Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 52
band. Venjulega voru tveir, sem færðu í, hvor með sína ífæru og
þótti bezt að færa í augun á hákarlinum. Með snöggu átaki var
svo hausnum kippt upp á borðstokkinn, þannig að hnakkmn sneri
upp, og tók þá þriðji maður hnallinn og rotaði hákarlinn; til þess
að rota hann þurfti ekki nema eitt högg, ef það kom á réttan stað.
Hnallurinn var trékylfa, um 120 sm löng, með hnúð á þeim end-
anum, sem lenti á hákarlshausnum. Nú þurfti að losa krókinn,
sem eins og áður er sagt var oftast niðri í maga. Þá var krían
tekin. Það var aflangt áhald úr tré með klauf á neðri enda. Nú
var klaufinni rennt niður eftir sóknartaumnum og niður í bug-
inn á króknum. Því næst var króknum ýtt neðar og kríunni hald-
ið fastri í bugnum og hvort tveggja dregið upp úr hákarlinum.
Því næst var gómbíturinn tekinn. Það áhald var þannig, að fremst
á tréskaft um 120 sm langt var sett járnskeifa og voru endar
hennar beygðir út frá skaftinu og mynduðu hvassa odda. Þessu
var stungið upp í hákarlinn og féll þá efri skolturinn niður á
þessa odda og sat þar fastur. Nú stóð skaftið mestallt inn af
borðstokknum og myndaðist þannig vogarafl, þegar ýtt var á
skaftendann niður í rúmið, svo að hákarlstrjónan lyftist upp fyr-
ir borðstokkinn. Þá var skálmin tekin; það var sveðja mikil, blaðið
úr jámi um 75 sm langt og eins og 2 sm breitt, skaftið var um 60
sm langt. Skálmin var mjög biturlegt vopn og geymd í tréhulstri,
sem kallað var skeiöar, til að forðast slysahættu, og fékk sá maður
alvarlega áminningu, er gleymdi að stinga skálminni í skeiðar, er
hann var búinn að nota hana. Með skálminni var stungið í gegn-
um hákarlstrjónuna og skorið kringlótt gat, um 15 sm í þver-
mál, því næst var farið með hendina inn í gatið, tekið í mænuna
og hún dregin úr hryggnum. Það var kallað að trumba. Það
kom varla fyrir að mænan slitnaði, en ef hún slitnaði, var sá
hákarl skorinn upp í bátinn,ð það er í hæfileg stykki, og allur
innbyrtur því þar sem mænan varð eftir var líf í búknum, og þeg-
ar átti að hafa slíkan hákarl utanborðs og róa fyrir honum, þá var
hann með sporðinn á hreyfingu, og dró það mjög úr skriði bátsins
og gerði róðurinn erfiðari.
Nú var að koma seilabandinu á réttan stað; væri það ekki gert,
slitnaði hákarlinn af seilinni og tapaðist. Sá, sem seilaði, varð
50
J