Fréttablaðið - 23.12.2021, Qupperneq 28
8 SMÁAUGLÝSINGAR 23. desember 2021 FIMMTUDAGUR
Staða íslensks dómara við
Mannréttindadómstól Evrópu
Kjörtímabil íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu
rennur út hinn 31. október 2022. Evrópuráðið hefur því farið þess
á leit að tilnefnd verði af Íslands hálfu þrjú dómaraefni en skv. 22.
gr. mannréttindasáttmálans, sbr. lög nr. 62/1994, eru dómarar við
Mannréttindadómstólinn kjörnir af þingi Evrópuráðsins af lista með
þremur mönnum sem samningsaðili tilnefnir.
Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg fjallar um mál sem til hans
er vísað af einstaklingum og samningsaðilum vegna meintra brota á
ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu eða samningsviðaukum við
hann. Dómstóllinn er skipaður einum dómara frá hverju samningsríkja.
Um hæfisskilyrði dómara við Mannréttindadómstólinn er fjallað í
21. gr. mannréttindasáttmálans og kemur þar fram að dómarar skuli
vera grandvarir og verði annaðhvort að fullnægja kröfum um hæfi til að
gegna æðri dómarastörfum eða vera lögvísir svo orð fari af. Þeir skuli
skipa sæti sitt sem einstaklingar og meðan kjörtímabil þeirra varir skuli
þeir ekki taka þátt í neinni starfsemi sem sé ósamrýmanleg sjálfstæði
þeirra, hlutleysi eða kröfum sem gerðar eru til fulls dómarastarfs.
Samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skulu umsækjendur vera yngri en 65 ára
daginn sem þingið biður um lista með þremur mönnum, sjá nánar í
22. gr. Sú dagsetning er 5. maí 2022.
Sérstök athygli er vakin á því að dómstóllinn gerir þá kröfu að dómari
hafi gott vald bæði skriflega og munnlega á öðru tveggja opinberra
tungumála réttarins, þ. e. ensku og frönsku, og nokkurn skilning á hinu.
Dómstóllinn leggur áherslu á að á listanum séu ekki aðeins dómaraefni
af einu kyni.
Hér með gefst þeim sem áhuga hafa á að vera tilnefnd af Íslands
hálfu sem dómaraefni við mannréttindadómstólinn kostur á að
senda forsætisráðuneytinu umsókn sína eigi síðar en 14. janúar
2022. Umsóknir og fylgigögn óskast send til forsætisráðuneytisins,
Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, 101 Reykjavík og á netfangið
for@for.is.
Er þess óskað að umsóknir berist á íslensku, ensku og jafnframt á
frönsku ef unnt er á sérstökum umsóknareyðublöðum Evrópuráðsins.
Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að
umsækjendur gefi upp netfang sem notað verður til að eiga samskipti
við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
tilnefningu liggur fyrir.
Forsætisráðherra mun skipa fimm manna hæfnisnefnd til að
meta umsóknir sem berast. Mun hæfnisnefndin skila umsögn um
umsækjendur og gera rökstudda tillögu um hver þeirra teljist hæfust
til að vera tilnefnd. Tilnefningar stjórnvalda verða byggðar á þessari
tillögu.
Frekari upplýsingar veitir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri,
í síma 545 8400, netfang: steinunn.valdis.oskarsdottir@for.is.
Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/
auglysingar/auglysing/2021/12/20/
Stada-islensks-domara-vid-Mannrettindadomstol-Evropu/
Forsætisráðuneytinu,
21. desember 2021
Þjónustuauglýsingar Sími 550 5055
Alla fimmtudaga og laugardaga
arnarut@frettabladid.is
Ferðaþjónustuhús
Vönduð hús sem henta
vel í ferðaþjónustuna,
afhendast fullkláruð.
Nánari uppl. reisum@simnet.is
eða í síma 899 0913 Fríða
www.reisum.is
Geymsluskúrar /gestahús til sölu
• Þrjár stærðir 7,5/9,5/14,9 fm.
• Veggjagrind út 45x95 timbri.
• Pappi og bárustál á þaki.
• Rofar og tenglar IP44 rakaheldnir.
• Skúrar sem þola veður og vinda.
Nánari uppls; reisum@simnet.is eða
s. 899 0913 Fríða, www.reisum.is
LED leiðiskrossar
• Gengur fyrir raf-
hlöðum eða tengist rafmagni.
• Rafhlaða endist
um það bil í einn
mánuð.
Upplýsingar í s. 699 6869 og rafeindir.is
Varahlutir í lyftara
- Toyota
- Hyster
- Yale
- Jungheinrich
- OO.
Er verið að leita að þér?
Viðskiptavinir Ráðum fela ráðgjöfum okkar oft að finna starfsmenn án þess að auglýsa stöðuna.
Skráðu þig í gagnagrunninn okkar til að tryggja að við finnum þig þegar rétta starfið býðst.