Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 58

Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 58
sýnir áhugamenn í Kollafirði, meðal þeirra og forystumenn Guð- jón Guðlaugsson á Ljúfustöðum alþingismaður Strandamanna, séra Arnór Arnason á Felli o.fl. A þeim árum var byggður alþýðu- skólinn á Heydalsá. Frá Kollafjarðamesi fóru í Lærðaskólann sonur Guðmundar bónda, Guðmundur G. Bárðarson, náttúrufræðingur og systur- sonur Guðm., Guðmundur Guðmundsson. Þótt Júlíus nyti ekki menntunar sem sonurinn eða frændurnir, naut hann þess menn- ingar-anda, sem mótaði þar alla heimilishætti: sjálfstæða hugsun, gildi verðmæta og athafna, hagsýni og fyrirhyggju. Júlíus minnt- ist Kollafjarðarness-heimilisins alla tíð með þakklæti og virðingu. Frá Kollafjarðarnesi fór Júlíus sem kaupamaður að Þorpum í Tungusveit, þar kynntist hann Valgerði Jónsdóttur, elztu heima- sætunni, eignuðust þau eina dóttur, sem ólst að mestu upp hjá föður sínum, þar eð foreldrarnir skildu samvistum. Margrét Ólína, systir Júlíusar, hafði um nokkur ár verið vinnu- kona hjá þeim sæmdarhjónum: Sigríði Einarsdóttur og Ingi- mundi Magnússyni í Bæ í Króksfirði. Þegar leystar eru festar á Kollafjarðarnesi býður Margrét Olína móður sinni að Bæ, fer hún þangað og einnig Sigríður systir Margrétar Olínu og litlu síðar Júlíus bróðir þeirra, dvöldu systkinin þar nokkur ár, var Júlíus fjármaður og ráðsmaður þegar Ingimundur var fjarverandi, en búskapur var þar fyrirferðamikill, en Júlíus var þeim vanda vaxinn. Árið 1914 fór Júlíus að búa í Hlíð í Þorskafirði, ásamt systrum sínum, og tók þá til sín Margrétu, dóttur sína, sem verið hafði í fóstri á Reykhólum hjá þeim ágætu heiðurshjónum: Arndísi Bjarnadóttur og Hákoni Magnússyni. Næsta ár 1915 festi Júlíus kaup á jörðinni Hjöllum í Gufu- dalssveit og flutti þangað um vorið. Sú jörð hefur mikið land- rými og álitin ein með beztu sauðjörðum þar um slóðir, sem þó eru margar góðar. Útheys-afla varð að sækja upp á fjallið langan lestagang og því erfitt, en heygæði. Tún var all-sæmilegt en ógirt er Júlíus tók við jörðinni, og lét hann það verða sitt fyrsta verk að girða túnið og töluvert útfyrir það, til þess að hafa innas 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.