Feykir


Feykir - 16.12.2020, Side 30

Feykir - 16.12.2020, Side 30
30 48/2020 þar til hafrarnir fara að gyllast (um 15 mínútur), hrærið nokkrum sinnum í á meðan. Kælið og toppið síðan Þristamúsina með karamellu, niðurskornum Þristi og haframjöls- toppi. Það dugar mögulega alveg að gera 1/2 uppskrift fyrir þessi átta glös en það er líka gott að eiga hafrana til að nota út á jógúrt eða annað slíkt svo ég myndi klárlega nota tækfærið og gera það. Verði ykkur að góðu og gleðileg jól. Vísnagátur Páls Jónassonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Búið er mitt blóma … Blesi tók á fluga … Fer um höfin fögur … fyrir pabba eina … Ótrúlegt en kannski satt... Franska vísindaakademían (franska: Académie des sciences) er vísinda-akademía sem var stofnuð af Loðvík 14. árið 1666 samkvæmt tillögu fjár-málaráðherrans Jean-Baptiste Colbert. Akademían var lögð niður í Frönsku byltingunni 1793, ásamt öðrum slíkum stofnunum, en endurreist sem sjálfstæð stofnun af Napoléon Bonaparte árið 1816. Konum var meinaður aðgangur að akademíunni til ársins 1962 en fyrsta konan sem varð fullgildur félagi var eðlisfræðingurinn Yvonne Choquet-Bruhat árið 1979. Ótrúlegt, en kannski satt, þá lenti akademían í klandri þegar verið var að undirbúa fyrstu orðabók hennar en þar var krabbi skilgreindur á eftirfarandi hátt: Lítill rauður fiskur, sem gengur aftur á bak. Skilgreiningin var, ásamt fjölda annarra send til náttúrufræðingsins Georges Cuvier til samþykkis. Hann skrifaði til baka: Skilgreiningin, herrar mínir, væri fullkomin, utan þriggja undantekninga. Krabbinn er ekki fiskur, ekki rauður og gengur ekki aftur á bak. EFTIRRÉTTUR JÓLA Þristamús Simma Vill Uppskrift dugar í um átta glös eða skálar 250 g Þristur (+ smá meira til skrauts) 500 ml rjómi 80 g eggjarauður (4-5 stk.) 15 g flórsykur Aðferð: Skerið Þristinn niður og bræðið í potti við vægan hita ásamt 100 ml af rjómanum. Takið af hellunni þegar súkkulaðið er bráðið en allt í lagi þó lakkrísinn sé enn í bitum. Leyfið hitanum að rjúka vel úr áður en þið blandið saman við önnur hráefni. Léttþeytið 400 ml af rjóma og leggið til hliðar á meðan þið þeytið saman eggjarauður og flórsykur. Þeytið eggjarauður og flórsykur þar til blandan fer aðeins að þykkna og bætið þá Þrista- blöndunni saman við og blandið vel. Vefjið að lokum þeytta rjóm- anum varlega saman við allt með sleif þar til ljós og létt Þristamús hefur myndast. Mér finnst gott að vefja fyrst um 1/3 af rjómanum saman við og síðan restinni en þá fær súkkulaðimúsin enn mýkri áferð. Skiptið að lokum niður í litlar skálar eða glös og kælið í að minnsta kosti klukkustund áður en kara- mella, Þristur og haframjölstoppur er sett ofan á. Einnig er í lagi að gera músina deginum áður, geyma í kæli og setja restina á næsta dag. Karamellusósa uppskrift: 90 g sykur 65 g sýróp 150 ml rjómi 25 g smjör við stofuhita salt af hnífsoddi Aðferð: Hitið saman sykur og sýróp þar til sykurinn leysist upp. Leyfið aðeins að bubbla og hrærið vel í á meðan. Bætið þá rjómanum saman við og hitið að suðu, takið af hellunni og hrærið að lokum smjöri og salti saman við. Leyfið kara- mellunni að kólna niður og þykkna og hrærið reglulega í henni á meðan. Hægt er að gera kara- melluna með fyrirvara og geyma í lokuðu íláti í ísskáp, setja síðan yfir músina þegar hún er tilbúin. Sykraður haframjölstoppur: 200 g hafrar 100 g brætt smjör 50 g sykur Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Blandið öllu saman í skál, hellið á bökunarpappír í ofnskúffu og bakið Gómsæt Þristamús gleður bragðlaukana um jólin. MYNDIR AF GOTTERÍ.IS Sudoku SV AR V IÐ V ÍS NA GÁ TU NN I:: Sk eið . Eftirrétturinn um jólin er ... Þristamús! Ókei, það eru allir að missa sig yfir þessari Þristamús sem Simmi Vill bíður upp á á veitingastaðnum Barion í Reykjavík og þar sem við komumst ekki suður til að smakka herlegheitin þá var upp- skriftin birt á dögunum á Gotterí og Gersemar. Þá er nú mál að skella í þessa mús um helgina til að prufa og sjá hvort þessi uppskrift sé svona mikil dásemd eins og allir sem hafa vit á segja. Ef hún nær að bræða mig þessi þá erum við komin með eftirréttinn um jólin, er það ekki bara? ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) siggag@nyprent.is Tilvitnun vikunnar Jólin eru kassinn utan um jólatrésskrautið sem er orðinn partur af fjölskyldunni. – Charles M. Schulz Feykir spyr... Hvað verður í matinn á aðfangadags- kvöld hjá þér? Spurt á Facebook UMSJÓN : klara@nyprent.is „Hamborgarhryggur í matinn á aðfangadagskvöld og heimagerði ísinn hennar mömmu í desert.“ Halla Rut Stefánsdóttir „Hamborgarhryggur er alltaf hér á aðfangadag.“ Björn Ingi Björnsson „Svínahamborgarhryggur að hætti mömmu með öllu. “ Benedikt Rúnar Egilsson „Humar í forrétt og hamborgarhryggur í aðalrétt.“ Hrafnhildur Skaptadóttir FEYKIFÍN AFÞREYING F b b b

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.