Strandapósturinn - 01.06.1971, Blaðsíða 65
ingabók um fóstra sinn, Hall hinn milda Þórarinsson í Haukadal,
að hann mundi það, er Þangbrandur prestur skírði hann þre-
vetran. Eg hygg þó, að slíkt minni sé alls ekki eins fágætt og
margir ímynda sér, og að mínu viti mætti frekar enn hitt gera
ráð fyrir því sem almennri reglu. Fyrir þeirri ætlun minni hefi
ég mína eigin reynslu og ýmissa annara. I því sambandi mun
þó vera höfuðatriði eða skilyrði, að eitthvað sérlegt beri manni
fyrir augu og eyru á svo ungum aldri, ef það á að verða fast í
minni um aldur og ævi.
Ovenjulegir atburðir brenna sig inn í vitund manns og skynj-
anir og þá er hægt að tímasetja, en ekki fyrirbæri hins hversdags-
lega lífs, sem líður fram eins og lygn móða og hver dagurinn er
öðrum líkur.
Vegna vöntunar á minnisverðum og tímasettum atburðum,
sem miða má aldurinn við, getur allur þorri manna ekkert um
það sagt á fullorðins árum, á hvaða aldri þeir muna fyrst til sín.
Eg er lítt fróður um rannsóknir vísindamanna á þessu sviði, bæði
hér á landi og erlendis, en grunur minn er sá, að flestir ef ekki
allir Islendingar muni eitt og annað allt frá þriggja ára aldri,
og jafnvel eitthvað fyrr. Vandinn er bara sá, að á þeim aldri
skortir menn almennt minnisstæð atvik, sem hægt er að tíma-
setja með fullri vissu. Þessar hugleiðingar um minnisgáfuna, sem
sannarlega er mikilsverð, þótt segja megi að hæfileikinn til að
gleyma sé það ekki síður, hafa hrotið hér úr pennanum vegna
þess, að hugmyndin er að festa hér á blað fáeinar bernskuminn-
ingar mínar, nánar til tekið frá því ég var sex til ellefu ára gamall.
Að vísu minnist ég margs frá yngra aldri en það, sem vart mun
hafa almennt gildi fyrir aðra útífrá. Aftur á rnóti er hugsanlegt,
að eitthvað í endurminningum mínum frá fyrmefndu aldurs-
skeiði þyki betur geymt en gleymt, þegar tírnar líða.
Vorið 1906 fluttu foreldrar mínir búferlum frá Gilsstöðum
í Selárdal, þar sem þau höfðu búið s.l. sjö ár, út að Kálfanesi í
sömu sveit og fóru að búa þar á hálfri jörðinni, á móti föður-
bróður mínum Jóni Jóhannssyni frá Víðivöllum í Staðardal. Jón
hafði þá misst fyrri konu sína, Katrínu Jónsdóttur frá Stað, fyrir
rúmum fimm árum. Þau höfðu eignazt einn son, Karl að nafni,
63