Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 21
fór utan með honum 1765 og fullkomnaði sig betur í læknis-
fræði, kom aftur 1766, tók próf í læknisfræði hjá Bjarna
landlækni 27 apríl 1767. Skipaður 20. júní 1766 fjórðungs-
læknir í Vestfirðinga-fjórðungi. Sat veturinn 1767—68, að
Staðarfelli, þá á Reykhólum og frá 1773 í Bjarnarhöfn. Fékk
lausn 1. okt. 1802, með 20 ríkisdala eftirlaunum árlega, settur
að nýju 27. júlí 1807. Dó í læknisferð á Hvítárvöllum 21.
marz 1811.
Jón Einarsson.
F. 1747. Foreldrar: Einar srniður Magnússon í Auðsholti
í Olfusi og kona hans Guðrún Gísladóttir prests í Kaldaðarnesi,
Alfssonar. Eftir lát föður síns (um 1757) hefir hann verið á
vegum föðurbróður síns, Þórðar Magnússonar að Reykjum í
Ölfusi. Tekinn í Skálholtsskóla 1762, stúdent 10. maí 1769,
talinn í tölu hinna tomæmari nemenda, lærði síðan læknis-
fræði hjá Bjarna landlækni Pálssyni, hlaut próf frá honum 3.
júlí 1776. Var aðstoðarlæknir Bjarna Pálssonar og settur land-
læknir eftir lát hans 8. sept. 1779, unz Jón Sveinsson tók
við sumarið 1780. Skipaður 17. apríl 1782 fjórðungslæknir
í norðurhéraði Vesturamtsins, en komst ekki vestur fyrr en sumar-
ið 1783, vegna veikinda konu sinnar. Sat veturinn 1783—84
á Gróustöðum. í Miðhúsum á Reykjanesi 1784—86. Þá að
Börmum, en frá 1788 í Armúla á Langadalsströnd. Fékk lausn
3. marz 1813. Varð að segja af sér, því að hann var þá orðinn
nálega blindur.
Dó í Ármúla 29. júlí 1816.
(Aths. I norðurhéraði Vesturamtsins voru þessar sýslur, sam-
kvæmt konunglegri tilskipun frá 17. des. 1781. Barðastranda-
sýsla, ísafjarðarsýslur og Strandasýsla).
Hvídsteen, Lars Christían.
Fæddur í Kaupmannahöfn 1. jan. 1784. Dáinn 13. sept.
1829. Settur læknir í norðurhéraði Vesturamtsins 1817. Sat
a Þingeyri í Dýrafirði og dó þar. Hann var ókvæntur.
Foreldrar hans voru P.C. Hvidsteen og kona hans Gunhild
19