Fréttablaðið - 23.12.2021, Síða 10
Á AÐ SKELLA SÉR
Í BREKKURNAR
Í JÓLAFRÍINU?
AF SKÍÐAPÖKKUM FRAM AÐ JÓLUM
*Afsláttur gildir ekki með öðrum tilboðum
Sjónvarpsþátturinn Mark-
aðurinn var sýndur á Hring-
braut í gærkvöldi. Gestur
þáttarins var Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra.
Rætt var um sóttvarnaað-
gerðir, kjaramál og fjárlögin.
magdalena@frettabladid.is
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra segir að ekki sé víst að sótt-
varnaaðgerðirnar sem nú eru, verði
langvarandi ástand. Þetta sagði hann
í sjónvarpsþættinum Markaðnum,
sem sýndur var í gær klukkan 19.00
á Hringbraut. Aðspurður hvort til-
koma Omíkron afbrigðisins, með til-
heyrandi sóttvarnaaðgerðum, muni
hafa það í för með sér að tekjur rík-
isins verði minni heldur en gert var
ráð fyrir í fjárlagaáætlun, segir Bjarni
að hann voni að ástandið muni ekki
vara svo lengi.
„Ég veit ekki hvaða áhrif þetta
mun hafa. Ég vona að þetta verði
ekki mjög langvarandi ástand.
Maður bindur vonir við að þar sem
þessi veira smitast hraðar, þá komi
í ljós að fólk verði ekki jafn veikt og
þá getur verið að við séum að sjá
upphafið að endanum,“ segir Bjarni
og bendir á að það sé þó staðreynd
að ef veiran taki yfir allt og lami
stóran hluta af starfsemi, muni það
birtast í tekjum ríkisins.
„Ef það verður raunin þá mun
það birtast í tekjum ríkisins, en
einnig á gjaldahliðinni og mun
birtast í breyttri af komu. En ég
trúi ekki að það muni raungerast
og hef enga ástæðu til að telja að
það verði niðurstaðan. Ef aftur á
móti þetta gengur hratt yfir, þá er
ég fullviss um að íslenskt efnahags-
líf muni taka hratt við sér. Ég hef til
að mynda gríðarlega trú á ferða-
þjónustunni og er einnig bjartsýnn
fyrir hönd annarra geira.“
Í þættinum var einnig rætt um
kjaramál, en kjarasamningar eru
lausir á næsta ári og forystumenn
verkalýðshreyf ingarinnar hafa
gefið það út að þeir muni sækja
launahækkanir í tengslum við
hagvaxtaraukann og forsvars-
menn atvinnulífsins hafa sagt að
svigrúm til launahækkana sé ekki
mikið. Aðspurður hvort hann telji
að komandi kjaraviðræður verði
erfiðar, eða hvort hann telji að
breið samstaða náist, segir Bjarni
að þessar lotur séu almennt snúnar
og erfiðar.
„Það leiðir meðal annars af því
hversu margbrotin lotan er. Þetta
eru svo margir samningar sem þarf
að loka. Þannig að fyrir þær sakir
þá verður þetta alltaf dálítið snúið,
en ég held að það sem er áhugavert
í aðdraganda kjarasamninga sé að
við erum með önnur viðfangsefni
nú heldur en við höfum verið með,“
segir Bjarni og bætir við að áður
höfum við verið með tímabil þar
sem skuldir heimilanna hafi verið
sérstakt áhyggjuefni og áður hafi
vextir verið tiltölulega háir og krafan
um lækkun á vöxtum verið hávær.
„Auðvitað er alltaf undirliggj-
andi krafa um vaxandi kaupmátt
og það hefur verið vöxtur í kaup-
mætti á undanförnum árum. Við
höfum áhyggjur af verðbólgunni
sem hefur verið að mælast um
5 prósent og veltum fyrir okkur
leiðum til að stemma stigu við
henni.“
Hann bætir við að kjarasamn-
ingarnir sjálfir geti haft áhrif á það
hvernig verðbólgan þróast.
„Það er mikilvægt að styðja
Seðlabankann í að halda aftur af
vexti verðbólgunnar, en kjara-
samningsaðilar verða líka að spyrja
sig hvaða lóð þeir geti lagt á vogar-
skálarnar. Þetta samtal er rétt að
hefjast og það kann að vera að það
séu atriði í stjórnarsáttmálanum
sem geti ýtt undir farsæla kjara-
samningsgerð. En það er langbest
að koma inn í svona lotur bjart-
sýnn um að niðurstaðan geti verið
góð fyrir alla.“ n
Fullviss um að íslenskt efnahagslíf
muni taka fremur hratt við sér
Kjarasamningsaðilar
verða líka að spyrja sig
hvaða lóð þeir geta lagt
á vogarskálarnar …
Kjarasamningarnir
sjálfir geta haft áhrif á
það hvernig verð-
bólgan þróast.
Bjarni Bene
diktsson segir
að ekki sé víst
að sóttvarna
aðgerðirnar
verði lang
varandi ástand.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
10 Fréttir 23. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 23. desember 2021 FIMMTUDAGUR