Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 61
Gísli GuÖlaugsson frá Steinstúni:
Minnisstæð ferð
Gísli Guðlaugsson frá Steinstúni, er maður hljóðlátur og hýr
á svip, á yngri árum var hann einn af þeim, er héldu uppi
skemmtanalífi heimabyggðar sinnar og var harmonikuleikari á
flestum skemmtisamkomum er haldnar voru í þessari nyrstu byggð
Strandasýslu.
Þó Gísli sé nú kominn yfir sjötugt og hafi átt við vanheilsu að
stríða mörg undanfarin ár, er svipurinn ennþá heiður og hlýr,
sem á yngri árum.
Gísli bjó um langt árabil að Steinstúni í Norðurfirði. Frásögn
þá er hér fer á eftir, skráði Gísli og sendi Strandapóstinum.
Hver sem þekkir til staðhátta á leið þeirri, er þeir fóru með
vagnana Gísli og Sæmundur, mun undrast mjög að þeim skyldi
takast að komast þessa leið, um snarbrattar hlíðar, háfjalla. Um
þetta ferðalag þeirra, væri helzt að segja, að ,,æskan er ófyrir-
leitin“. Og ekki er undravert þó menn er svo misþyrma orku
sinni, verði útslitnir fyrir aldur fram. En æskan er alltaf sjálfri
sér lík, „að sækja fram og sigra, hvað sem það kostar“. Þar er
oft minna hugsað um afleiðingarnar. /./.
Vorið 1918 vann ég hjá Olafi Guðmundssyni frá Eyri, en
hann var þá að byggja síldarsöltunarstöð við innanverðan Ingólfs-
fjörð, stöðin var nefnd Kleifastöð. Þarna hagaði svo til, að undir-
lendi var ekkert og til þess að fá athafnasvæði, varð að búa það
til, það var gert með þeim hætti að hlaðinn var garður fram á
fremsta útfiri, úr stórgrýti sem tekið var úr hlíðinni fyrir ofan,
garðurinn stóð upp úr sjó á stórstraumsflæði. Nú þurfti að fylla
59