Feykir


Feykir - 16.12.2020, Qupperneq 28

Feykir - 16.12.2020, Qupperneq 28
28 48/2020 FRÁ BYGGÐASAFNI SKAGFIRÐINGA Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar Flutningum úr Minjahúsinu lokið Þröngt setið í geymslu. AÐSENDAR MYNDIR felst í slíkum vinnubrögðum var vitað að pökkunin tæki sinn tíma. Pökkun á gripum sýninganna var tímafrek, en það voru veggir verkstæðanna sem ollu meiri áhyggjum og enn erfiðara var að eiga við. Veggirnir samanstóðu af upp- runalegum útveggjum, öðrum steyptum og hinum múrhúð- uðum (forskalaður), uppruna- legri innri klæðningu og loft- klæðningu úr timbri og leikmynd sem búin var til á staðnum. Forskalaði veggurinn var fluttur heill, en aðrir veggir voru hlutaðir í sundur í við- ráðanlegar einingar. Óhjá- kvæmilega verða skemmdir við slíkt rask, mismikið eftir efni og aðstæðum. Í upphafi árs var skipaður starfshópur á vegum Sveitar- félagsins Skagafjarðar um mót- un framtíðarsýnar sýningar- halds Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki. Starfshópurinn, sem samanstendur af starfsfólki sveitarfélagsins og safnstjóra Byggðasafnsins, skilar tillögum að framtíðarsýn fyrir árslok 2020. Vonir standa því til að verkstæðunum verði fundið varanlegt heimili fyrr en síðar. Á heildina litið gengu flutningarnir vel fyrir sig. Okkur er sönn ánægja að setja punkt fyrir aftan þennan kafla og við viljum þakka öllum þeim sem aðstoðuðu okkur, m.a. starfsmönnum Fornverks, Trésmiðjunnar Borgar og Sigurbirni Birgissyni, starfs- manni Dögunar. Við óskum Skagfirðingum og öðrum landsmönnum gleði- legra jóla. Heimildir: 1 http://www.glaumbaer.is/is/ safnid/frettir/flutningum- a-safngripum-i-nytt- vardveisluhusnaedi-lokid- Þann 4. desember síðast- liðinn urðu þáttaskil hjá Byggðasafni Skagfirðinga, þegar flutningum á verk- stæðum Ingólfs og Jóns Nikodemussona úr Minja- húsinu á Sauðárkróki lauk. Þar með lauk jafnframt tímabili sem teygir anga sína til ársins 2017 þegar tekin var ákvörðun um að flytja safnið úr Minjahúsinu. Undanfarin þrjú ár hefur starfsfólk Byggðasafnsins unn- ið að flutningum úr Minja- húsinu. Sú vinna hófst á neðri hæð hússins, en þar voru gripir í sýningu til skemmri og lengri tíma. Föstu sýningar safnsins snerust um verkmenningu á Sauðárkróki á fyrri hluta 20. aldar. Þar voru sýnd fjögur verkstæði; söðlasmíðaverk- stæði, úrsmíðaverkstæði Jörgens Franks Michelsen, járnsmíða- verkstæði Jóns Nikodemus- sonar og trésmíðaverkstæði Ing- ólfs Nikodemussonar. Aðeins var pakkað lausamunum söðla- og úrsmíðaverkstæðanna en tveimur síðastnefndu verkstæð- unum var ekki pakkað í þessum áfanga og um þau verður fjallað nánar hér að neðan. Næsti áfangi var pökkun gripa á efri hæð hússins en þar voru safngeymslur hýstar, ásamt skrifstofum fornleifa- deildar. Skrifstofur starfsfólks voru um tíma við Aðalgötu 2 en síðan var tekin ákvörðun um að sameina skrifstofur safnsins í Gilsstofu í Glaumbæ. Eftir nokkuð grýtta vegferð lauk flutningum á safnkost- inum í bráðabirgðavarðveislu- húsnæði um miðjan mars síðastliðinn. Nánar má lesa um þann hluta flutninganna á heimasíðu safnsins.1 Eins og fyrr sagði var hvorki verkstæðum Jóns né Ingólfs pakkað með öðrum gripum, né veggjum söðla- og úrsmíða- verkstæðanna. Hugmyndin var upphaflega að flytja þau beint úr Minjahúsinu og í nýtt sýn- ingarrými, en ekki hefur enn fundist ásættanlegt húsnæði fyrir sýninguna og því voru verkstæðin sett í bráðabirgða- geymslu. Þegar verkstæðin voru sett upp um aldamótin 2000 voru þau færð frá sínum upprunalega stað í bænum og sett upp nákvæmlega eins (eða því sem næst) í Minjahúsinu. Vegna þess hve mikil nákvæmnisvinna Forskalaður útveggur trésmíðaverkstæðis fluttur út Hálendisþjóðgarður vinstri grænna? AÐSENT | Bergþór Ólason skrifar Umhverfisráðherra mælti í vikunni fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Strax vakti athygli hversu mikil andstaða er við málið hjá samstarfsflokkum VG í ríkisstjórn. Almenn og vel ígrunduð andstaða er við málið hjá hagsmunaaðilum landið um kring, svo sem bændum, sveitarfélögum og fyrirtækjum sem starfa í og við fyrir- hugaðan þjóðgarð svo ekki sé talað um einstaklinga og félagasamtök sem hafa áhyggjur af frjálsri för fólks um svæðið, en andstaða samstarfsflokka VG í ríkisstjórn er meiri en reiknað var með. Formaður Framsóknar- flokksins birti runu fyrirvara sem minnti helst á það þegar flokkurinn var forðum til í aðild að Evrópusambandinu, að því gefnu að Evrópusambandið aðlagaði sig Íslandi en ekki öfugt, úr því varð auðvitað ekki neitt. Þessir fyrirvarar voru settir fram nokkrum dögum eftir að þingmenn og ráðherr- ar sama Framsóknarflokks afgreiddu málið í gegnum ríkisstjórn og eigin þingflokk. Á sama tíma hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins allt á hornum sér hvað hugmyndina varðar, nýbúnir að samþykkja í eigin þingflokki að málið gangi til þinglegrar meðferðar. Vafalaust í trausti þess að Miðflokkurinn spyrni kröftug- lega við fótum. Stuttur pistill sem þessi býður ekki upp á djúpa grein- ingu efnisatriða í máli sem þessu, en það verður að draga fram kjarnarökstuðninginn í málinu öllu, það er að þarna verði til STÆRSTI þjóðgarður í Evrópu og að með stofnun hans náist fram sjálfstæð ímyndar- og markaðsleg markmið. Þessi nálgun er ættuð frá Texas, þar sem allt er „stærst og best“. Hamborgararnir eru svo stórir að þú getur ekki borðað þá, kókglösin eru svo stór að þú getur ekki haldið á þeim, allt er „stærra en lífið“. Ég er ekki viss um að það séu skilaboðin sem haganlegt sé að setja fram gagnvart þeirri stórkostlegu náttúru og á köflum viðkvæmu, sem við eigum á hálendinu. Málið er ótímabært og þeirrar gerðar að alls ekki er skynsamlegt að ana að ákvörðun. Í öllu falli er ótækt, líkt og umhverfisráðherra hefur sjálfur sagt, að afgreiða málið án þess að rammaáætlun um orkunýtingu hafi komið til meðferðar Alþingis og verið afgreidd. Sjálfur mun ég áfram tilheyra hinum „örlitla grenjandi minnihluta“ eins og Steingrímur J. Sigfússon kýs að kalla þá sem hafa efasemdir um að leggja 30% landsins undir svokallaðan hálendisþjóðgarð. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.