Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 67
cn eigi mun hún hafa stigið á fæturna eftir það, allt til dánar-
dægurs árið 1917.
Einnig minnir mig að stanzað væri stutta stund og hvílt, í
hinum fornu áningarstöðum, undir Bröttugötu fyrir utan Grjótá
og í Hrískinn fyrir utan Ósá. Gamli þjóðvegurinn lá þá og lengi
síðan út Hrískinn og Sogin, með Stakkana á vinstri hönd, niður
bratta, mjóa götu, örskammt norðan við Kálfanestún og niður á
undirlendi, sem verður á milli túnsins og fjallshlíðarinnar í vestri.
Til norðvesturs er þar dalverpi nokkurt, og inni í botni þess afar
fomt eyðibýli, kallað Hvammshús. Nú var þar nátthagi, girtur
með grjótgarði. Töluverð tóttabrot voru þar, sennilega mestmegnis
gamlar stekkjarrústir. Arið 1709, þegar Jarðabók Á.M. var sam-
in á þessum slóðum, sást þar enn allglöggt til tótta og girðinga.
Fast sunnan við hin fornu Hvammshús rennur vatnslítið gil,
ofan úr Bleiksdölum, en liðast síðan fram um sléttlendið vestan
við túnið, og kallast þá Bæjarlækur. Þegar nær dregur sjó heitir
hann Kálfaneslækur. I læk þennan var sótt allt vatn, bæði í
fjós og bæ, og til matar og þvotta árið um kring. Var það hið
versta verk á vetrurn, því að bratt var upp að fara til bæjarins.
Yzti hluti fyrrnefnds láglendis, suður frá túninu, er mýrlendur
og var þá ákaflega blautur. En nokkrum áram áður hafði verið
byggður upp hlaðinn vegur, með skurðum og ræsum, suður yfir
mýrarnar, allt frá heimreiðinni og út á svonefndan Hádegishól.
Vegarspotti þessi hefur verið á að gizka 4-500 m langur, og var
aldrei kallaður annað en Brúin. Þó að hann væri ekki lengri en
þetta, var að honum hin mesta samgöngubót. Raunar mun ofaní-
burðurinn hafa verið í minnsta lagi, og því vildu myndast dálítil
slörk á einum eða tveimur stöðum, þegar mikið rigndi. Mölin mun
hafa verið tekin úr Hádegishólnum, sem er lágt malar- og kletta-
holt. Þegar Brúin var byggð, hefur líklega ekki verið völ á öðrum
ókutækjum en hjólbörum, og því vel skiljanlegt að mölin væri
spöruð sem mest mátti.
Túnið í Kálfanesi var þá mjög miklu minna en síðar varð, á
búskaparárum Magnúsar Lýðssonar, sem var hinn mesti jarð-
ræktar- og framfaramaður í búnaði sínum. Vorið 1906 var
tunið aðeins girt að litlu leyti. Til dæmis var girðingarspotti úr
65