Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2021, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 23.12.2021, Qupperneq 38
Myndirnar sýna mann- eskju og líkama henn- ar sem lúta sömu lögmálum og vökvi. Helena Margrét Jónsdóttir sýnir í Plan X Art Gallery í Mílanó á Ítalíu. Þetta er fyrsta einkasýning Helenu Mar- grétar utan landsteinanna. Sýningin var opnuð 1. desember og stendur til 18. janúar. Hún hefur yfirskriftina Liquida og sýningar- stjóri er Sasha Bogojev. Helena Margrét sýnir tíu verk unnin í olíu og akrýl á striga. „Myndirnar sýna manneskju og líkama hennar sem lúta sömu lögmálum og vökvi. Áherslan er á hreyfingu, f læði og endurspeglun og það hvernig hlutir brenglast í vatni og vökva. Hún er að hellast, sullast, leka, bráðna, drjúpa og f ljóta,“ segir Helena Margrét og tekur dæmi: „Persónan er kannski að hellast úr f lösku yfir í vínglas, hún sullast síðan þaðan og myndar poll á öðru verki. Í myndunum er mikið af f löskum, glösum og gleri sem endurspegla brothætt ástand persónanna sem geta skolast burt. Um leið og ég er að sýna það við- kvæma og fíngerða er ég að fanga hreyfingu á því augnabliki sem hún á sér stað. Samtímis sé ég fyrir mér það sem gerðist rétt áður en myndefnið varð til og það sem mun gerast eftir á.“ Öll verkin á sýningunni seldust rétt fyrir opnun og á opnuninni sjálfri. Allnokkrir kaupendur eru erlendir listaverkasafnarar. „Við- tökurnar komu mér mjög á óvart,“ segir Helena Margrét. Hún segir ákaflega gaman að geta loks sýnt verk í sýningarsal. „Eftir að hafa verið í Íslandsbúbblunni í Covid var óskaplega gaman að fara utan og sýna þar. Allan tímann úti var ég með smá óraunveruleikatilfinn- ingu.“ Helena Margrét lærði myndlist við Myndlistarskólann í Reykjavík, Konunglega listaháskólann í Haag í Hollandi og útskrifaðist með BA- gráðu í myndlist úr LHÍ árið 2019. Fram undan hjá henni er undir- búningur fyrir sýningu í Ásmundar- sal í október, það verður samsýning hennar og kærastans Hákonar Arnar Helgasonar sviðshöfundar. „Við munum vinna ferlið saman og sameina sviðsverk og myndlist,“ segir Helena Margrét. n Það viðkvæma og fíngerða „Viðtökurnar komu mér mjög á óvart,“ segir Helena Margrét. MYND/AÐSEND Segja má að slegist hafi verið um myndir Helenu Mar- grétar en þær seldust allar, fyrir sýningu og á opnuninni. kolbrunb@frettabladid.is Sunnudaginn 2. janúar næstkom- andi mun Jónas Ásgeir Ásgeirsson f lytja harmóníkukonsert Finns Karlssonar í Norðurljósasal Hörpu ásamt kammersveitinni Elju. Kons- ertinn var saminn 2020 og hlaut viðurkenninguna Tónverk ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum 2021. Konsertinn, sem heitir einfaldlega Accordion Concerto eða Harmón- íkukonsert, verður jafnframt hljóð- ritaður daginn eftir tónleikana sem hluti af nýrri plötu Jónasar með íslenskri tónlist fyrir klassíska harmóníku. Önnur verk á plötunni verða meðal annars áður óþekkt kamm- erverk eftir Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson, verk eftir Atla Ingólfsson og Friðrik Margrétar- Guðmundsson og nýtt einleiksverk eftir Þuríði Jónsdóttur. n Konsert í Hörpu Jónas Ásgeir leikur í Hörpu. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is kolbrunbfrettabladid.is Skáldsagan Merking eftir Fríðu Ísberg hefur nú verið seld til 14 mál- svæða. Merking vann nýlega Bók- salaverðlaunin og hlaut til- nefningu til Fjöruverð- launanna. Faber & Faber keypti réttinn í Bretlandi en fyrir- tækið gefur út bækur eftir fremstu rithöfunda heims eins og Milan Kun- dera, Sally Rooney og Kazuo Ishiguro. n Merking fer víða Fríða Ísberg rithöfundur. V Ö N D U Ð Í S L E N S K H Ö N N U N BRANDSON . I S 30 Menning 23. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 23. desember 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.