Fréttablaðið - 23.12.2021, Page 24
Rúmenar eru ýktir
tilfinningalega og
blóðheitir. Ég er að reyna
að læra tungumálið eins
og ég get en það gengur
mjög hægt.
Sara Rún Hinriksdóttir
Starri Freyr
Jónsson
starri
@frettabladid.is
Sara Rún Hinriksdóttir,
körfuboltakona ársins,
leikur sitt fyrsta tímabil í
Rúmeníu í vetur. Hún lauk
nýlega meistaragráðu í
alþjóðaviðskiptum og reynir
að læra að prjóna með hjálp
ömmu sinnar yfir netið.
Nýlega var Sara Rún Hinriksdóttir,
leikmaður Phoenix Constanta í
Rúmeníu og íslenska landsliðsins,
valin körfuboltakona ársins annað
árið í röð, hjá Körfuknattleikssam-
bandi Íslands.
Sara Rún, sem er 25 ára gömul,
er að leika sitt fyrsta tímabil í
Rúmeníu, en hefur áður leikið með
uppeldisfélagi sínu Keflavík, Can-
isius-háskóla í Bandaríkjunum,
Leicester Riders í bresku deildinni
og Haukum. Samhliða atvinnu-
mennskunni lauk hún fyrir stuttu
meistaragráðu í alþjóðaviðskipt-
um frá Loughborough University
í Englandi og er því óhætt að segja
að undanfarin ár hafi verið anna-
söm.
Hún segir viðurkenninguna vera
mikinn heiður. „Ég er svo þakklát
fyrir allt fólkið í kringum mig
sem hefur stutt mig í því að elta
draumana mína. Það eru líka svo
margir flottir og góðir íslenskir
leikmenn að spila í dag og að fá að
vera valin úr þeim hópi er mikill
heiður.“
Gengi undir væntingum
Tímabilið í Rúmeníu fór ekki eins
vel af stað og hún vonaðist eftir.
„Staðan hjá okkur er ekki alveg
eins og við ætluðum okkur. Liðið
hefur tapað nokkrum leikjum sem
við hefðum átt að vinna. En við
erum mjög spenntar fyrir fram-
haldinu, því við erum alltaf að
spila betur og betur saman. Á milli
jóla og nýárs spilum við í átta liða
úrslitum í bikarnum gegn liði sem
við höfum unnið áður, þannig að
við eigum möguleika á að komast í
fjögurra liða úrslit sem væri í fyrsta
skiptið fyrir klúbbinn. Persónulega
er mér þó að ganga þokkalega vel.“
Blóðheitir og tilfinningaríkir
Constanta er fimmta stærsta borg
Rúmeníu með um 285 þúsund
íbúa og segist Sara Rún kunna vel
við sig þar. „Constanta er mjög
falleg borg sem liggur við Svarta-
haf, en ég bý nánast á ströndinni.
Borgin er ekki of stór og ekki of
lítil. Auk þess finnst mér Rúmenía
mjög fallegt land. Hér eru engar
hraðbrautir og því eru ferðalög
til keppnisstaða oft mjög löng.
Þessi löngu ferðalög eru þó ekki
leiðinleg, því á leiðinni sjáum við
Finnst erfitt að hafa ekkert fyrir stafni
Þótt tímabilið
hjá Söru Rún í
Rúmeníu hafi
ekki byrjað vel
er hún bjartsýn
á framhaldið.
Sara Rún með nokkrum liðsfélögum sínum úr Canisius-háskólaliðinu, á leið á
NBA-leik með New York Knicks í Madison Square Garden í New York.
Sara Rún við útskriftina frá Canisius-
háskólanum í Bandaríkjunum.
Sara Rún varð bikarmeistari með enska liðinu Leicester Riders í mars 2020, þar sem hún var valin maður leiksins. MYNDIR/AÐSENDAR
alls konar bæi með ólíku fólki; allt
frá fólki á hestvögnum í fólk að
keyra á Lamborghini sportbílum“.
Hún segir það vera skemmtilega
upplifun að búa í Austur-Evrópu.
„Rúmenar eru ýktir tilfinninga-
lega og blóðheitir. Ég er að reyna
að læra tungumálið eins og ég get
en það gengur mjög hægt. Um jólin
fæ ég frí á aðfangadag og jóladag
þannig ég ætla að fara til Brasov,
sem er fallegur fjallabær í rúmlega
tveggja klukkutíma fjarlægð frá
höfuðborginni Búkarest. Þar stefni
ég á að eyða jólunum í snjónum.“
Elskar róleg spilakvöld
Utan körfuboltans segist hún
hafa mestan áhuga á góðri heilsu,
næringarríkum mat og almennri
hreyfingu, þá sérstaklega útivist.
„Mér finnst fátt skemmtilegra
en að ferðast og kynnast annarri
menningu, kynnast nýju fólki og
borða góðan mat. Þótt ég virki
kannski snarvitlaus inni á vell-
inum þá elska ég róleg spilakvöld
með fjölskyldu og vinum. Svo á ég
kærasta sem er frá London en býr
núna í París. Ég kynntist honum í
skólanum í Loughborough.“
Hún segist eiga erfitt með að
hafa ekkert fyrir stafni. „Mér finnst
rosalega erfitt að gera ekki neitt.
Núna er ég t.d. ekki í skóla með
körfuboltanum í fyrsta skipti í
langan tíma og á því mikinn frí-
tíma, sem er mikil áskorun hérna
í Rúmeníu. Ég reyni að lesa mikið,
stunda jóga og svo er amma að
reyna að kenna mér að prjóna í
gegnum Messenger, sem gengur
misvel satt að segja. Svo
finnst mér gaman að reyna
við alls konar matarupp-
skriftir þó þær gangi nú
oftast ekki upp.“
Talaði lítið fyrsta árið
Nám hefur alltaf
skipað stóran sess í
lífi Söru samhliða
atvinnumennsk-
unni, enda segir
hún sig langa
að vera í góðri
stöðu þegar
ferlinum
lýkur. „Ég
er búin að
njóta þeirra
forréttinda
og leggja
hart að mér til
að fá að gera
það sem ég
elska, um leið
og ég hef lokið
námi á fullum
styrk allan
tímann. Þegar
ég hóf háskóla-
nám í Banda-
ríkjunum
fannst mér
mjög erfitt að
læra á ensku
og var mjög
feimin að
tala hana. Ég
man að ég sat
í tíma á fyrsta
árinu mínu
og hlustaði á
kennarana, þýddi svo það sem þeir
sögðu og skrifaði það svo niður. Á
þeim tímapunkti voru þeir auð-
vitað farnir að tala um eitthvað
annað. En með tímanum þá varð
þetta auðveldara og auðveldara.“
Hún segir þjálfara liðsins hafa
gert mikið grín að sér á fyrsta
árinu, þar sem hún var svo feimin
við að tala ensku. „Ég sagði varla
orð fyrsta árið, en svo þegar ég
útskrifaðist þá kvartaði hann yfir
því að ég talaði of mikið. Og í dag
finnst mér stundum auðveldara
að hugsa á ensku heldur en á
íslensku, sérstaklega þegar kemur
að því að skrifa ritgerðir eða eitt-
hvað slíkt.“
Háskólanámið í Bandaríkj-
unum og í Englandi, þar sem
hún kláraði meistaranámið, var
gjörólíkt. „Í Englandi þurfti ég að
vinna miklu meira sjálf, á
meðan nemendur voru
meira mataðir með alls
konar hjálpartækjum
í Bandaríkjunum.
Meistaranámið var mjög
krefjandi en jafnframt
mjög skemmtilegt
nám.“
Dýrmæt reynsla
sem nýtist vel
Þegar ferlinum
lýkur segist hún
vera spennt fyrir
að fara á almenna
vinnumarkaðinn
þar sem nám
hennar nýtist
vonandi vel, hvar
sem hún verður
stödd í heiminum. „Þar
sem karfan hefur alltaf
gengið fyrir í lífi mínu
þá hef ég ekki náð
mér í hefðbundna
reynslu á vinnu-
markaði. Þegar
kemur að því
vonast ég þó
til þess að geta
notað það sem
ég hef lært í
körfuboltan-
um, það er að
nýta agann,
metnaðinn,
skipulagið og
þá dýrmætu
reynslu að hafa
í lífinu kynnst
alls konar
fólki.“ n
4 kynningarblað A L LT 23. desember 2021 FIMMTUDAGUR