinn og fróður og vel kátur. Mjer finst alt af, er jeg hugsa til hans, að jeg sjái einhvern tignarljóma hvíla yfir öldungnum blinda, svo mikið fanst mjer til um hann. Vjer fengum allir góð og vel upp búin rúm og vorum tveir og þrír í rúmi; en hvað gerði það? Það var aðdáanlegt að geta tekið á móti 16 gestum á einu sveitaheimili og farið með þá eins og gert var við oss. Næsta dag, sunnudaginn annan októ- ber, hjeltst enn sama veðrið, en slotaði þó nokkuð er á daginn leið, en áin var ófær. Vjer sátum þar um kyrt í miklu yfirlæti til kl. 3 síðdegis. Húslestur var lesinn. Alt heimilisfólkið og gestirnir voru þar saman. Guðmundur Guðmundsson las lesturinn. Jeg man að fólkið talaði um, hve hátíðlegt hefði verið og mikill söngur. Því margir í förinni voru afbragðs raddmenn. Með því að heldur virtist draga úr ánni, var lagt af stað kl. 3 og voru tveir menn fengnir oss til fylgdar; var farið yfir ána alllangt fyrir ofan vað, á krókóttum brotum og vandrötuðum. Var svo haldið áfram og hugðumst vjer að ná yfir Hvítá á Langholtsferju. Á leiðinni komum vjer við á Lundum og drukkum þar kaffi. Blöndalsbræður voru náskyldir fyrir- fólkinu þar. Í rökkurbyrjun komum vjer niður að Hvítá, gegnt Langholti. Þar hrópuðum vjer á ferju og öskruðum af öllu megni í heilan klukkutíma. Heyrðust þau óhljóð um hálfan Borgarfjörð, nema að Langholti. Það kom engin ferja. Svo skall myrkrið á og var aftur tekið að rigna. Allir vorum vjer ókunnugir á þeim slóðum. Svo var tekið til ráðs að halda niður með ánni, ef ske kynni að vjer rækjumst á bæ. Það varð og. Neðranes hjet bærinn, er vjer hittum fyrir oss í myrkrinu. Þar voru víst fremur lítil húsakynni þá. Lítil stofa var þar frammi í bænum, með einu allstóru rúmi og bekkjum í kring. Þar ljetum vjer fyrir berast; háttuðu 4 niður í rúmið, en vjer hinir sátum á bekkjunum. Inn af stofunni var eldhús með eldavjel. Þar var óspart kynt alla nóttina og við og við hitað kaffi handa oss. Reynt var líka til að þurka vetlinga og sokka eftir megni. Fólkið var oss svo dæmalaust gott og sparaði ekkert, er það gat gert oss til þæginda. Var víst ekki næðissamt þar þá nótt. Annað slagið var verið að syngja og á milli dottuðu menn fram á borðið. Jeg fór eitt sinn inn í eldhús og settist á bekk við stóna. Þar var svo hlýtt og notalegt og sofnaði jeg þar og svaf um hríð. Lengi á eftir stríddu fjelagar mínir mjer á þessari eldhúsveru. Gátum ekki fengið fylgd Kl. 6 eða 7 var svo lagt af stað um morg- uninn. Veðrið var þá kyrt og regn-laust, en loftið þrungið af skýjum. Nú fengum vjer greiðlega ferju og gekk ferðin yfir ána vel; en mikið var það sund er hestarnir fengu. Var nú og riðið greitt og fagnað þurviðrinu; en upp úr dagmálum fór að hvessa og gerði afspyrnurok og seinna hrakviðri. Vjer komum að Grund í Skorradal um miðjan dag. Þar snæddum vjer og fengum mjög góða máltíð og hinar bestu viðtökur, eins og við mátti búast á slíku sæmdarheimili. Óveðrið óx og var talið ófært bæði að ríða Andakílsá og komast yfir á ferju. Var þá um tvent að velja, að setjast þar að og bíða byrjar, eða ríða fram með öllu Skorradalsvatni að norðanverðu og fara yfir Botnsheiði. Sá kosturinn var upp tekinn í trausti til þess, að fá mætti fylgd yfir heiðina frá Vatnshorni. Fram með vatninu er löng leið og var riðið niður við fjöruborðið, en vindur stóð af vatninu og skóf í hrinum vatnið upp yfir oss í viðbót við hrakviðrið. Vjer riðum þegjandi lengst af, hver á eftir öðrum, og var slagviðrið og vatnsausturinn svo mikill, að þeir sem aftarlega riðu sáu varla þá fremstu. Ekki var unt að ríða nema fót fyrir fót. Tók ferðin að Vatnshorni oss eitthvað um 3 tíma. Þegar að Vatnshorni kom, var þar ekki karla heima nema einn maður og gátum vjer ekki fengið fylgd; þó gekk sá er heima var með oss upp á brúnina og sagði oss til vegar. Er upp á heiðina var komið, var tekið að skyggja en storminum farið að slota. Vegir voru þar aðeins óglöggar og slitróttar götur. Týndum vjer þeim brátt, og leiðarmerkjum líka, þeim sem oss hafði verið skýrt frá, því þegar lygndi, skall á þoka og fór fyrir oss alla útsýn. Fyr en varði vorum vjer því komnir afleiðis út í forarflóa, þar sem vjer einatt þurftum að draga upp hestana úr keldunum. Síðan fórum vjer yfir holt og móa og melabreiður og vissum hvorki stefnu nje stíg. Loks komum vjer fram á brún eina og var þar sótmyrkur fyrir neðan. Þar stigum vjer af baki og hjeldum ráðstefnu. Síðan rjeðust tveir efldir menn til niðurgöngu að kanna hvað við tæki. Það voru þeir Steingrímur frá Gautlöndum og Guðmundur Guðmundsson. Loks heyrðum vjer til þeirra djúpt niðri og kölluðu þeir, að unt mundi vera að fara þar niður, væri það grasbrekka allbrött. Vjer teymdum svo hestana þar niður snarbratta brekku, en fyrir neðan tóku við sandar. Brátt komum vjer að á einni, eigi breiðri, en hún valt þar fram með beljandi straumfalli. Vjer riðum svo niður með ánni og höfðum hana á, vinstri hönd; það var fremur greiðfær vegur. Áin óx eptir því sem neðar dró. Alt í einu vissum vjer ekki fyrri til, en vjer vorum komnir á stall nokkurn og fjell áin þar niður í gljúfri allmiklu. Þar urðum vjer að nema staðar og kanna leiðina. Þar fundum vjer skeið eina mjóa niður, rjett svo að hestur mátti fóta sig á henni. Þar selfluttum vjer hestana niður. Niður komumst vjer heilu og höldnu og hjeldum áfram niður með ánni og voru þar sandar og gróðurleysi. Fyrir handan ána sáum vjer í myrkrinu gnæfa upp snarbratta hlíð, en vor megin var fjallshlíð, ekki mjög brött að því sem virtist. Er vjer höfðum riðið þannig um stund, komum vjer að áarsprænu eða læk, sem kom ofan úr fjallshlíðinni vor megin og rann niður í aðalána. En sprænan var nú svo bólgin af ilsku og beljaði fram með gný og grjótkasti, að eigi virtist gerlegt að leggja út í hana í dimmunni. Nú var ekki um annað að gera, en að nema þar staðar, binda saman hestana, því ekki var þar gras, og láta svo fyrir berast á melnum. Rennblautir vorum vjer inn að skinni og ekkert til að hressa sig á. Tveir fullorðnir lágu hvor sínu megin við Halldór litla og var hlaðið yfir þá hnökkum og reiðingum. Halldór bar sig hið besta og ljet engan bilbug á sjer finna. Þrátt fyrir slydduhríð og alt, sofnuðum vjer þar á berum melnum, og vöfðum um oss blautum kápunum. Hve lengi vjer sváfum þar man jeg ekki, en hitt man jeg, að vjer vöknuðum í birtingunni skjálfandi af kulda. Var þá úrkomulaust en komið ofurlítið frost. Vjer börðum oss eins og vjer gátum til að fá úr oss skjálftann og fórum svo að leggja á hestana. Allir báru sig karlmannlega, enda þótt sumir væru svo loppnir, að þeir gátu ekki girt á hestum sínum. Áarsprænan, sem hafði stöðvað oss, var nú orðin talsvert minni og var hún örmjó. Vjer fundum vað rjett fyrir framan bunu eina, en rjett fyrir neðan var strengur. Svo straumhart var, að yfir skall. Minsta hestinn hrakti niður að strengnum. Það var hestur Ágústs Blöndal. Var um stund tvísýnt, hvernig fara mundi. Hlupu þá sumir niður á klöppina til þess að vera viðbúnir að ná í Gústa, ef hann bærist þar að. En til þess þurfti þó ekki að taka, því Ágúst var mjög röskur drengur og kunni lag á hestum, og komst hann klakklaust úr ánni. Nú hjeldum við áfram eins og áður niður með aðalánni. Kl. var um 5, er vjer lögðum af stað. Eftir skamma reið vorum vjer alt í einu komnir niður að sjó. Þá gátum vjer fyrst áttað oss. Vjer vorum komnir niður að Hvalfirði, rjett fyrir utan Þyril. Það hafði þá verið Þyrillinn fjallið bratta hinum megin við ána. Kl. 7 komum vjer heim að bænum Þyrli um fótaferðartíma. Þar bjó bóndi sá er Þorkell hjet, tók hann vel á móti oss og ljet oss heimila bæði hvíld og mat. Votir inn að skinni í samfleytta viku Var nú háttað ofan í volg rúm heima- manna, þeir sem þar komust. Frammi í bænum var stofa og lítið herbergi fyrir framan, og sitt rúmið í hvoru. Í innri stofunni sváfum vjer fjórir, og áður vjer færum upp í rúm undum við 2 og 2 nærföt okkar; var stofugólfið líkast tjörn. Vjer sváfum nú sætt og vært til kl. 2 síðdegis, risum þá úr rekkjum og fengum heita máltíð góða. Meðan vjer sváfum hafði hlaðið niður töluverðum snjó. Nú var farið að svipast að hestum. Þá vantaði 3 hesta; það voru hestar Blöndals- bræðra og Guðmundar Guðmundssonar. Þorkell bóndi rjeðist til fylgdar yfir að Reynivöllum, til þess að finna fyrir oss einstig það er liggur niður brattan Reyni- vallahálsinn. Lögðu svo 12 af stað með Þorkel í fararbroddi, en vjer 4 urðum eftir, þeir þrír, er hestana vantaði, og jeg, því jeg vildi ekki skilja við þá bræður, Björn og Ágúst. Skömmu seinna fundust hestarnir og vjer lögðum af stað. Það var hásjáva, svo vjer urðum að fara alveg fyrir fjarðarbotninn og riðum vjer eins greitt og vjer gátum til þess að ná hinum. Það var orðið skuggsýnt, er vjer komum að Botnsá. Hún var blá og virtist ekki mikil. Var asi á oss, svo að vjer riðum í ána þar sem vjer komum að, en þar var hylur og hreptum vjer þar hrokbullandi sund. En nokkrum föðmum neðar var vaðið og þar var áin ekki öllu meira en í kvið. Vjer náðum fjelögum vorum rjett fyrir ofan Fossá. Þegar upp á hálsinn var komið, tók að hvessa og gerði skafhríð. Bar svo mikinn snjó í veginn að Þorkell gat ekki fundið stíginn ofan að Reynivöllum. Þegar vjer komum fram á brúnina, sáum vjer ljósin í gluggunum á Reynivöllum, er sýndust beint fyrir neðan. En tvo tíma tók það, að komast ofan hálsinn. Það var langversta raunin á allri ferðinni. Loks komust vjer að prestssetrinu og þar enduðu allar þrautir. Presturinn, hinn nafnkendi fræðimaður, sjera Þorkell Bjarnason og hans ágæta frú tóku á móti oss með miklum höfðingskap og gestrisni. Voru vosklæði dregin af oss og komið með þur föt af heimamönnum; síðan var matur á borð borinn og snætt með mikilli gleði. Allir fengum vjer ágætis rúm. Um nóttina var þurkuð af oss hver spjör. Það voru viðbrigði eftir að hafa verið votir inn að skinni í samfleytta viku. Næsta dag, 5. október, fengum vjer besta veður, fyrsta sinn á allri ferðinni. Svo ljettir og kátir í lund höfðum vjer aldrei verið, og þó hafði gleði og kátína aldrei brugðist í öllum hrakningunum. Við vörðuna á Svínaskarði fanst flaska full af svensku bankó og gekk hún á milli þeirra, sem ekki voru bindindismenn. Það var fyrsti áfengisdropinn, er menn höfðu smakkað á allri leiðinni frá Þórodd- stöðum. Að aflíðanda degi komum vjer svo til Reykjavíkur og var oss tekið eins og menn þættust hafa oss úr helju heimt, og var þetta ferðalag lengi síðan allfrægt. Mörgum árum seinna, er jeg var á ferð í Borgarfirði og þessi ferð barst á góma, var oftast viðkvæðið: „Jæja, svo þú ert einn af þeim sextán“. Nú lýkur svo þessari ferðasögu. Jeg hef haft hana svo ítarlega, bæði af því að þessi ferð er mjer svo minnisstæð og af því að lýsingin á henni getur; að jeg hygg, gefið mynd af haustferðalagi pilta á þeim árum, þótt þessi ferð væri að vísu óvenjulega viðburðarík. En þessar ferðir í stærri og minni flokkum norður og norðan voru meðal annars það, sem í þá daga knýtti skólabræður svo föstum fjelagsböndum og heyrðu til skólalífinu í þá daga. Þær voru líka þroskandi bæði líkamlega og andlega. Margir telja líka ferðaminningar skólaáranna meðal bestu minninga æsku sinnar. Friðrik 19 ára um það leyti sem ferðalagið mikla átti sér stað. Mynd úr bókinni Undirbúningsárin.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.