Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2021, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 23.12.2021, Qupperneq 22
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Kolbrún María Másdóttir les Krakkafréttirnar tvisvar í viku á RÚV með sínu vandaða og fallega málfari, öðrum til eftirbreytni. Kolbrún er tvítug að aldri og er fyrsta árs nemi í almennum mál- vísindum í Háskóla Íslands. Eitt af hennar helstu áhugamálum er leikhúslífið. „Ég hef mjög mikinn áhuga á leikhúsi og listum almennt,“ segir hún og er óhrædd við að stíga á svið. Þegar hún er spurð hvað hafi komið til að hún byrjaði að lesa fréttir í Krakkafréttum, svarar hún: „Ísgerður, sú sem var með Krakkafréttir, var að hætta og þau á KrakkaRÚV héldu prufur. Þá átti maður að lesa nokkra texta af svona prompter-vél og það gekk víst svona vel! Þetta er frábær vinna! Ég vinn með mjög skemmtilegu fólki og ég er alltaf rosa vel upplýst eftir vikuna,“ segir Kolbrún og hlær. Færðu viðbrögð frá krökkum úti á götu? „Já, já, alveg stundum. Ég veit að margir kennarar kveikja á Krakka fréttum í grunnskólum í nestistímum, það hafa nokkrir krakkar sagt mér það,“ segir Kolbrún en þetta eru fyrstu spor hennar í sjónvarpi. Hún segist vel geta hugsað sér að vinna við þetta áfram. „Ég gæti vel hugsað mér að starfa áfram á KrakkaRÚV, mér finnst allt þetta efni sem þau eru að framleiða fyrir krakka æðis- legt og ég vona að það haldi áfram að þróast þannig að það sé sem skemmtilegast fyrir krakka.“ Ertu orðin spennt fyrir jólahá- tíðinni og verður eitthvað sérstakt gert í Krakkafréttum í tilefni jóla? „Ég er sko algjört jólabarn og elska allt við jólin. Krakkafréttir eru búnar þetta árið en í lok árs verðum við Gunnar Hrafn með Krakkafréttaannálinn þar sem við förum yfir allt það helsta sem rataði í Krakkafréttir á árinu.“ Litríkt og þægilegt í Covid Kolbrún er sjálfstæð og þorir að fara sínar eigin leiðir. Við fengum hana til að segja frá fatastílnum sínum. „Ef ég er ánægð með fötin sem ég klæðist líður mér miklu betur. Þegar samkomubann skall á eftir að Covid-19 bylgjan hófst var svo einfalt að hanga bara á náttföt- unum allan daginn. Það hjálpaði mér mjög mikið að geta klætt mig í eitthvað fallegt sem mér leið vel í, bæði leið manni vel en um leið hafði maður eitthvað að gera yfir daginn. Hvernig myndir þú lýsa fata- stílnum þínum í einni setningu? „Ætli ég myndi ekki segja lit- ríkur, beisik og þægilegur.“ Aðspurð segir Kolbrún að ekkert fatasnið heilli sig frekar en annað. „Mér finnst f lestar skyrtur með púffermum sjúklega flottar og einnig bolir en slíkur fatnaður hefur verið að koma aftur í tísku undanfarið. Svo finnst mér lang- þægilegast að klæðast pilsum, en það er svo sem ekki neitt ákveðið snið sem ég klæðist meira. Mér finnst öll föt frá áttunda áratugn- um vera f lottustu föt í heimi.“ Áttu uppáhaldsf lík? „Ég ætla að segja það fyrsta sem ég heklaði, sem er vesti. Það er geggjuð tilfinning að halda á og klæðast einhverju sem maður býr til sjálfur. Vestið er auðvitað ekki fullkomið en það er einmitt það sem mér finnst svo heillandi við það. Nú er ég alltaf að hekla eitt- hvað, á mig og alla í kringum mig.“ Frábært að finna einstaka flík Kolbrún á sér ekkert uppáhalds- tískuvörumerki en segir að það sé ekkert sem heilli hana frekar en eitthvað annað. „Eiginleg ekki FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Fallegur sparikjóll sem Kol- brún ber vel. tískuvörumerki en ég get nefnt Wasteland og Spúútnik (second- hand búðir). Ég hef verið mjög meðvituð um „fast-fashion“ vandann í kringum okkur og ef mig langar í ný föt leita ég oftast í verslanir með notuð föt. Maður finnur ekki alltaf eitthvað, en það er líka besta tilfinning í heimi að finna einhverja einstaka flík sem er f lott, vel með farin og smell- passar á mann. Ég get ímyndað mér að það sé eins og að vinna svona kannski, 20.000 kall, í lottó,“ segir Kolbrún upprifin. Þegar kemur að litavali, fylgir þú tískustraumunum hverju sinni eða áttu þína uppáhaldsliti sem þér finnst klæða þig best? „Ég hef tekið eftir að ég klæðist mikið af bláum fötum en ég fíla alla liti. Ég hef reyndar aldrei átt mikið af svörtum fötum, mamma mín klæddi mig aldrei í neitt svart þegar ég var lítil og ég held það hafi bara fylgt mér síðan.“ Hvernig myndir þú lýsa skótísk- unni sem þú heillast helst af? „Ég elska sjúklega litríka striga- skó og mér finnst þeir passa við allt. Á veturna er ég samt alltaf í góðum vetrarskóm því mér verður svo kalt, til dæmis hef ég einungis verið í hvítum skóm síðan í haust.“ Þegar þú velur þér fylgihluti hvað finnst þér vera ómissandi að eiga í dag? „Mér finnst eyrnalokkar gera svo mikið fyrir heildarlúkkið. Það er líka hægt að vera með alls konar lokka – basic hoops eða eitthvert abstrakt form, steina eða fígúrur,“ segir Kolbrún og brosir sínu breiðasta. n Kolbrún María heklaði sjálf þetta vesti og situr gjarnan í tóm- stundum og heklar fyrir sjálfa sig og aðra. Kolbrún María hefur einstakan stíl en hún vill minnka fatasóun og leitar því oft í verslanir sem selja notuð föt. Það er líka besta tilfinning í heimi að finna einhverja einstaka flík sem er flott, vel með farin og smellpassar á mann. Ég veit að margir kennarar kveikja á Krakka- fréttum í grunn- skólum í nestis- tímum, það hafa nokkrir krakkar sagt mér það. 2 kynningarblað A L LT 23. desember 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.