Fréttablaðið - 23.12.2021, Side 2
Það er eins og leik
skólinn sé að einhverju
leyti hugsaður bara
sem þjónusta við
foreldra og atvinnulíf.
Anna Margrét Ólafsdóttir, leik-
skólastjóri
Bókin árituð
Guðmundur Felix Grétarsson nýtur lífsins hér á landi í fyrsta sinn eftir að hann fékk grædda á sig handleggi í aðgerð í Frakklandi í upphafi árs. Hann kom við á
ritstjórnarskrifstofu Torgs og áritaði bókina sína, 11 þúsund volt, fyrir Erlu Hlynsdóttur, fréttastjóra DV, sem skrásetti sögu hans. Frönsk sjónvarpsstöð fylgir
Guðmundi Felix hvert fótmál og birtist frétt Valérie Benais um ævintýri hans hér á landi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Fæstir starfsmenn á leik-
skólum hafa fengið örvunar-
skammt. Smithætta mjög
mikil innan leikskólanna.
Starfsfólkið nálægt uppgjöf,
að sögn leikskólastjóra.
bth@frettabladid.is
COVID-19 Mikil óánægja er meðal
leikskólakennara með þá mis-
munun sem leikskólakennarar upp-
lifa að gerð sé á leikskólastiginu og
öðrum skólastigum vegna Covid.
Krafa er uppi um að leikskólum
verði lokað milli jóla og nýárs.
„Það logar allt,“ segir Anna Mar-
grét Ólafsdóttir, leikskólastjóri á
Nóaborg í Reykjavík.
Hún segist vilja hrósa borginni
fyrir að bjóða foreldrum með fram-
lengdum fresti, upp á niðurfellingu
gjalda milli jóla og nýárs, ef hægt
sé að hafa börnin heima. Aftur á
móti hefði hún kosið að leikskólum
væri lokað milli jóla og nýárs, nema
fyrir börn foreldra sem sinna fram-
línustörfum, eða eru í sérstökum
aðstæðum.
„Það er eins og leikskólinn sé að
einhverju leyti hugsaður bara sem
þjónusta við foreldra og atvinnu-
líf, nema á tyllidögum,“ segir Anna
Margrét.
Hún segir að leikskólastarfsfólk
eigi skilið fálkaorðuna, fyrir að
standa vaktina undir ofurálagi. En
margir hafi gefist upp. Hætta sé á
frekari atgervisf lótta. Sem dæmi
hafi sumir leikskólakennarar fært
sig yfir í grunnskólana, þar sem
aðstæður séu mun manneskjulegri.
Félag leikskólakennara og Félag
stjórnenda leikskóla hafa sent frá sér
sameiginlega ályktun, um að engin
haldbær sóttvarnarök séu fyrir því
að loka ekki leikskólum. „Það er
staðreynd að útilokað er að gæta
að sóttvörnum milli barna á leik-
skólastiginu og nánd milli kennara
og barna er miklu meiri en á öðrum
skólastigum," segir í ályktuninni.
Anna Margrét segir að hafa verði í
huga að fæstir í hópi leikskólastarfs-
fólks hafi fengið örvunarskammt.
Flestir starfsmenn séu algjörlega
óvarðir. Foreldrar eiga ekki að þurfa
að upplifa samviskubit yfir að koma
með börn í leikskólann milli jóla
og nýárs, en yfirvöld verði að setja
miklu skýrari ramma.
„Ég er núna með helming míns
starfsfólks í sóttkví og stóran hóp
af börnum. Covid er alvarlegt, af
því að við vitum aldrei hver veikist
alvarlega. Sum börn verða líka mjög
lasin,“ segir Anna Margrét.
„Út af þessu virðingarleysi hugsa
margir starfsmenn: Er þetta þess
virði? Leikskólar mega ekki við því
að missa fleira fólk úr starfi.“ n
Vilja að leikskólunum verði
lokað milli jóla og nýárs
Anna Margrét Ólafsdóttir leikskólastjóri vill að leikskólar verði lokaðir milli
jóla og nýárs nema fyrir takmarkaðan hóp. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
benediktboas@frettabladid.is
COVID-19 Væri dánartíðnin af völd-
um Covid-19 á Íslandi sambærileg
við dánartíðnina í Svíþjóð, má gera
ráð fyrir að hátt í 520 manns hefðu
látist hér á landi frá upphafi farald-
ursins.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýjum talnabrunni Embættis
landlæknis, þar sem vitnað er í nýja
skýrslu Efnahags- og framfarastofn-
unarinnar, OECD, sem gaf nýlega út
ritið Health at a Glance. Þar segir að
í lok júní hafi uppsafnaður fjöldi
andláta af völdum Covid-19 verið
1.285 að meðaltali á hverja milljón
íbúa í OECD löndunum.
Hæst var tíðnin í Ungverjalandi
en lægst á Nýja-Sjálandi. Sé litið til
Norðurlandanna hafa f lestir látist
af völdum Covid-19 í Svíþjóð, eða
1.420 á hverja milljón íbúa, en lægst
er tíðnin á Íslandi, 82 á hverja millj-
ón íbúa. n
Hundruð látist
hefði sænska
leiðin verið valin
520
Íslendingar væru látnir
úr Covid19 ef dánar
tíðnin væri sú sama og
í Svíþjóð.
Jarðhræringar eru við Fagradalsfjall.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
hjorvaro@frettabladid.is
NÁTTÚRA Skjálftahrina hófst við
Fagradalsfjall á þriðjudagskvöldið
en Þorvaldur Þórðarson eldfjalla-
fræðingur segir þessa virkni sýna
að erfitt sé að segja til um hvenær
lýsa eigi yfir goslokum.
„Þessi skjálftavirkni á rót sína
að rekja til þess að sú kvika sem
hefur safnast fyrir á um sex til sjö
kílómetra dýpi er á mörkum brot-
gjarna og stökka hluta skorpunnar.
Það skapar þrýsting og sá þrýstingur
er byrjaður að brjóta neðsta hluta
stökku skorpunnar.
Mögulegt er að þetta kviku-
hlaup endi með því að stökki hlut-
inn muni bresta og eldgos hefjist
á nýjan leik. Hvenær og hvort það
muni gerast er hins vegar ómögu-
legt að segja til um,“ segir Þorvaldur.
Þegar gjósa fór í mars fyrr á þessu
ári á svæðinu, liðu þrjár vikur frá
fyrstu skjálftahrinunum þar til eld-
gos hófst. Ekkert hraunflæði hefur
verið í síðustu þrjá mánuði rúma.
„Þessi atburðarás kennir okkur að
það er erfitt að lýsa yfir endalokum
eldgoss. Þar sem af hleðsla kviku
hefur einu sinni átt sér stað getur
það gerst aftur hvenær sem er,“ segir
eldfjallafræðingurinn. n
Kennir okkur að fara þarf varlega í
yfirlýsingum um endalok eldgosa
2 Fréttir 23. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ