Strandapósturinn - 01.06.1971, Qupperneq 68
grjóti og gaddavír, frá Stökkunum og niður á svonefnda Hest-
húskletta, það er að segja að norðanverðu við túnið, en að austan
og sunnanvcrðu var það ógirt með öllu. Vesturhliðin er að veru-
legu leyti ein samhangandi klettabrún, og að nokkru há og snar-
brött brekka, svo að þeim megin var það mikið til sjálfvarið. Að
norðaustan var það nokkuð varið af Stökkunum, sem eru allháir
kletta- og skriðuhjallar og einstigi upp að fara, ef komast á með
góðu móti.
I hálfdeigju mýri, nokkurn spöl suðaustur undan túnfætinum,
var fornt garðlag, nær því sokkið í jörð. Náði það frá syðsta
horni Stakkanna, þar sem það var þó langt til horfið í mýrina, og
nokkuð langt suður eftir, unz jarðvegur varð þurrari. Mun þar
hafa verið um afar gamlan vallargarð að ræða. Gamla túnið lá
allt á tveimur breiðum klettahjöllum, er hallar móti austri. Á
hjallaröndunum til vesturs eru jarðvegsgrunnir hólar, sem alltaf
spruttu illa í þurkasömum vorum. Enda segir í fyrmefndri Jarða-
bók A.M. „að túnið sé mest allt á hellu og brenni grasið af“.
Mun það hafa verið mála sannast.
Vestari hjallinn er töluvert lægri en hinn eystri, og nær
skemmra til suðurs, hann nefnist einu nafni Hesthústún. Þar, sem
hann mætir hinum og stærri hjallanum er skarð niður að fara
á sléttlendið, vestan megin við þá.Var girðing í skarðinu og hlið
á, og þar kölluð Hesthúsgata. Sunnan við götuna tekur við vestur-
hlíð aðalhjallans, há og snarbrött, en grasi gróin að mestu, utan
hvað smáklettahausar em í blábrúninni, einkum nyrzt, að því er
mig minnir. Brekka þessi lækkar til suðurs og hverfur að lokum
í jafnsléttuna, en sunnarlega í henni hafði myndazt breið gata,
sem fyrir löngu mun hafa verið löguð til af mannahöndum fyrir
heimreið.
I brekkunni sunnan við heimreiðina var hár og mikill sorp-
og öskuhaugur, sem trúlega hefði getað frætt mann eitthvað um
lifnaðarhætti manna á fyrri öldum, ef rofinn hefði verið. Við
fót hans rann bæjarlækurinn og sá fyrir því, að haugurinn yxi
ekki úr hófi fram, því að í vatnavöxtum vor og haust gróf lækur-
inn frá rótum hans og bar feng sinn til sjávar. Hinn venjulegi
lækjarfarvegur lá þó smáspöl frá haugfætinum. Við hliðina á
66