Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1971, Síða 52

Strandapósturinn - 01.06.1971, Síða 52
band. Venjulega voru tveir, sem færðu í, hvor með sína ífæru og þótti bezt að færa í augun á hákarlinum. Með snöggu átaki var svo hausnum kippt upp á borðstokkinn, þannig að hnakkmn sneri upp, og tók þá þriðji maður hnallinn og rotaði hákarlinn; til þess að rota hann þurfti ekki nema eitt högg, ef það kom á réttan stað. Hnallurinn var trékylfa, um 120 sm löng, með hnúð á þeim end- anum, sem lenti á hákarlshausnum. Nú þurfti að losa krókinn, sem eins og áður er sagt var oftast niðri í maga. Þá var krían tekin. Það var aflangt áhald úr tré með klauf á neðri enda. Nú var klaufinni rennt niður eftir sóknartaumnum og niður í bug- inn á króknum. Því næst var króknum ýtt neðar og kríunni hald- ið fastri í bugnum og hvort tveggja dregið upp úr hákarlinum. Því næst var gómbíturinn tekinn. Það áhald var þannig, að fremst á tréskaft um 120 sm langt var sett járnskeifa og voru endar hennar beygðir út frá skaftinu og mynduðu hvassa odda. Þessu var stungið upp í hákarlinn og féll þá efri skolturinn niður á þessa odda og sat þar fastur. Nú stóð skaftið mestallt inn af borðstokknum og myndaðist þannig vogarafl, þegar ýtt var á skaftendann niður í rúmið, svo að hákarlstrjónan lyftist upp fyr- ir borðstokkinn. Þá var skálmin tekin; það var sveðja mikil, blaðið úr jámi um 75 sm langt og eins og 2 sm breitt, skaftið var um 60 sm langt. Skálmin var mjög biturlegt vopn og geymd í tréhulstri, sem kallað var skeiöar, til að forðast slysahættu, og fékk sá maður alvarlega áminningu, er gleymdi að stinga skálminni í skeiðar, er hann var búinn að nota hana. Með skálminni var stungið í gegn- um hákarlstrjónuna og skorið kringlótt gat, um 15 sm í þver- mál, því næst var farið með hendina inn í gatið, tekið í mænuna og hún dregin úr hryggnum. Það var kallað að trumba. Það kom varla fyrir að mænan slitnaði, en ef hún slitnaði, var sá hákarl skorinn upp í bátinn,ð það er í hæfileg stykki, og allur innbyrtur því þar sem mænan varð eftir var líf í búknum, og þeg- ar átti að hafa slíkan hákarl utanborðs og róa fyrir honum, þá var hann með sporðinn á hreyfingu, og dró það mjög úr skriði bátsins og gerði róðurinn erfiðari. Nú var að koma seilabandinu á réttan stað; væri það ekki gert, slitnaði hákarlinn af seilinni og tapaðist. Sá, sem seilaði, varð 50 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.