Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 68

Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 68
grjóti og gaddavír, frá Stökkunum og niður á svonefnda Hest- húskletta, það er að segja að norðanverðu við túnið, en að austan og sunnanvcrðu var það ógirt með öllu. Vesturhliðin er að veru- legu leyti ein samhangandi klettabrún, og að nokkru há og snar- brött brekka, svo að þeim megin var það mikið til sjálfvarið. Að norðaustan var það nokkuð varið af Stökkunum, sem eru allháir kletta- og skriðuhjallar og einstigi upp að fara, ef komast á með góðu móti. I hálfdeigju mýri, nokkurn spöl suðaustur undan túnfætinum, var fornt garðlag, nær því sokkið í jörð. Náði það frá syðsta horni Stakkanna, þar sem það var þó langt til horfið í mýrina, og nokkuð langt suður eftir, unz jarðvegur varð þurrari. Mun þar hafa verið um afar gamlan vallargarð að ræða. Gamla túnið lá allt á tveimur breiðum klettahjöllum, er hallar móti austri. Á hjallaröndunum til vesturs eru jarðvegsgrunnir hólar, sem alltaf spruttu illa í þurkasömum vorum. Enda segir í fyrmefndri Jarða- bók A.M. „að túnið sé mest allt á hellu og brenni grasið af“. Mun það hafa verið mála sannast. Vestari hjallinn er töluvert lægri en hinn eystri, og nær skemmra til suðurs, hann nefnist einu nafni Hesthústún. Þar, sem hann mætir hinum og stærri hjallanum er skarð niður að fara á sléttlendið, vestan megin við þá.Var girðing í skarðinu og hlið á, og þar kölluð Hesthúsgata. Sunnan við götuna tekur við vestur- hlíð aðalhjallans, há og snarbrött, en grasi gróin að mestu, utan hvað smáklettahausar em í blábrúninni, einkum nyrzt, að því er mig minnir. Brekka þessi lækkar til suðurs og hverfur að lokum í jafnsléttuna, en sunnarlega í henni hafði myndazt breið gata, sem fyrir löngu mun hafa verið löguð til af mannahöndum fyrir heimreið. I brekkunni sunnan við heimreiðina var hár og mikill sorp- og öskuhaugur, sem trúlega hefði getað frætt mann eitthvað um lifnaðarhætti manna á fyrri öldum, ef rofinn hefði verið. Við fót hans rann bæjarlækurinn og sá fyrir því, að haugurinn yxi ekki úr hófi fram, því að í vatnavöxtum vor og haust gróf lækur- inn frá rótum hans og bar feng sinn til sjávar. Hinn venjulegi lækjarfarvegur lá þó smáspöl frá haugfætinum. Við hliðina á 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.