Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 63
gætum sett yfir herðarnar og fram fyrir axlirnar, þetta gekk
sæmilega inn í Reykjarfjörð, þar stönsuðum við, bóndinn þar
var ekki heima, en systir hans, sem var bústýra hjá honum veitti
okkur góðan beina og lét okkur hafa bönd til að draga vagnana,
nú tókum við þá ákvörðun að fara yfir fjall, það er upp úr
Reykjarfirði og niður í Ingólfsfjörð, svo var lagt af stað fram
Reykjarfjarðardal og var þá orðið áliðið dags. Þama eru eyrar
fyrst fram eftir og þar gekk allt vel, en þegar kom í brekkurnar
upp úr dalnum, sem eru brattar og langar, fór að verða erfitt,
enda urðum við þá að fara með annan vagninn í einu þar sem
brattast var. Svona var haldið áfram og tekið á af öllum kröftum,
loks komum við að erfiðasta kaflanum, sem við héldum vera, en
það er hæðarhryggur sem liggur út frá fjallinu Glyssu og er
kallaður tagl, þar var snjóskafl, að vísu harður nokkuð, en þó
laus ofan, þarna er snarbratt upp og þó við færum báðir með
annan vagninn, var á takmörkum að við kaamim þeim upp og
urðum oft að hvíla okkur, þó hafðist það að koma báðum
vögnunum upp, þó seint gengi. Þarna hvíldum við okkur vel,
enda orðnir þreyttir og svangir, því ekki höfðum við neinn bita
með okkur, nú héldum við að allt erfiði væri búið, þar sem við
vorum komnir í fulla hæð, en það var nú öðru nær, enn var
haldið af stað, þarna uppi var kafli allgóður yfirferðar. Nú var
eftir að komast niður af fjallinu og afréðum við að fara niður
svokallaðan Seljadal, en það er raunar enginn dalur, heldur hvilft
inn í hlíðina og er þarna snarbratt niður og mjög óslétt. Vagnamir
voru þannig útbúnir, að öxlamir lágu í hökum neðan á kjálkunum,
þegar við komum niður í brekkuna, þá misstum við hjólin undan
þeim, og var heppni að þau fóm ekki alla leið niður í sjó. Eg
held að þetta hafi verið versti kaflinn á leiðinni, að lokum komumst
við þama niður, héldum því næst út með sjónum, þangað sem ver-
ið var að vinna, þá vom menn að fara í vinnuna um morguninn,
við vorum þá búnir að vera 24 klst. í ferðinni. Okkur var mjög vel
tekið er við komum með vagnana. Við borðuðum og sváfum
til hádegis, en fórum þá að vinna þreyttir en ánægðir.
61