Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 55
þetta miklir dugnaðar- og ágætismenn og miklir vinir mínir.
Snemma um morguninn 7. desember vorum við Björn formað-
ur komnir niður að sjó. Ég býð honum góðan dag og segi, að
mér sýnist Ijótt veðurútlit inn yfir Steingrímsfjörðinn. Svaraði Bjöm
því, að víst megi búast við því að hann geri kviðu í dag. Og þar
með fara þeir á Svaninum að draga lóðirnar, sem lagðar voru
kvöldið áður, eins og sagt var hér að framan. Þá var vestankaldi
út úr firðinum.
I mér var einhver óhugur, svo ég fór ekki fyrr en birta tók
af degi, en þá segi ég við drengina mína, að þetta sé ekki hægt,
að láta þá draga línuna, en við að sitja í landi. Föram við þá á
sjóinn og byrjum að draga línuna framundan Smáhömrum. Eru
þeir á Svaninum þá komnir nokkuð út fyrir okkur og draga út.
Voru þeir með fleiri lóðir en við.
Er við höfðum dregið 12—15 lóðir, var orðið svo hvasst, að ég
segi þeim að skera á lóðirnar og setja niðristöðu á endann. Er
hér var komið, er komið háa rok og ekki um annað að gera en
leita lands. Keyrum við upp undir Gálmaströndina og förum fast
með landinu og náðum í lendinguna á Smáhömrum. Er þá svo
hvasst, að tæplega er stætt á bryggjunni.
Svo líður tíminn og í lengstu lög er vonazt eftir Svaninum, en
han kom ekki. Datt mönnum þá í hug, að þeir hefðu hleypt und-
ir Grímsey á Steingrímsfirði. Var bátur sendur þangað frá Bæ á
Selströnd, en varð einskis var. Fór þá stór dekkbátur frá Ffólma-
vík að leita, en það fór á sömu leið. Það, sem síðast sást til Svans-
ms var þetta: Sonur minn, Einar Ingi, fór að huga að kindum og
sá þá bátinn skammt undan Hvalsárhöfða, sem er milli Kolla-
fjarðar og Steingrímsfjarðar. Var báturinn þá svo nærri landi, að
hann sá mann aftan við stýrishúsið nokkuð greinilega.
Um það hvernig slys þetta skeði, er enginn til frásagnar. Lík-
fega hefur vélin bilað, því hún var orðin slitin og báturinn stór
miðað við afl hennar. Vestanrok var langt fram eftir nóttu, en
um morguninn var kominn norðan garður. Var þá gengið á fjörur,
°g fannst víða brak úr bátnum alla leið inn í Hrútafjörð. Ég tel
hklegast að báturinn hafi farizt á grynningunum út af Kollafirði,
sem eru þar miklar, en það er samt mál, sem enginn getur full-
53