Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 51
það að vera vel verkað, annars leit sá grái ekki við því. Fyrst
voru skornar nokkrar kantaðar beitur um 8 sm á kant, og var
þeim stungið alla leið upp fyrir efra agnhald og var það bil á
krókleggnum fyllt af svoleiðis bitum og gátu þeir aldrei fallið
niður í buginn á króknum, því agnhaldið hélt við. Því næst var
skorin aflöng, oddmjó beita, hún féll niður í buginn á króknum,
og lafði mjórri endinn niður eins og beitan hafði lengd til.
Hákarlinn byrjaði á því að sjúga þá beitu, og ef honum líkaði
lykt og bragð, þá vildi hann líka ná í það, sem var beitt upp
á legginn, og varð vaðarmaðurinn að finna það á því, hvernig
hann tók í oddbeituna hvenær hann gapti til að ná í meira, og
var þá færinu rennt út um 1 faðm. Var það kallað að setja í,
því færið var strax dregið til baka, og var þá hákarlinn fastur á
því. Ekki þótti vel sett í nema krókurinn væri fastur niðri í maga
á hákarlinum.
Þegar búið var að beita krókinn, var færinu rennt út. Síðan
var tekið grunnmál, það er að önglinum var lyft frá botni, og
var það um 4 faðmar. Því næst var færið sett fast og farið að
laga til í bátnum, hafa öll áhöld á sínum ákveðna stað. Því næst
fengu menn sér bita að borða, því sá grái var vanur að láta bíða
eftir sér. Það þótti ágætt, ef vart varð við hann eftir 2 klst. og
stundum gat hann látið bíða eftir sér eitt og tvö sjávarföll. Venju-
lega var hann örastur um liggjandann (það er fjöruna); þá dró
úr straum, og færin lágu beint að botni, og var það kallað að
bera heim. A flóði aftur á móti var stundum svo mikill straum-
ur, að á 60 faðma dýpi bar færin út, svo að 90 faðmar voru úti
eða meira. venjulega var reynt að leggjast í byrjun útfalls, og væri
eitthvað verulegt um hákarl, fékkst hann þegar fór að líða að
háfjöru.
Venjulega var hver hákarl dreginn af einum manni. Þó kom
það fyrir, ef hákarlinn var stór og dýpi mikið, að tveir drógu
sama hákarlinn, en meira þótti það metnaðarmál að draga sinn
afla sjálfur hjálparlaust.
Þegar hákarlinn kom að borði, var fært í hann. Til þess voru
notaðir stórir járnkrókar, sem kallaðir voru ífærur. Við þær var
fest sterkum kaðli, um faðmslöngum, og var hann kallaður ífœru-
49
L