Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 44
sjóveikar og gátum enga björg okkur veitt. Þá voru sendir til okk-
ar tveir menn til aðstoðar, þeir Þorsteinn Einarsson síðar bóndi
á Reykjum í Hrútafirði og Jón Leví, húnvetningur. Enginn mátti
fara upp á þilfar og allt var lokað. Það hrikti í skipinu eins og
það væri að liðast í sundur, og veltingurinn var svo mikill, að við
stóðum ýmist á höfði eða fótum og urðum að ríghalda okkur.
Eitt sinn er ég leit upp sá ég að annar maðurinn missti hand-
festu og hentist með öllu saman út á gólf, og hinn stökk á fætur,
svo hann færi ekki sömu leiðina. Þeir hafa ekki verið í eins góð-
um kojum og við. Svona gekk þetta fyrir Strandir, og var mér
sagt að skipið hefði síðan haldið sjó 5—6 mílur út af Homi. Svo
fór aðeins að birta, ferðinni var haldið áfram, og sást þá snemma
morguns til lands í Aðalvík. Og á miðvikudagskvöld skreið Vesta
inn á Isafjarðarhöfn eftir fimm sólarhringa ferð frá Hólmavík.
Þá fréttum við að Fálkinn hefði verið ferðbúinn til leitar að Vestu,
því farið var að óttast um skipið, sérstaklega vegna þess að það
var kolalítið.
Áður en við fórum frá borði sögðu nokkrir farþegar á öðru
plássi okkur frá því, að þeir hefðu ákveðið, að ef þeir kæmust lífs
af, þá skyldu þeir láta ljósmynda sig á ísafirði. Báðu þeir okk-
ur fyrir alla muni að vera með. Við höfðum ekkert á móti því, og
þetta var gert.
Þegar í land kom fór ég heim til fóstursystur minnar, Herdísar
Jónsdóttur, sem var gift og búsett þar. Móttökumar voru eins
og bezt var á kosið, og var ég hjá þeim hjónunum um nóttina
og mestallan fimmtudaginn. Var þessi heimsókn okkur mjög
ánægjuleg. Seinnipartinn á fimmtudag var svo lagt af stað áleiðis
til Sólbakka í Önundarfirði. Þar átti að taka kol. Þegar þangað
kom, frétti ég, að skipið ætti að koma við á Þingeyri. Var
þá ekki annað fyrir mig að gera en að fara í land á Sólbakka og
reyna að bjarga mér eins og bezt gengi.
Aðkoman þar var ekki árennileg fyrir mig, því bryggjan var
alþakin kolum, og ég sá það að ég gat ekki komizt hjálparlaust
upp bryggjuna með koffortið mitt. Þegar ég er í þessum hug-
leiðingum kemur til mín kona sem segir: „Ert þú að hugsa um
að fara hér í land góða mín?“ „Já,“ segi ég, „ég er að hugsa um
42