Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 65

Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 65
ingabók um fóstra sinn, Hall hinn milda Þórarinsson í Haukadal, að hann mundi það, er Þangbrandur prestur skírði hann þre- vetran. Eg hygg þó, að slíkt minni sé alls ekki eins fágætt og margir ímynda sér, og að mínu viti mætti frekar enn hitt gera ráð fyrir því sem almennri reglu. Fyrir þeirri ætlun minni hefi ég mína eigin reynslu og ýmissa annara. I því sambandi mun þó vera höfuðatriði eða skilyrði, að eitthvað sérlegt beri manni fyrir augu og eyru á svo ungum aldri, ef það á að verða fast í minni um aldur og ævi. Ovenjulegir atburðir brenna sig inn í vitund manns og skynj- anir og þá er hægt að tímasetja, en ekki fyrirbæri hins hversdags- lega lífs, sem líður fram eins og lygn móða og hver dagurinn er öðrum líkur. Vegna vöntunar á minnisverðum og tímasettum atburðum, sem miða má aldurinn við, getur allur þorri manna ekkert um það sagt á fullorðins árum, á hvaða aldri þeir muna fyrst til sín. Eg er lítt fróður um rannsóknir vísindamanna á þessu sviði, bæði hér á landi og erlendis, en grunur minn er sá, að flestir ef ekki allir Islendingar muni eitt og annað allt frá þriggja ára aldri, og jafnvel eitthvað fyrr. Vandinn er bara sá, að á þeim aldri skortir menn almennt minnisstæð atvik, sem hægt er að tíma- setja með fullri vissu. Þessar hugleiðingar um minnisgáfuna, sem sannarlega er mikilsverð, þótt segja megi að hæfileikinn til að gleyma sé það ekki síður, hafa hrotið hér úr pennanum vegna þess, að hugmyndin er að festa hér á blað fáeinar bernskuminn- ingar mínar, nánar til tekið frá því ég var sex til ellefu ára gamall. Að vísu minnist ég margs frá yngra aldri en það, sem vart mun hafa almennt gildi fyrir aðra útífrá. Aftur á rnóti er hugsanlegt, að eitthvað í endurminningum mínum frá fyrmefndu aldurs- skeiði þyki betur geymt en gleymt, þegar tírnar líða. Vorið 1906 fluttu foreldrar mínir búferlum frá Gilsstöðum í Selárdal, þar sem þau höfðu búið s.l. sjö ár, út að Kálfanesi í sömu sveit og fóru að búa þar á hálfri jörðinni, á móti föður- bróður mínum Jóni Jóhannssyni frá Víðivöllum í Staðardal. Jón hafði þá misst fyrri konu sína, Katrínu Jónsdóttur frá Stað, fyrir rúmum fimm árum. Þau höfðu eignazt einn son, Karl að nafni, 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.